Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Hin kunnuglegu Hrun-viðbrögð við Samherjamálinu

Þegar embætti sérstaks saksóknara var stofnað eftir Hrun sem viðbrögð við réttlátri reiði almennings þá var Björn Bjarnason dómsmálaráðherra spurður af fjölmiðlum hvort þessar 50 milljónir sem embættinu var úthlutað væri ekki of lítið miðað við það sem blasti við öllum. Svar Björns Bjarnasonar var eitthvað á þá leið að sérstakur saksóknari þyrfti þá að biðja hann um meiri pening ef honum skyldi vanta.

Flestir lásu skilaboðin sem fólust í þessu sem að embættið væri eingöngu stofnað til að friða fólk en ekki endilega til að rannsaka þá skipulögðu og fjölmörgu glæpi sem framdir höfðu verið. Það átti líka eftir að koma á daginn að sú tilfinning var rétt þegar sérstakur saksóknari neyddist til að fara í fjölmiðla til að segja frá því að hann fengi lítil sem engin gögn vegna rannsókna.

Þetta hefur rifjast upp í kjölfar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna Samherjaskjalanna þar sem eitt af atriðunum var að það ætti nú að huga að því að henda einhverju summu við tækifæri í rannsóknaembættin, skömmu eftir að búið var að fella tillögu um aukið fé til héraðssaksóknara á þingi og kalla það sýndarmennsku af hálfu málpípu raunverulegra sjónarmiða ríkisstjórnarinnar.

Margt fleira fær mann til að finnast mörg viðbrögðin við Samherjamálinu vera keimlík þeim sem áttu sér stað í kjölfar Hrunsins frá ríkisstjórninni þá, áhangendum frjálshyggjunnar, samviskulausum kommisörum hins „frjálsa markaðar“ og fjölmiðlafólki sem bugtaði sig fyrir þeim.

Það er byrst sig og sagt að við eigum ekki að vera reið heldur bara vera róleg og bíða eftir því að rannsóknaaðilar rannsaki þetta næstu árin. Þar til eigum við ekkert að vera skipta okkur af þessu því þetta eru bara lögfræðileg mál sem við skiljum kannski ekki.

Það er æst sig þegar talað er um spillingu á Íslandi og sagt að ekkert slíkt sé í gangi hér heldur sé þetta einfaldlega vondu útlendingunum að kenna sem saklausir og bláeygðir viðskiptamenn hafi neyðst til að múta og í framhaldi búa til flóknara skattaundanskotakeðjur og feluleiki með peninga sem fengnir voru með því að ræna heila þjóð.

Smá aukahugleiðing, hvað ætli Sjálfstæðisflokkurinn og viðskiptalífið geri þegar liðið þar eru orðnir uppiskroppa með útlendinga til að skella sökina á fyrir alla þá spillingu, sviksemi, skipulögðu glæpastarfsemi, arðrán og fleira sem þessir aðilar ástunda? Verður ljósmæðrunum sem Bjarni Ben hatar kennt þá um?

Við eigum líka að sætta okkur við það að ráðherrar nátengdir málunum eigi að halda bara áfram og standa í forsvari fyrir aðgerðum gegn sínum viðskiptafélögum og vinum til fjölda ára því þeim sé enn treystandi til verka.

Við eigum líka að sætta okkur við það að þingmenn, ráðherrar og stjórnmálaflokkar sem hafa þegið umtalsverðar mútugreiðslur í gegnum prófkjör, kosningasjóði og aðra „styrki“ eigi að halda utan um alla þræði aðgerða sem klappaðar eru upp sem lofsamlegar gjörðir af samtökum þeirra aðila sem hafa greitt þeim mútur.

Við eigum líka að vera ekki að tala Ísland niður heldur reyna að tala jákvætt um hlutina og örugglega bráðlega verður sagt að við eigum að hætta að leita að sökudólgum heldur horfa fram á veginn og sameinast en ekki sundra með niðurrifstali um íslenskt viðskiptalíf, íslenskt stjórnmálakerfi, íslenskt samfélag og Samherja hverskonar sem drottna yfir þessu öllu eins og þá.

Eða með öðrum orðum, við eigum að breiða yfir allt saman Ceausescu-leg leiktjöld til að hylja hið raunverulega sem er í gangi hér á landi.

Þetta og fleira til er eins og klippt upp úr Hrun-handbók þeirra sem vildu viðhalda óbreyttu kerfi, vildu ekki að hinir seku þyrftu að taka ábyrgð og vildu alls ekki sleppa valdataumnum.

Manni finnst því viðbrögðin nú í ljósi Hrunsins, Panamaskjala og barnaperramála Sjálfstæðisflokksins vera einhvernveginn fyrirsjáanleg viðbragðsáætlun sem gengur út á eitt.

Það þarf að viðhalda völdum sama hvað og helst með því að gera raunverulega sem minnst.

Það er nefnilega enginn vilji til að gera það sem raunverulega þarf.

Það þarf kerfisbreytingar margskonar s.s. á kvótakerfi í átt til sanngirni, gjaldtöku veiðigjalda sem er búið að útfæra þannig að kvótagreifarnir leggja vart nokkuð til samfélagsins og sérstaklega þegar horft er til víðtækra skattsvika þeirra og það þarf alvöru auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem finnst í  upptöku nýrrar stjórnarskrár sem mútuþægir og spilltir stjórnmálaflokkar hafa svikið okkur um í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012.

Það þarf líka að efla eftirlitsstofnanir og setja viðskiptalífinu almennilegar skorður í stað þess að leyfa þeim hungruðu Fenrisúlfum að éta allt upp sem ætti að fara inn í samfélagið s.s. lög um hringamyndun, eignarhald í óskyldum rekstri og margt, margt fleira sem hefur aldrei verið tekið á enda veikir það drottnunarvaldið sem kvótagreifarnir og auðstéttin hefur yfir öllu samfélaginu

Það þarf líka að taka fyrir að kvótagreifar sem og aðrir lögaðilar geti greitt stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum mútur í gegnum prófkjör, kosningasjóði og styrki hverskonar. Það þarf líka að koma í veg fyrir það að þessir aðilar geti verið að skipta sér að stjórnmálum hvort sem það er hér á landi eða í Namibíu.

Það þarf líka að gera fjölmargt fleira sem þarf og átti að gera í kjölfar skýrslu RNA um bankahrunið en fyrst og fremst þarf að sýna að það sé raunverulegur vilji til að taka á málum en ekki með einhverskonar yfirborðsmennskuyfirlýsingum og vandlætingu gagnvart þeim sem blöskrar óréttlætið og óheiðarleikinnn sem kemur fram enn eina ferðina upp á yfirborðið.

Slíkt er erfitt að sjá að komi fram meðan besti vinur Samherja er í ríkisstjórn að stýra því hvernig taka eigi á málum og stjórnarandstæðingar séu sussaðir og skammaðir fyrir að benda á nýju föt keisarans sem ofinn eru úr ósýnilegum spillingarþræði sem liggur þvers og kruss í gegnum vanheilagt hjónaband viðskiptalífs og stjórnmála líkt og fyrir Hrun.

Namibía hefur allavega sýnt það að þar eru þessir hlutir teknir alvarlega.

Staðan í þeim leik er nefnilega sem stendur Namibía 5 – Ísland 0 þegar kemur að því að grípa til aðgerða. Einnig virðist Noregur vera líka taka þetta mál mun alvarlegra heldur en íslenskt valdakerfi miðað við fregnir þaðan.

En hér er einfaldlega varfærnisleg kurteisi og þögn hjúanna sem óttast að styggja græðgisfulla húsbóndann sem drottnar yfir brauðmolunum sem stundum falla fram af borðinu.

Samherjar hverskonar þurfa sinn græðgisfulla matarfrið.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Fernur eiga ekki framhaldslíf en hvað með sambandið mitt?
Alma Mjöll Ólafsdóttir
Pistill

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Fern­ur eiga ekki fram­halds­líf en hvað með sam­band­ið mitt?

Í eld­hús­inu safn­ast upp haug­ur af fern­um sem þarf að skola, flokka og setja í end­ur­vinnslutunnu, sem er oft­ar en ekki yf­ir­full, svo fern­urn­ar halda áfram að hlað­ast upp.
Gjörningaveisla í afmæli Kling & Bang
GagnrýniKling & Bang gjörningaveisla

Gjörn­inga­veisla í af­mæli Kling & Bang

Lista­manna­rekna galle­rí­ið Kling & Bang fagn­aði tutt­ugu ára starfsaf­mæli seint í síð­asta mán­uði og list­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir fjall­ar hér um gjörn­inga­veislu í til­efni þess.
Skatturinn samþykktur: Eigandi Arnarlax mótmælir
FréttirLaxeldi

Skatt­ur­inn sam­þykkt­ur: Eig­andi Arn­ar­lax mót­mæl­ir

Norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Salm­ar er ósátt við aukna skatt­lagn­ingu á grein­ina í Nor­egi. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur sagt að skatt­lagn­ing­in dragi úr mögu­leik­um á fjár­fest­ing­um í Nor­egi en geti auk­ið þær á Ís­landi.
„Ekkert að því að laun þingmanna hækki eins og annarra“
Fréttir

„Ekk­ert að því að laun þing­manna hækki eins og annarra“

Þing­menn segja að þeir eigi líkt og aðr­ir rétt á launa­hækk­un­um, en hækk­an­ir fram und­an séu óþarf­lega há­ar.
Dæmi um að rithöfundar fái 11 krónur fyrir streymi
Greining

Dæmi um að rit­höf­und­ar fái 11 krón­ur fyr­ir streymi

Breytt­ar neyslu­venj­ur les­enda hafa áhrif á við­kvæmt vist­kerfi bóka­út­gáfu á Ís­landi. Inn­koma Stor­ytel á mark­að­inn fyr­ir fimm ár­um hef­ur haft sitt að segja en marg­ir rit­höf­und­ar gagn­rýna tekjumód­el fyr­ir­tæk­is­ins og segja það hlunn­fara höf­unda. Á sama tíma hafa end­ur­greiðsl­ur til út­gef­anda haft áhrif og formað­ur RSÍ tel­ur að hún mætti gagn­ast höf­und­um bet­ur.
Að selja stolin reiðhjól er uppgripavinna
Skýring

Að selja stol­in reið­hjól er upp­gripa­vinna

Á síð­asta ári var til­kynnt um tugi þús­unda stol­inna reið­hjóla í Dan­mörku. Lög­regl­an tel­ur að raun­veru­leg tala stol­inna hjóla sé þó marg­falt hærri. Þjóf­arn­ir sækj­ast í aukn­um mæli eft­ir dýr­ari hjól­um, sem auð­velt er að selja og hafa af því góð­ar tekj­ur.
Garðrækt í safni í súld
Gagnrýni

Garð­rækt í safni í súld

Doktor Gunni rýn­ir í tvær plöt­ur ís­lenskra tón­list­ar­kvenna: How To Start a Garden með Nönnu og Muse­um með JF­DR.
Beinadalur
Hlaðvarp

Beinadal­ur

Níu þátta hlað­varps­serí­an Bo­ne valley, eða Beinadal­ur, fer með hlust­end­ur í rann­sókn­ar­leið­ang­ur í gegn­um mýr­ar og dómsali Flórída­rík­is í leit að sann­leik­an­um og rétt­læti fyr­ir Leo Schofield, sem var rang­lega dæmd­ur í lífs­tíð­ar­fang­elsi fyr­ir að hafa átt að bana eig­in­konu sinni, Michelle, ár­ið 1987.
Kærir Gísla til héraðssaksóknara og lætur kyrrsetja eignir
Fréttir

Kær­ir Gísla til hér­aðssak­sókn­ara og læt­ur kyrr­setja eign­ir

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Gísla Hjálm­týs­son­ar, fjár­fest­is og pró­fess­ors, hef­ur kært hann fyr­ir að hafa hald­ið eft­ir pen­ing­um vegna sölu fast­eigna sem þau áttu sam­an. Sam­hliða hef­ur hún far­ið fram á kyrr­setn­ingu eigna hans vegna kröfu upp á 233 millj­ón­ir króna, sem með­al ann­ars er til­kom­in vegna við­skipt­anna sem hún kær­ir.
„Kannski er þetta grænþvottur“
RannsóknFernurnar brenna

„Kannski er þetta græn­þvott­ur“

Best væri að fern­um væri safn­að sam­an í sér­söfn­un, eins og gert er með til dæm­is bjór- og gos­dós­ir. Það er hins veg­ar ekki gert. Sorpa hef­ur, í kjöl­far fyr­ir­spurna Heim­ild­ar­inn­ar um mál­ið, ver­ið að reyna að átta sig á því í næst­um eitt ár hversu stórt hlut­fall af fern­um fer raun­veru­lega í end­ur­vinnslu. Eng­in skýr svör hafa borist.
Litlar breytingar á áratug: Karlar stýra enn peningum á Íslandi
Úttekt

Litl­ar breyt­ing­ar á ára­tug: Karl­ar stýra enn pen­ing­um á Ís­landi

Lög um kynja­kvóta í stjórn­um ís­lenskra fyr­ir­tækja tóku gildi fyr­ir tíu ár­um síð­an. Í út­tekt sem Heim­ild­in hef­ur gert ár­lega á þeim ára­tug sem lið­inn er frá þeim tíma­mót­um kem­ur fram að hlut­fall kvenna sem stýra fjár­magni á Ís­landi hef­ur far­ið úr því að vera sjö pró­sent í að vera 14,7 pró­sent. Af 115 störf­um sem út­tekt­in nær til gegna kon­ur 17 en karl­ar 98.
Sif Sigmarsdóttir
Sif Sigmarsdóttir
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Af­neit­un hinna far­sælu

Ef Ris­hi Sunak hefði ekki klæðst ákveðn­um sokk­um á G7-fundi hefði draum­ur sokka­sala um vel­gengni ekki ræst. Það þarf stund­um heppni og góð sam­fé­lög með öfl­ug skatt­kerfi til að njóta far­sæld­ar.