Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Hin kunnuglegu Hrun-viðbrögð við Samherjamálinu

Þegar embætti sérstaks saksóknara var stofnað eftir Hrun sem viðbrögð við réttlátri reiði almennings þá var Björn Bjarnason dómsmálaráðherra spurður af fjölmiðlum hvort þessar 50 milljónir sem embættinu var úthlutað væri ekki of lítið miðað við það sem blasti við öllum. Svar Björns Bjarnasonar var eitthvað á þá leið að sérstakur saksóknari þyrfti þá að biðja hann um meiri pening ef honum skyldi vanta.

Flestir lásu skilaboðin sem fólust í þessu sem að embættið væri eingöngu stofnað til að friða fólk en ekki endilega til að rannsaka þá skipulögðu og fjölmörgu glæpi sem framdir höfðu verið. Það átti líka eftir að koma á daginn að sú tilfinning var rétt þegar sérstakur saksóknari neyddist til að fara í fjölmiðla til að segja frá því að hann fengi lítil sem engin gögn vegna rannsókna.

Þetta hefur rifjast upp í kjölfar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna Samherjaskjalanna þar sem eitt af atriðunum var að það ætti nú að huga að því að henda einhverju summu við tækifæri í rannsóknaembættin, skömmu eftir að búið var að fella tillögu um aukið fé til héraðssaksóknara á þingi og kalla það sýndarmennsku af hálfu málpípu raunverulegra sjónarmiða ríkisstjórnarinnar.

Margt fleira fær mann til að finnast mörg viðbrögðin við Samherjamálinu vera keimlík þeim sem áttu sér stað í kjölfar Hrunsins frá ríkisstjórninni þá, áhangendum frjálshyggjunnar, samviskulausum kommisörum hins „frjálsa markaðar“ og fjölmiðlafólki sem bugtaði sig fyrir þeim.

Það er byrst sig og sagt að við eigum ekki að vera reið heldur bara vera róleg og bíða eftir því að rannsóknaaðilar rannsaki þetta næstu árin. Þar til eigum við ekkert að vera skipta okkur af þessu því þetta eru bara lögfræðileg mál sem við skiljum kannski ekki.

Það er æst sig þegar talað er um spillingu á Íslandi og sagt að ekkert slíkt sé í gangi hér heldur sé þetta einfaldlega vondu útlendingunum að kenna sem saklausir og bláeygðir viðskiptamenn hafi neyðst til að múta og í framhaldi búa til flóknara skattaundanskotakeðjur og feluleiki með peninga sem fengnir voru með því að ræna heila þjóð.

Smá aukahugleiðing, hvað ætli Sjálfstæðisflokkurinn og viðskiptalífið geri þegar liðið þar eru orðnir uppiskroppa með útlendinga til að skella sökina á fyrir alla þá spillingu, sviksemi, skipulögðu glæpastarfsemi, arðrán og fleira sem þessir aðilar ástunda? Verður ljósmæðrunum sem Bjarni Ben hatar kennt þá um?

Við eigum líka að sætta okkur við það að ráðherrar nátengdir málunum eigi að halda bara áfram og standa í forsvari fyrir aðgerðum gegn sínum viðskiptafélögum og vinum til fjölda ára því þeim sé enn treystandi til verka.

Við eigum líka að sætta okkur við það að þingmenn, ráðherrar og stjórnmálaflokkar sem hafa þegið umtalsverðar mútugreiðslur í gegnum prófkjör, kosningasjóði og aðra „styrki“ eigi að halda utan um alla þræði aðgerða sem klappaðar eru upp sem lofsamlegar gjörðir af samtökum þeirra aðila sem hafa greitt þeim mútur.

Við eigum líka að vera ekki að tala Ísland niður heldur reyna að tala jákvætt um hlutina og örugglega bráðlega verður sagt að við eigum að hætta að leita að sökudólgum heldur horfa fram á veginn og sameinast en ekki sundra með niðurrifstali um íslenskt viðskiptalíf, íslenskt stjórnmálakerfi, íslenskt samfélag og Samherja hverskonar sem drottna yfir þessu öllu eins og þá.

Eða með öðrum orðum, við eigum að breiða yfir allt saman Ceausescu-leg leiktjöld til að hylja hið raunverulega sem er í gangi hér á landi.

Þetta og fleira til er eins og klippt upp úr Hrun-handbók þeirra sem vildu viðhalda óbreyttu kerfi, vildu ekki að hinir seku þyrftu að taka ábyrgð og vildu alls ekki sleppa valdataumnum.

Manni finnst því viðbrögðin nú í ljósi Hrunsins, Panamaskjala og barnaperramála Sjálfstæðisflokksins vera einhvernveginn fyrirsjáanleg viðbragðsáætlun sem gengur út á eitt.

Það þarf að viðhalda völdum sama hvað og helst með því að gera raunverulega sem minnst.

Það er nefnilega enginn vilji til að gera það sem raunverulega þarf.

Það þarf kerfisbreytingar margskonar s.s. á kvótakerfi í átt til sanngirni, gjaldtöku veiðigjalda sem er búið að útfæra þannig að kvótagreifarnir leggja vart nokkuð til samfélagsins og sérstaklega þegar horft er til víðtækra skattsvika þeirra og það þarf alvöru auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem finnst í  upptöku nýrrar stjórnarskrár sem mútuþægir og spilltir stjórnmálaflokkar hafa svikið okkur um í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012.

Það þarf líka að efla eftirlitsstofnanir og setja viðskiptalífinu almennilegar skorður í stað þess að leyfa þeim hungruðu Fenrisúlfum að éta allt upp sem ætti að fara inn í samfélagið s.s. lög um hringamyndun, eignarhald í óskyldum rekstri og margt, margt fleira sem hefur aldrei verið tekið á enda veikir það drottnunarvaldið sem kvótagreifarnir og auðstéttin hefur yfir öllu samfélaginu

Það þarf líka að taka fyrir að kvótagreifar sem og aðrir lögaðilar geti greitt stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum mútur í gegnum prófkjör, kosningasjóði og styrki hverskonar. Það þarf líka að koma í veg fyrir það að þessir aðilar geti verið að skipta sér að stjórnmálum hvort sem það er hér á landi eða í Namibíu.

Það þarf líka að gera fjölmargt fleira sem þarf og átti að gera í kjölfar skýrslu RNA um bankahrunið en fyrst og fremst þarf að sýna að það sé raunverulegur vilji til að taka á málum en ekki með einhverskonar yfirborðsmennskuyfirlýsingum og vandlætingu gagnvart þeim sem blöskrar óréttlætið og óheiðarleikinnn sem kemur fram enn eina ferðina upp á yfirborðið.

Slíkt er erfitt að sjá að komi fram meðan besti vinur Samherja er í ríkisstjórn að stýra því hvernig taka eigi á málum og stjórnarandstæðingar séu sussaðir og skammaðir fyrir að benda á nýju föt keisarans sem ofinn eru úr ósýnilegum spillingarþræði sem liggur þvers og kruss í gegnum vanheilagt hjónaband viðskiptalífs og stjórnmála líkt og fyrir Hrun.

Namibía hefur allavega sýnt það að þar eru þessir hlutir teknir alvarlega.

Staðan í þeim leik er nefnilega sem stendur Namibía 5 – Ísland 0 þegar kemur að því að grípa til aðgerða. Einnig virðist Noregur vera líka taka þetta mál mun alvarlegra heldur en íslenskt valdakerfi miðað við fregnir þaðan.

En hér er einfaldlega varfærnisleg kurteisi og þögn hjúanna sem óttast að styggja græðgisfulla húsbóndann sem drottnar yfir brauðmolunum sem stundum falla fram af borðinu.

Samherjar hverskonar þurfa sinn græðgisfulla matarfrið.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Hver vill ekki trúa á töfra?
Hlaðvarp

Hver vill ekki trúa á töfra?

Í þátt­un­um Believe in Magic í hlað­varpi BBC er sögð ótrú­leg saga stúlku sem glímdi við erf­ið veik­indi en gaf sig engu að síð­ur alla í að hjálpa öðr­um veik­um börn­um. En ekki vildu all­ir trúa henni.
Laun þingmanna tvöfaldast á sjö árum og verða rúmlega 1,4 milljón á mánuði
Fréttir

Laun þing­manna tvö­fald­ast á sjö ár­um og verða rúm­lega 1,4 millj­ón á mán­uði

Laun for­sæt­is­ráð­herra munu verða rúm­lega 2,6 millj­ón­ir króna eft­ir yf­ir­vof­andi launa­hækk­un henn­ar. Það er 1.235 þús­und krón­um meira en laun for­sæt­is­ráð­herra voru snemm­sum­ars 2016. Mið­gildi allra heild­ar­launa hef­ur á sama tíma hækk­að um 283 þús­und krón­ur.
Alvöru flóttamenn og gerviflóttamenn
Greining

Al­vöru flótta­menn og gerviflótta­menn

Orð­ræða Jóns Gunn­ars­son­ar dóms­mála­ráð­herra mið­ar að því að skipta flótta­mönn­um upp í tvo mis­mun­andi flokka, þá sem eru al­vöru flótta­menn og hina sem eru það ekki. Tel­ur hann að flótta­menn frá Venesúela til­heyri seinni hópn­um. Flótta­menn það­an setj­ist upp á vel­ferð­ar­kerf­ið hér á landi.
Fagnaði fertugsafmælinu með því að hækka stýrivexti
Viðtal

Fagn­aði fer­tugsaf­mæl­inu með því að hækka stýri­vexti

Ás­gerð­ur Ósk Pét­urs­dótt­ir hef­ur pælt í pen­ing­um frá því að hún man eft­ir sér. Ás­gerð­ur var ekki há í loft­inu þeg­ar hún spurði mömmu sína hvað­an pen­ing­arn­ir kæmu. Svar­ið var Seðla­bank­inn. „Þar ætla ég að vinna þeg­ar ég verð stór,“ sagði Ás­gerð­ur. Og við það stóð hún. Ás­gerð­ur er yngst allra sem set­ið hafa í pen­inga­stefnu­nefnd og starf seðla­banka­stjóra heill­ar.
Er listaverkið tómt ílát?
GagnrýniViðnám

Er lista­verk­ið tómt ílát?

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir fjall­ar um verk­ið Ör­laga­ten­ing­ur­inn eft­ir Finn Jóns­son (1892-1993) á sýn­ing­unni Við­nám á Lista­safni Ís­lands og seg­ir að hægt sé að gera meiri kröf­ur til safns­ins.
Lóa Hjálmtýsdóttir
Lóa Hjálmtýsdóttir
Sófakartaflan

Lóa Hjálmtýsdóttir

Svona var það tvöþús­und og sex

Sófa­kartafl­an gerði heið­ar­lega til­raun til að hofa á That 90’s Show á Net­flix en nostal­g­íu­neist­inn sem kvikn­aði í brjósti henn­ar leiddi til gláps á sjö þáttar­öð­um af Malcolm in the Middle.
Vegfarendur finna fyrir hækkunum
MyndbandLífskjarakrísan

Veg­far­end­ur finna fyr­ir hækk­un­um

Heim­ild­in ræddi við veg­far­end­ur um sí­end­ur­tekn­ar vaxta­hækk­an­ir og áhrif þeirra.
Verklagsreglur um leit að týndu fólki endurskoðaðar
Fréttir

Verklags­regl­ur um leit að týndu fólki end­ur­skoð­að­ar

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur haf­ið vinnu sem mið­ar að því að bregð­ast við til­mæl­um nefnd­ar um eft­ir­lit með lög­reglu frá því í fyrra.
Leituðu að öruggasta stað í heimi og fundu hann á Íslandi
Viðtal

Leit­uðu að ör­ugg­asta stað í heimi og fundu hann á Ís­landi

„Þetta er ekki leik­ur. Að rífa sig upp með rót­um og yf­ir­gefa heima­land­ið ger­ir eng­inn nema af nauð­syn,“ seg­ir Ab­ir, sem flúði frá Sýr­landi til Ís­lands ásamt bróð­ur sín­um, Tarek. Út­lend­inga­stofn­un hef­ur synj­að þeim um vernd en leit aldrei til að­stæðna í Sýr­landi í um­fjöll­un sinni held­ur í Venesúela, þar sem systkin­in eru fædd en flúðu frá fyr­ir mörg­um ár­um.
Bergur Ebbi
Bergur Ebbi
Pistill

Bergur Ebbi

Sjö gráð­ur og súld

Berg­ur Ebbi fjall­ar um breytta stöðu veð­ur­fræð­inga og veð­ur­frétta í tækn­i­sam­fé­lag­inu. Nú er það bara ískalt app­ið á með­an veð­ur­fræð­ing­ar voru lands­þekkt and­lit á ár­um áð­ur.
Dropinn dýrastur á Íslandi
Fréttir

Drop­inn dýr­ast­ur á Ís­landi

Bens­ín­lítr­inn er hvergi dýr­ari inn­an EES-svæð­is­ins en á Ís­landi og raun­ar er bens­ín­verð á Ís­landi það þriðja hæsta í heim­in­um. Álög­ur sem hið op­in­bera legg­ur á bens­ín eru þó hærri í sex­tán ESB-ríkj­um en þær eru á Ís­landi.
Volaða land
Bíó Tvíó#239

Volaða land

Í síð­asta þætti Bíó Tvíó í bili ræða Andrea og Stein­dór kvik­mynd Hlyns Pálma­son­ar frá 2022, Volaða land. Fleiri þætt­ir eru í boði á Pat­reon síðu Bón­us Tvíó: www.pat­reon.com/biot­vio