Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Hin síendurtekna hringekja græðginnar

Árið 2016 blossaði upp mikil reiði í samfélaginu vegna fregna af ofurbónusum sem átti að greiða stjórnendum þrotabúa gömlu bankanna. Þingmenn og margir fleiri stjórnmálamenn misstu sig af vandlætingu og fóru stórum orðum um að taka þyrfti á þessari græðgi bankamanna. Þar var m.a.s. hent fram af hálfu eins Framsóknarþingmanns sem tilheyrir Miðflokknum að skattleggja ætti þessa græðgi og sjálftöku um 90-98%.

Og hvað gerðist svo?

Prófkjörin kláruðust fyrir kosningar sem boðað var til vegna Panamaskjalanna þar sem landinn hafði séð hvernig þeirra þingmenn og ráðherrar stela undan skatti.

Þingmennirnir þögnuðu þá.

Ráðherrarnir líka.

Svo komu kosningar.

Enginn gerði neitt í þessu heldur kom þá bara næsta hrina af kauphækkunum þingmanna og ráðherra.

Á sama tíma og/eða eftir kom svo hrina af græðgisfullri launahækkunum stjórna og sjtórnenda fyrirtækja.

Gott ef það var ekki fleygt inn einhversstaðar á milli kveini sama fólks um að opinberir starfsmenn á borð við ljósmæður væru að leggja samfélagið á hliðina með græðgisfullum launakröfum sem voru eins og brauðmoli í samanburði við það sem æðstu stjórnendur ríkis og atvinnulífs fengu skammtað í hækkun.

Svo komu aðrar kosningar vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafði reynt að þagga niður í fórnarlömbum barnanníðinga sem uppreistrar æru flokksbundinna barnaperra.

Hvað gerðist svo aftur eftir kosningar?

Kjararáð splæsti feitri launahækkun á þá hæstlaunuðu. Forstjórarnir og stjórnir atvinnulífsins fengu sína feitu launahækkun og svo ríkisforstjórarnir urðu hærri en dómararnir.

Reyndar varð Guðni forseti ósáttur og sendi þau skilaboð að þetta væri ekki í lagi, hann þyrfti heldur ekki þessa hækkun.

En hlustaði efsta lagið á hann?

Ónei, þau hirtu hækkunina og til að þykjast gera eitthvað þá fengu stjórnir ríkisbankanna, opinberu fyrirtækjanna og fleiri aðilar frítt spil til að hækka laun bankastjóranna, Landsvirkjunarforstjóra og fleiri svo þeir gætu verið allir "samkeppnishæfir í launum". 

Fokk starfskjarastfna ríkisins, hún er bara eitthvað ofan á brauðmola pöpulsins.

Við megum því við getum.

Það voru skilaboðin sem þessir aðilar sendu til þingmanna og ráðherra sem voru alveg í sama pakkanum.

Stjórnmálamenn sögðu svo þegar það varð ljóst:

"Æ, æ,æ,æ, við ætluðumst ekki til þess að færi svona þegar við ætluðum að leggja niður Kjararáð."

En hvað svo núna?

Nú koma svo fregnir um að bankastjóri Landsbankans hafi fengið 82% launahækkun sem er væntanlega nýtt markmið kauphækkana handa stjórnendum vinnumarkaðarins.

"Loksins að verða samkeppnishæf laun í bankanum.", er sagt svo.

Samkeppnishæf við hvað svo maður spyrji? Er einhver eftirspurn eftir íslenskum bankamönnum nema kannski hjá kókaínframleiðendum sem hafa ekki efni á betri aðilum í peningaþvættið og skattsvikaparadísir?

Held ekki.

En þarna kemur sama margtuggna endurtekningin sem minnst var á í upphafi. Það var endurtekning á ferli sem hefur margoft endurtekið sig.

Stjórnmálamenn hneykslast, forsvarsmenn samtaka atvinnulífsins hneykslast, þeir sem veittu kauphækkunina koma með einhverja réttlætingu og svo fellur allt í sama farið aftur.

Keppni efsta lagsins í samfélaginu um það hver verði með feitasta umslagið í gortkeppni græðginnar mun halda áfram með síendurteknum hætti líkt og hringekja þar sem skiptist á hneykslun og sjálftaka.

Og já, svo verður því dúndrað fram í vikulegum föstudagsritstjórnarpistli Fréttablaðsins að verkalýðshreyfingin ógni stöðugleikanum með óbilgjörnum launakröfum sínum.

Það verður ekkert gert í þessu frekar en í öðrum síendurteknum uppákomum vegna starfsmannaleigna, launaþjófnaði og kjarasamningsbrotum gagnvart erlendu verkafólki.

Því ef það væri vilji til þess þá hefði bankaráð Landsbankans, bankastjóri og aðrir stjórnendur sem fá ofurlaunahækkanir verið reknir eftir þessar fréttir og mun hæfara fólk fengið í störfin fyrir lægri laun. Það hefði líka verið búið að setja lög árið 2016 sem skattleggðu ofurbónusanna í drasl. Það hefði líka verið búið að banna bankabónusa og taka hart á fjármálafyrirtækjunum, stjórnendum á almennum markaði og fleiri græðgisfullum dýrkendum Mammons sem halda að þeir megi allt.

En slíkt mun aldrei gerast.

Þetta er jú Ísland.

Þar sem hringekja græðginnar stjórnar öllu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Fernur eiga ekki framhaldslíf en hvað með sambandið mitt?
Alma Mjöll Ólafsdóttir
Pistill

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Fern­ur eiga ekki fram­halds­líf en hvað með sam­band­ið mitt?

Í eld­hús­inu safn­ast upp haug­ur af fern­um sem þarf að skola, flokka og setja í end­ur­vinnslutunnu, sem er oft­ar en ekki yf­ir­full, svo fern­urn­ar halda áfram að hlað­ast upp.
Gjörningaveisla í afmæli Kling & Bang
GagnrýniKling & Bang gjörningaveisla

Gjörn­inga­veisla í af­mæli Kling & Bang

Lista­manna­rekna galle­rí­ið Kling & Bang fagn­aði tutt­ugu ára starfsaf­mæli seint í síð­asta mán­uði og list­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir fjall­ar hér um gjörn­inga­veislu í til­efni þess.
Skatturinn samþykktur: Eigandi Arnarlax mótmælir
FréttirLaxeldi

Skatt­ur­inn sam­þykkt­ur: Eig­andi Arn­ar­lax mót­mæl­ir

Norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Salm­ar er ósátt við aukna skatt­lagn­ingu á grein­ina í Nor­egi. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur sagt að skatt­lagn­ing­in dragi úr mögu­leik­um á fjár­fest­ing­um í Nor­egi en geti auk­ið þær á Ís­landi.
„Ekkert að því að laun þingmanna hækki eins og annarra“
Fréttir

„Ekk­ert að því að laun þing­manna hækki eins og annarra“

Þing­menn segja að þeir eigi líkt og aðr­ir rétt á launa­hækk­un­um, en hækk­an­ir fram und­an séu óþarf­lega há­ar.
Dæmi um að rithöfundar fái 11 krónur fyrir streymi
Greining

Dæmi um að rit­höf­und­ar fái 11 krón­ur fyr­ir streymi

Breytt­ar neyslu­venj­ur les­enda hafa áhrif á við­kvæmt vist­kerfi bóka­út­gáfu á Ís­landi. Inn­koma Stor­ytel á mark­að­inn fyr­ir fimm ár­um hef­ur haft sitt að segja en marg­ir rit­höf­und­ar gagn­rýna tekjumód­el fyr­ir­tæk­is­ins og segja það hlunn­fara höf­unda. Á sama tíma hafa end­ur­greiðsl­ur til út­gef­anda haft áhrif og formað­ur RSÍ tel­ur að hún mætti gagn­ast höf­und­um bet­ur.
Að selja stolin reiðhjól er uppgripavinna
Skýring

Að selja stol­in reið­hjól er upp­gripa­vinna

Á síð­asta ári var til­kynnt um tugi þús­unda stol­inna reið­hjóla í Dan­mörku. Lög­regl­an tel­ur að raun­veru­leg tala stol­inna hjóla sé þó marg­falt hærri. Þjóf­arn­ir sækj­ast í aukn­um mæli eft­ir dýr­ari hjól­um, sem auð­velt er að selja og hafa af því góð­ar tekj­ur.
Garðrækt í safni í súld
Gagnrýni

Garð­rækt í safni í súld

Doktor Gunni rýn­ir í tvær plöt­ur ís­lenskra tón­list­ar­kvenna: How To Start a Garden með Nönnu og Muse­um með JF­DR.
Beinadalur
Hlaðvarp

Beinadal­ur

Níu þátta hlað­varps­serí­an Bo­ne valley, eða Beinadal­ur, fer með hlust­end­ur í rann­sókn­ar­leið­ang­ur í gegn­um mýr­ar og dómsali Flórída­rík­is í leit að sann­leik­an­um og rétt­læti fyr­ir Leo Schofield, sem var rang­lega dæmd­ur í lífs­tíð­ar­fang­elsi fyr­ir að hafa átt að bana eig­in­konu sinni, Michelle, ár­ið 1987.
Kærir Gísla til héraðssaksóknara og lætur kyrrsetja eignir
Fréttir

Kær­ir Gísla til hér­aðssak­sókn­ara og læt­ur kyrr­setja eign­ir

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Gísla Hjálm­týs­son­ar, fjár­fest­is og pró­fess­ors, hef­ur kært hann fyr­ir að hafa hald­ið eft­ir pen­ing­um vegna sölu fast­eigna sem þau áttu sam­an. Sam­hliða hef­ur hún far­ið fram á kyrr­setn­ingu eigna hans vegna kröfu upp á 233 millj­ón­ir króna, sem með­al ann­ars er til­kom­in vegna við­skipt­anna sem hún kær­ir.
„Kannski er þetta grænþvottur“
RannsóknFernurnar brenna

„Kannski er þetta græn­þvott­ur“

Best væri að fern­um væri safn­að sam­an í sér­söfn­un, eins og gert er með til dæm­is bjór- og gos­dós­ir. Það er hins veg­ar ekki gert. Sorpa hef­ur, í kjöl­far fyr­ir­spurna Heim­ild­ar­inn­ar um mál­ið, ver­ið að reyna að átta sig á því í næst­um eitt ár hversu stórt hlut­fall af fern­um fer raun­veru­lega í end­ur­vinnslu. Eng­in skýr svör hafa borist.
Litlar breytingar á áratug: Karlar stýra enn peningum á Íslandi
Úttekt

Litl­ar breyt­ing­ar á ára­tug: Karl­ar stýra enn pen­ing­um á Ís­landi

Lög um kynja­kvóta í stjórn­um ís­lenskra fyr­ir­tækja tóku gildi fyr­ir tíu ár­um síð­an. Í út­tekt sem Heim­ild­in hef­ur gert ár­lega á þeim ára­tug sem lið­inn er frá þeim tíma­mót­um kem­ur fram að hlut­fall kvenna sem stýra fjár­magni á Ís­landi hef­ur far­ið úr því að vera sjö pró­sent í að vera 14,7 pró­sent. Af 115 störf­um sem út­tekt­in nær til gegna kon­ur 17 en karl­ar 98.
Sif Sigmarsdóttir
Sif Sigmarsdóttir
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Af­neit­un hinna far­sælu

Ef Ris­hi Sunak hefði ekki klæðst ákveðn­um sokk­um á G7-fundi hefði draum­ur sokka­sala um vel­gengni ekki ræst. Það þarf stund­um heppni og góð sam­fé­lög með öfl­ug skatt­kerfi til að njóta far­sæld­ar.