Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.

Tvöföldun launa bankastjóra Íslandsbanka frá 2017.

Ég sá bent á áhugaverða frétt á Fésbókinni um laun Birnu Einarsdóttir, bankastjóra Íslandsbanka.

Fréttin var frá 2017 og var um úrskurð Kjararáðs þann 31. janúar sem hafði lækkað laun hennar um 40%. Laun hennar urðu þá rúmar 2 milljónir með yfirvinnu og álagi sem er vel í lagt fyrir bankastjórastarf.

Nú kom svo fram í vikunni að Birna hefði farið fram á launalækkun úr 4,8 milljónum niður í 4,2 milljónir vegna kjarasamninga. Í sömu frétt er því slegið fram að laun hennar hafi hækkað eingöngu um 4,6% síðustu tvö árin. Samkvæmt Fréttablaðinu í dag þá hækkuðu laun Birnu á árinu 2018 um milljón á mánuði sem eru engin 4,6% en sú prósenta er væntanlega eitthvað sem almannatengill bankans hefur logið upp.

Ef maður reiknar aftur á móti þessa hækkun launa frá því að Kjararáð úrskurðaði um þau áður bankaráðið tók við þá hafa launin hennar hækkað meir en tvöfalt frá 31. janúar 2017 eða um 110% sé miðað við 2 milljónir sléttar.

Fyrir utan það auðsjáanlega að þetta sé sturlað og i engu samræmi við þá brauðmola sem er otað að launafólki þá er það greinilega einhverskonar PR stönt að "lækka launin vegna kjarasamninga" í von um að fá einhver prik.

Það undirstrikar kannski enn betur hverskonar græðgissturlun er í gangi innan fjármálageirans og forstjórastéttarinnar að halda að slíkt virki sem útspil inn í kjaraviðræður.

Enda er þetta lið ennþá fast í sinu 2007 hugarfari.

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni