Agnar Kristján Þorsteinsson hefur bloggað árum saman um stjórnmál og önnur samfélagsmál undir bloggheitinu AK-72. Á milli þess gjóar hann augunum að kvikmyndum, sagnfræði og öðru því sem vekur áhuga hans hverju sinni.
Þann 28. september árið 2010 var þingsályktun samþykkt. Hún innihélt m.a. eftirfarandi orð: " Alþingi ályktar að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé vitnisburður um þróun íslensks efnahagslífs og samfélags undangenginna ára og telur mikilvægt að skýrslan verði höfð að leiðarljósi í framtíðinni. Alþingi ályktar að brýnt sé að starfshættir þingsins verði teknir til endurskoðunar. Mikilvægt sé að Alþingi verji og styrki...
Að draga skip í land
Eitt sinn þegar ég var að fara nývaknaður á kvöldvaktina í togararalli Hafró og gekk út um klefadyrnar þá stóð áhöfnin á ganginum haldandi á stórri taug út á dekk. Einn hásetinn sagði glottandi við mig þegar hann sá mig að ég væri í góðum málum og gæti bara slakað á yfir myndum í stað vinnu. Ég varð eitt stórt...
Hin kunnuglegu Hrun-viðbrögð við Samherjamálinu
Þegar embætti sérstaks saksóknara var stofnað eftir Hrun sem viðbrögð við réttlátri reiði almennings þá var Björn Bjarnason dómsmálaráðherra spurður af fjölmiðlum hvort þessar 50 milljónir sem embættinu var úthlutað væri ekki of lítið miðað við það sem blasti við öllum. Svar Björns Bjarnasonar var eitthvað á þá leið að sérstakur saksóknari þyrfti þá að biðja hann um meiri pening...
"Nauðbeygt"....held ekki
Bjarni Benediktson lét það út úr sér á þingi að ríkið væri nauðbeygt til að leggja á veggjöld í tengslum við fyrirspurn um vegjöld á höfuðborgarsvæðið. Ástæðuna sagði hann að ríkið hefði þurft að gefa eftir þrjá milljarða vegna rafbílavæðingar. Skoðum þessa þrjá milljarða í tengslum við nokkrar aðrar tekjur ríkisins. Veiðigjöldin eru lækkuð um fjóra milljarða á sama tíma...
Heimskuleg hugmynd Hildar
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ritaði í dag grein í Fréttablaðið þar sem hún setur fram frekar heimskulega hugmynd svo maður taki pent til orða um þetta nýjasta útspil úr ranni frjálshyggjunnar. Hún vill láta leggja niður mötuneyti opinberra starfsmanna sem eru miðsvæðis og neyða þá til þess að versla við einhver veitingahús í miðbænum svo hægt sé að auka...
Betri hugmynd handa Óla Birni
Það er greinilega kominn einhver herferð af stað um að sannfæra landann um að selja þurfi bankanna og veikja regluverkið í kringum þá líkt og sést í ritstjórnar- og markaðsgreinum Fréttablaðsins sem hefur tekið við hlutverki Morgunblaðsins í áróðursherferðum Sjálfstæðisflokksins. Einnig hefur slíkt heyrst frá undirsátum Bjarna Ben hjá Bankasýslunni og að sjálfsögðu þingmennirnir hans. Eitt nýjasta innleggið er gömul...
Raunin við að framkalla tár með ferðaþjónustunni
Ég er að reyna að fella tár vegna harmakveina grátkórs ferðaþjónustunnar. En það hefur reynst mér mjög erfitt. Ég get ekki fellt tár í meðvirkni með ferðaþjónustunni sem getur ekki boðið starfsfólki sínu mannsæmandi laun sem duga fyrir framfærslu. Ég get ekki fellt tár í meðvirkni með ferðaþjónustunni sem fer illa með erlent starfsfólk sitt, rænir af þeim launum og...
Tvöföldun launa bankastjóra Íslandsbanka frá 2017.
Ég sá bent á áhugaverða frétt á Fésbókinni um laun Birnu Einarsdóttir, bankastjóra Íslandsbanka. Fréttin var frá 2017 og var um úrskurð Kjararáðs þann 31. janúar sem hafði lækkað laun hennar um 40%. Laun hennar urðu þá rúmar 2 milljónir með yfirvinnu og álagi sem er vel í lagt fyrir bankastjórastarf. Nú kom svo fram í vikunni að
Hin síendurtekna hringekja græðginnar
Árið 2016 blossaði upp mikil reiði í samfélaginu vegna fregna af ofurbónusum sem átti að greiða stjórnendum þrotabúa gömlu bankanna. Þingmenn og margir fleiri stjórnmálamenn misstu sig af vandlætingu og fóru stórum orðum um að taka þyrfti á þessari græðgi bankamanna. Þar var m.a.s. hent fram af hálfu eins Framsóknarþingmanns sem tilheyrir Miðflokknum að skattleggja ætti þessa græðgi og sjálftöku...
Árið 10 eftir Hrun
Það er svo skrítið að finna fyrir þeirri tilfinningu á tíu ára afmæli Hrunsins að maður vilji segja allt sem maður man eftir um Hrunið og eftirmála þess en á sama tíma hugsa með sér hvort maður eigi að vera að segja nokkuð. En samt er einhver þörf til að skrifa einhverjar línur um þetta sem blundar í mann en...
Fullveldisfundarfíaskóið
Fullveldishátíðarfundur þingsins virðist stefna í það að verða nær fullkomið fíaskó. Heiðursgesturinn reynist vera rakinn rasisti sem er illræmd fyrir hatur sitt á innflytjendum, múslimum og öðrum þeim sem ekki tilheyra hinum hvíta hreinræktaða danska kynstofni. Eina ástæðan sem manni getur dottið til hugar að slíkri manneskju sé boðið til að færa alþingi fagnaðarboðskap sinn sé til að normalisera mannhatur...
Ljósmæður og Landsbankastjóri
Ljósmæður sem hafa verið nær samningslausar í ár, krefjast þess að laun þeirra verði leiðrétt í samræmi við menntun og aðrar heilbrigðisstéttir. Skilaboðin frá fjármálaráðherra og ríkisstjórn eru að þær ógni stöðugleikanum með gersamlega óraunhæfum kröfum, fjármálaráðherra neitar að ræða við þær og talar með fyrirlitningartón um þær sem einhvern ofurlaunahóp sem heimti bara alltaf meir á fundi hjá samtökum...
Ég krefst þess að alþingi biðjist afsökunar á....
Ég krefst þess að alþingi biðjist afsökunar á sjálftöku þingmanna eins og Ásmunds Friðrikssonar í gegnum tíðina og víki þeim af þingi. Ég krefst þess að alþingi biðjist afsökunar á því að hafa stórlaskað trúverðugleika Landsréttar þannig að traust til dómstólsins mun aldrei bíða þess bætur. Ég krefst þess að alþingi biðjist afsökunar á því að Sigríður Andersen sitji áfram...
Allt er þá þrennt er: fjölmiðlar og minnihlutaflokkurinn í Reykjavík
Inn um dyr borgarbúa á fimmtudaginn barst Morgunblaðið þeirra Davíðs Oddsonar, Eyþór Arnalds og útgerðarinnar í ókeypis dreifingu. Þar á forsíðunni var vitnað í grein inn í blaðinu sem Eyþór Arnalds hafði skrifað og var að hneykslast á því að fjöldi starfshópa hefði verið stofnaðir hjá borginni utan um einhver tiltekin verkefni. Það er reyndar skondið í ljósi þess að...
Bara ef það hentar þeim
Fyrir alþingiskosningar var hamast á því af hálfu Sjálfstæðismanna og fjölmiðlamanna þeirra að það væri algjörlega óásættanlegt að flokkar útilokuðu aðra flokka í kosningum. Svo kom að upphafi sveitastjórnarkosningabaráttunnar hjá Sjálfstæðisflokknum. Þar tilkynnti oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að hann myndi ekki vinna með Samfylkingunni ef hann kæmist í meirihluta. Nú ber svo við að það heyrist ekki múkk frá þeim...
Varnarmúrinn græni
Það er orðið flestum ljóst að Sigríði Andersen er ekki stætt lengur á ráðherrastól. Hæstaréttardómurinn í kjölfar geðþóttaræðis hennar í dómaramálum, skaðabótamálin í kjölfarið, ítrekuð dæmi þess að hún hafi hundsað ráðleggingar, ábendingar og athugasemdir frá embættismönnum, sérfræðingum, þingmönnum og fleirum sem bent hafa á það að hún stæði ekki vel að verki, eru það sterk rök fyrir því að...
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
5
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.