Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Að draga skip í land

Eitt sinn þegar ég var að fara nývaknaður á kvöldvaktina í togararalli Hafró og gekk út um klefadyrnar þá stóð áhöfnin á ganginum haldandi á stórri taug út á dekk. Einn hásetinn sagði glottandi við mig þegar hann sá mig að ég væri í góðum málum og gæti bara slakað á yfir myndum í stað vinnu. Ég varð eitt stórt spurningamerki og þá kom í ljós að loðnuflutningarskip var vélarvana og verið var að undirbúa að draga það í land.

Eftir að hafa matast og slíkt fór maður aðeins upp í brú þar sem maður sá línu skotið yfir til loðnuflutningaskipsins og byrjað var að græja hlutina. Spennan var áþreifanleg upp í brú og maður kom sér fljótlega niður í matsal til að flækjast ekki fyrir skipstjóranum og öðrum þeim sem þurftu að sinna þessu verki að reyna að koma vélarvana skipinu til hafnar

Svo leið kvöldið og nóttin þar sem menn spjölluðu eitthvað, menn gláptu á sjónvarpið, fleygðu sér í sófann og annað í þeim dúr. Allir voru samt að hugsa til skipsins sem verið var að draga og ef einhver kom ofan úr brúnni þá var yfirleitt spurt fregna. Einhvern tímann fór ég um nóttina upp í brú og þá var kominn snjókokma þannig að skyggnið var ekki upp á hið besta. Einn háseti benti út í kolniðamyrkrið og sagði við mig að áhöfnin um borð í loðnuflutingaskipinu sæti þar víst öll upp í brúnni í flotgöllum með heitt kaffi og kakó í ísköldu loðnuflutingaskipinu. Andrúmsloftið í brúnni okkar megin var þrungið spennu enda mannslíf í húfi og skipstjórinn greinilega stressaður en sallarólegur í öllum skipunum og framkomu. Að endingu var svo komið inn til hafnar og mönnum létti mikið um borð. Daginn eftir fór svo lífið í sinn vanagang og vinnan hélt áfram.

Mér er mikið búið að vera hugsað til þessarar upplifunar þessa daganna þegar maður sér til allskonar skyndisérfræðinga í læknavísindum hrópa yfir Internetið allskonar hlutum sem tromma upp hræðslu og vantrú á að fagmennirnir í læknavísindum séu að bregðast rétt við. Verstir eru þeir( sem virðast vonast eftir að sjá einhverja drastíska og öfgakennda hluti verða að raunverulegri framkvæmd líkt og það svali einhverri þörf þeirra fyrir að sjá ástandið verða að einhverskonar viðbrögðum við zombie apocalypse úr bíómyndum. Manni finnst líka eins og sumir fjölmiðlar séu líka að vonast eftir sem öfgakenndustum hlutum svo hægt sé að búa til enn fleiri æsispennandi smellifréttir í ástandi þar sem þörfin er meir á að upplýsingum sé rétt miðlað og ekki hjálpa til allskonar tækifærissinar í stjórnmálum og atvinnulífinu sem telja að eigi að nota tækifærið sér til framdráttar eða réttindasviptinga..

Þó það eigi ekki að hætta gagnrýnni hugsun á svona tímum og ekki eigi að loka augum fyrir því sem er rangt eða illa gert þá verðum við að treysta á það að fagfólkið í sóttvarnarmálum sé að reyna að gera sitt besta í stöðunni með sinni þekkingu. Ég veit allavega að að ef þetta lið sem er að tromma upp hræðslu, vantrú, vitleysu og öfga hefðu verið í brú skipsins sem dró loðnuflutingarskipið til hafnar þá hefði það flækst fyrir skipstjóranum í hverju skrefi, það hefði ekkert áunnist og líklegast hefði þetta endað með því að báðum skipum hefði verið sökkt sem þeirra lausn á verkefninu meðan öllum væri gert að svamla í land haldandi í einn björgunarhring.

Ekki hlusta á loddarana, ekki panika sama hvað og haldð haus í gegnum þetta allt saman.

Það virkar best.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Fernur eiga ekki framhaldslíf en hvað með sambandið mitt?
Alma Mjöll Ólafsdóttir
Pistill

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Fern­ur eiga ekki fram­halds­líf en hvað með sam­band­ið mitt?

Í eld­hús­inu safn­ast upp haug­ur af fern­um sem þarf að skola, flokka og setja í end­ur­vinnslutunnu, sem er oft­ar en ekki yf­ir­full, svo fern­urn­ar halda áfram að hlað­ast upp.
Gjörningaveisla í afmæli Kling & Bang
GagnrýniKling & Bang gjörningaveisla

Gjörn­inga­veisla í af­mæli Kling & Bang

Lista­manna­rekna galle­rí­ið Kling & Bang fagn­aði tutt­ugu ára starfsaf­mæli seint í síð­asta mán­uði og list­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir fjall­ar hér um gjörn­inga­veislu í til­efni þess.
Skatturinn samþykktur: Eigandi Arnarlax mótmælir
FréttirLaxeldi

Skatt­ur­inn sam­þykkt­ur: Eig­andi Arn­ar­lax mót­mæl­ir

Norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Salm­ar er ósátt við aukna skatt­lagn­ingu á grein­ina í Nor­egi. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur sagt að skatt­lagn­ing­in dragi úr mögu­leik­um á fjár­fest­ing­um í Nor­egi en geti auk­ið þær á Ís­landi.
„Ekkert að því að laun þingmanna hækki eins og annarra“
Fréttir

„Ekk­ert að því að laun þing­manna hækki eins og annarra“

Þing­menn segja að þeir eigi líkt og aðr­ir rétt á launa­hækk­un­um, en hækk­an­ir fram und­an séu óþarf­lega há­ar.
Dæmi um að rithöfundar fái 11 krónur fyrir streymi
Greining

Dæmi um að rit­höf­und­ar fái 11 krón­ur fyr­ir streymi

Breytt­ar neyslu­venj­ur les­enda hafa áhrif á við­kvæmt vist­kerfi bóka­út­gáfu á Ís­landi. Inn­koma Stor­ytel á mark­að­inn fyr­ir fimm ár­um hef­ur haft sitt að segja en marg­ir rit­höf­und­ar gagn­rýna tekjumód­el fyr­ir­tæk­is­ins og segja það hlunn­fara höf­unda. Á sama tíma hafa end­ur­greiðsl­ur til út­gef­anda haft áhrif og formað­ur RSÍ tel­ur að hún mætti gagn­ast höf­und­um bet­ur.
Að selja stolin reiðhjól er uppgripavinna
Skýring

Að selja stol­in reið­hjól er upp­gripa­vinna

Á síð­asta ári var til­kynnt um tugi þús­unda stol­inna reið­hjóla í Dan­mörku. Lög­regl­an tel­ur að raun­veru­leg tala stol­inna hjóla sé þó marg­falt hærri. Þjóf­arn­ir sækj­ast í aukn­um mæli eft­ir dýr­ari hjól­um, sem auð­velt er að selja og hafa af því góð­ar tekj­ur.
Garðrækt í safni í súld
Gagnrýni

Garð­rækt í safni í súld

Doktor Gunni rýn­ir í tvær plöt­ur ís­lenskra tón­list­ar­kvenna: How To Start a Garden með Nönnu og Muse­um með JF­DR.
Beinadalur
Hlaðvarp

Beinadal­ur

Níu þátta hlað­varps­serí­an Bo­ne valley, eða Beinadal­ur, fer með hlust­end­ur í rann­sókn­ar­leið­ang­ur í gegn­um mýr­ar og dómsali Flórída­rík­is í leit að sann­leik­an­um og rétt­læti fyr­ir Leo Schofield, sem var rang­lega dæmd­ur í lífs­tíð­ar­fang­elsi fyr­ir að hafa átt að bana eig­in­konu sinni, Michelle, ár­ið 1987.
Kærir Gísla til héraðssaksóknara og lætur kyrrsetja eignir
Fréttir

Kær­ir Gísla til hér­aðssak­sókn­ara og læt­ur kyrr­setja eign­ir

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Gísla Hjálm­týs­son­ar, fjár­fest­is og pró­fess­ors, hef­ur kært hann fyr­ir að hafa hald­ið eft­ir pen­ing­um vegna sölu fast­eigna sem þau áttu sam­an. Sam­hliða hef­ur hún far­ið fram á kyrr­setn­ingu eigna hans vegna kröfu upp á 233 millj­ón­ir króna, sem með­al ann­ars er til­kom­in vegna við­skipt­anna sem hún kær­ir.
„Kannski er þetta grænþvottur“
RannsóknFernurnar brenna

„Kannski er þetta græn­þvott­ur“

Best væri að fern­um væri safn­að sam­an í sér­söfn­un, eins og gert er með til dæm­is bjór- og gos­dós­ir. Það er hins veg­ar ekki gert. Sorpa hef­ur, í kjöl­far fyr­ir­spurna Heim­ild­ar­inn­ar um mál­ið, ver­ið að reyna að átta sig á því í næst­um eitt ár hversu stórt hlut­fall af fern­um fer raun­veru­lega í end­ur­vinnslu. Eng­in skýr svör hafa borist.
Litlar breytingar á áratug: Karlar stýra enn peningum á Íslandi
Úttekt

Litl­ar breyt­ing­ar á ára­tug: Karl­ar stýra enn pen­ing­um á Ís­landi

Lög um kynja­kvóta í stjórn­um ís­lenskra fyr­ir­tækja tóku gildi fyr­ir tíu ár­um síð­an. Í út­tekt sem Heim­ild­in hef­ur gert ár­lega á þeim ára­tug sem lið­inn er frá þeim tíma­mót­um kem­ur fram að hlut­fall kvenna sem stýra fjár­magni á Ís­landi hef­ur far­ið úr því að vera sjö pró­sent í að vera 14,7 pró­sent. Af 115 störf­um sem út­tekt­in nær til gegna kon­ur 17 en karl­ar 98.
Sif Sigmarsdóttir
Sif Sigmarsdóttir
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Af­neit­un hinna far­sælu

Ef Ris­hi Sunak hefði ekki klæðst ákveðn­um sokk­um á G7-fundi hefði draum­ur sokka­sala um vel­gengni ekki ræst. Það þarf stund­um heppni og góð sam­fé­lög með öfl­ug skatt­kerfi til að njóta far­sæld­ar.