Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Fullveldisfundarfíaskóið

Fullveldishátíðarfundur þingsins virðist stefna í það að verða nær fullkomið fíaskó.

Heiðursgesturinn reynist vera rakinn rasisti sem er illræmd fyrir hatur sitt á innflytjendum, múslimum og öðrum þeim sem ekki tilheyra hinum hvíta hreinræktaða danska kynstofni. Eina ástæðan sem manni getur dottið til hugar að slíkri manneskju sé boðið til að færa alþingi fagnaðarboðskap sinn sé til að normalisera mannhatur og fasískar skoðanir hennar og/eða til að heiðra þann kafla íslenskrar fullveldissögu þegar við hentum gyðingum úr landi en dekruðum svo við nasistana okkar þannig að þeir fengu fínar opinberar stöður eða var bjargað úr klóm Norðmanna með hótunum um stjórnarsambandsslit. Útlendingastofnun hefur reyndar að einhverju leyti reynt að halda upp á þann kafla fullveldsissögunnar með framferði sínu í ýmsum málum gagnvart flóttamönnum og hælisleitendum þannig að slík heiðrun á sögu framferðis Íslendinga gagnvart flóttamönnum er kannski óþörf af hálfu þingsins.

Svo er það nú fjárausturinn sem fer í að halda þennan fund fyrir fáein útvalin snobbhænsnin sem þykir gaman að halda veislur í nafni þjóðarinnar sem fær ekki heimboð á þennan fund frekar en ýmislegt annað. Það hefur komið í ljós að fundurinn mun kosta um 80 milljónir hið minnsta til viðbótar við 30 milljón króna bókaútgáfu í tilefni fundarins sem hefur valdið miklum titringi. Bókaútgáfan var reyndar svolítið í anda alls þess sem hefur valdið minnkandi áliti á stjórnmálum: útgefendur valdir með geðþótta og að öllum líkindum mun kostnaðurinn verða mun meiri þegar yfir lýkur eða þrefaldur það sem lagt var upp með. Kostnaðurinn við fundinn og bókaútgáfuna yrði allavega 110 milljónir en efri kostnaðartalan gæti þá orðið um 170 milljónir sem svo merkilega vill til er sú tala sem kröfur ljósmæðra eru sagðar kosta ríkið sem segist ekki hafa efni á slíkri launahækkun ljósmæðra.

Prjálið kostar jú sitt, ljósmæður þurfa bara að vera duglegri við að skilja það.

Þessu til viðbótar þá er tímasetningin algjörlega út úr kú vegna verkfallsaðgerða ljósmæðra. Þetta er það sem brennur hvað mest á fólki þessa daganna og ef dugur væri í þinginu þá væri það að nota þennan fund til að grípa framfyrir hendurnar á fjármálaráðherra og fjármálaráðuneytinu sem virðist vera vísvítandi að skapa þetta ástand til að skaða heilbrigðiskerfið sem mest í þágu hinna villtu frjálshyggjudrauma Sjálfstæðisflokksins um einkavæðingu heilbrigðisgeirans yfir í albanískt kerfi sem góðir Sjálfstæðismenn úr Garðabænum munu fitna vel á.

Svo eru það fundarefnin sem eru gjafir til íslensku þjóðarinnar sem hún borgar sjálf fyrir. Landanum er ekkert efst í huga smíði nýs rannsóknaskips þó það sé nauðsynjaverk sem hefði átt að framkvæma fyrir fjölmörgum árum síðan. Það er líka ákveðin hræsnislykt af þessari gjöf af hálfu þingsins sem hafði skorið svo niður árum saman fjármagn til Hafró að stofnunin gat varla sinnt lögboðnu hlutverki sínu og þurfti að leggja öðru rannsóknaskipinu um tíma vegna fjárskorts. Manni finnst því líklegt að síðar meir verði ekki tryggt fjármagn til rekstur skipsins ef maður þekkir þingið rétt heldur verði Hafró gert að leigja út rannsóknaskipin enn frekar en hefur verið gert og látið sæta niðurskurði á fjárlögum.

Hin gjöfin sem er Barnamenningarsjóður er örugglega fínasta framtak og gott verk en samt er ákveðið óbragð þingsins af þeirri gjöf. Óbragðið felst í því að þjóðin þarf að horfa upp á fólk eins og Brynjar Níelsson og aðra þá þingmenn sem hömuðust gegn fórnarlömbum barnaníðinga fyrir ári síðan láta eins og þeim sé annt um börn og það í miðri ljósmæðradeilunni sem snýst um eðlieg laun handa þeirri stétt sem gerir sitt besta til að tryggja að öll börn nái að fæðast eðlilega inn í þennan heim. Fyrir og eftir þennan fund munu svo þingmenn stjórnarinnar skammast út í ljósmæður, halda hlífisskildi yfir  embættismenn sem hafa gripið inn í barnaverndarmál og forræðisdeilur með óeðlilegum hætti  og ekki einu sinni skammast sín fyrir að láta sem að yfirhylming þingmanna, ráðherra og embættismanna með barnaníðingum sé smámál líkt og var frasi slíks fólks ef fólk má kalla, í málum uppreistrar æru barnaperra Sjálfstæðisflokksins.

Fundarefni voru því augljóslega valin með því að finna sem minnsta samnefnara í dagskrárefni sem hægt væri að mynda smáfrið um opinberlega eða allavega fram að veisluhöldum um kvöldið. Það var því í báðum tilfellum valið eitthvað sem hefði getað verið tekið fyrir í tengslum við fjárlög og fjármálaáætlanir hvaða ríkisstjórnar sem er en ekki sem eitthvað stórfenglegt sem kallað hefur verið eftir árum saman af hálfu almennings en þingið aldrei náð að koma í framkvæmd.

Eitthvað slíkt gæti t.d. samþykkt þjóðlindarákvæðis í stjórnarskrá eða afsal afskipta þingsins af stjórnarskrárgerð til þjóðarinnar sem hefur ekki enn fengið fyrstu íslensku stjórnarskránna sem þingið berst hart gegn. Við sitjum enn uppi með danska yfirstéttardraslið sem kóngurinn gaf okkur og varla hægt að kalla okkur fullvalda hvað þá sjálfstæða þjóð meðan við sem þjóð höfum ekki einu sinni getað sett okkur eigin stjórnarskrá vegna andstöðu yfirstéttarþingmanna og kvótagreifa við það að pöpullinn hafi eitthvað að segja.

Manni finnst því orðið nokkuð gefið að þessi fullveldisfundur þingsins sé orðin að nær fullkomnu fíaskó sem hver þingmaður með sómakennd ætti að afboða sig á. Hugsanlega á þessi fundur eftir að verða háðungin ein í sögulegu yfirliti ( eða allavega í skaupinu) í ljósi taktleysis og skertrar veruleikaskynjunar þingsins þegar kemur að umhverfinu utan víggirðingar þeirrar sem hefur hindrað aðgengi almennings að alþingi lengi vel. Það er líka mjög sérstakt að vera að halda upp á 100 ára afmæli viðburðar sem hefur ekki einu sinni fengið almennan frídag líkt og sumardagurinn fyrsti og fæstir tengja nokkuð við í dag líkt og afmæli Hannesar Hafsteins sem var haldið upp á með yfirstéttarsamkundu hér um árið.

Svo er spurningin hvort þetta sé það sem koma skal þegar danska drollan mætir í afmælið sjálft þann fyrsta desember því ríkisstjórnin mun allavega reyna að þrauka þar til svo hægt sé að skreyta stofuna með ljósmyndum af sér með aðalsbornu hirðfólki. Ég ætla allavega að spá því að beina útsendingin úr því snobbhófi gæti orðið eins og óþægilegustu Klovn-brandararnir.

Við eigum þá vonandi eftir að hlæja duglega fyrir allan peninginn.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Volaða land
Bíó Tvíó#239

Volaða land

Í síð­asta þætti Bíó Tvíó í bili ræða Andrea og Stein­dór kvik­mynd Hlyns Pálma­son­ar frá 2022, Volaða land. Fleiri þætt­ir eru í boði á Pat­reon síðu Bón­us Tvíó: www.pat­reon.com/biot­vio
Þroskahjálp: Rafbyssuvæðing lögreglunnar „hrollvekjandi tilhugsun“
FréttirRafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroska­hjálp: Raf­byssu­væð­ing lög­regl­unn­ar „hroll­vekj­andi til­hugs­un“

Sér­fræð­ing­ur og fram­kvæmda­stjóri hjá Þroska­hjálp segja að sam­tök­in hafi áhyggj­ur af raf­byssu­væð­ingu lög­regl­unn­ar. Þroska­hjálp hef­ur fund­að með embætti rík­is­lög­reglu­stjóra vegna þessa. Ástæð­an er sú að lög­regl­an hafi ekki nægi­lega þekk­ingu á stöðu fólks með fötl­un sem hún kann að þurfa að hafa af­skipti af.
Kjartan hættir sem stjórnarformaður
FréttirLaxeldi

Kjart­an hætt­ir sem stjórn­ar­formað­ur

Kjart­an Ólafs­son er hætt­ur sem stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax eft­ir að hafa leitt fé­lag­ið um ára­bil. Stofn­andi stærsta hlut­hafa Arn­ar­lax, Gustav Witzoe, kem­ur inn í stjórn­ina.
Hækkanir á afborgunum valda magaverk
Fréttir

Hækk­an­ir á af­borg­un­um valda maga­verk

Af­borg­an­ir á hús­næð­is­láni sex manna fjöl­skyldu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa hækk­að um 116 þús­und krón­ur á 18 mán­uð­um. Fjöl­skyld­an hef­ur þurft að ganga á sparn­að til að ráða við reglu­leg út­gjöld og er nú í því ferli að breyta lán­inu úr óverð­tryggðu í verð­tryggt til að ráða við af­borg­an­irn­ar.
„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
Fréttir

„Ég hef ekki einu sinni feng­ið boð í at­vinnu­við­töl“

Rafa­ela Georgs­dótt­ir hef­ur um langt skeið leit­að að störf­um þar sem mennt­un henn­ar gæti nýst en án ár­ang­urs. Rafa­ela er mennt­að­ur lög­fræð­ing­ur frá Bras­il­íu með sér­hæf­ingu í um­hverf­is­vernd.
Hvað kostar lítri af mjólk?
Fréttir

Hvað kost­ar lítri af mjólk?

Þing­menn þjóð­ar­inn­ar gisk­uðu á verð á ein­um lítra af mjólk og svör­uðu öðr­um spurn­ing­um um verð­til­finn­ingu sína.
Hvalveiðar Kristjáns sem djúpleikur
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillHvalveiðar

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Hval­veið­ar Kristjáns sem djúp­leik­ur

Hval­veið­ar Kristjáns Lofts­son­ar snú­ast um ann­að og meira en pen­inga þar sem þær eru órök­rétt­ar út frá fjár­hags­legu sjón­ar­miði. Mann­fræð­ing­ur­inn Clifford Greetz rann­sak­aði hana­at á Balí fyr­ir meira en hálfri öld en þar má finna skýr­ing­ar sem geta hjálp­að til við að skilja ástríðu Kristjáns fyr­ir hval­veið­um.
Verðbólgan er meira hagnaðar- en launadrifin
Stefán Ólafsson
Aðsent

Stefán Ólafsson

Verð­bólg­an er meira hagn­að­ar- en launa­drif­in

Það er beint sam­band milli auk­ins hlut­ar fyr­ir­tækja af þjóð­ar­kök­unni og auk­inn­ar verð­bólgu, en nei­kvætt sam­band milli hlut­ar launa­fólks og verð­bólgu.
Ísland situr á vannýttum mannauði meðal innflytjenda
Fréttir

Ís­land sit­ur á vannýtt­um mannauði með­al inn­flytj­enda

Hlut­fall inn­flytj­enda sem lok­ið hafa há­skóla­námi er nærri því tvö­falt á við inn­fædda Ís­lend­inga með­al fé­lags­manna í að­ild­ar­fé­lög­um ASÍ og BSRB. Rann­sókn­ir sýna að inn­flytj­end­ur, einkum kon­ur, eru oft og tíð­um of­mennt­að­ar fyr­ir þau störf sem þær sinna.
Bensínverð það sama og fyrir ári en hlutur olíufélaga hefur tvöfaldast
Greining

Bens­ín­verð það sama og fyr­ir ári en hlut­ur olíu­fé­laga hef­ur tvö­fald­ast

Við­mið­un­ar­verð á bens­ín­lítra er tæp­lega 308 krón­ur nú en var 307 krón­ur fyr­ir ári. Í maí í fyrra tóku olíu­fé­lög­in sem selja Ís­lend­ing­um bens­ín 31,24 krón­ur af hverj­um seld­um lítra. Nú taka þau 62,67 krón­ur af hverj­um seld­um lítra.
Friður hins heilaga refs?
Flækjusagan

Frið­ur hins heil­aga refs?

Hefðu Bret­ar átt að semja frið við Hitler ár­ið 1940 til að koma í veg fyr­ir frek­ara mann­fall?
Vald óttans – og virði friðsemdar
Þorvaldur Örn Árnason
Aðsent

Þorvaldur Örn Árnason

Vald ótt­ans – og virði frið­semd­ar

Lýð­ræði, rétt­ar­ríki og mann­rétt­indi – gott og bless­að. Evr­ópu­ráð­ið stend­ur vörð um það. Vest­ræn ríki stæra sig af þessu – en eru samt á valdi ótt­ans.