Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Heimskuleg hugmynd Hildar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ritaði í dag grein í Fréttablaðið þar sem hún setur fram frekar heimskulega hugmynd svo maður taki pent til orða um þetta nýjasta útspil úr ranni frjálshyggjunnar.

Hún vill láta leggja niður mötuneyti opinberra starfsmanna sem eru miðsvæðis og neyða þá til þess að versla við einhver veitingahús í miðbænum svo hægt sé að auka tekjur þeirra. Ástæðan sem er gefin upp fyrir þessu er sú að örfá veitingahús af þeim fjölmörgu sem eru miðsvæðis hafa lokað. Velflestir staðir þar ganga ágætlega, aðilar sem hafa lokað hafa m.a. kvartð undan of mikilli samkeppni og það er heldur ekki ný saga heldur hreinlega ansi gömul að veitingahús loki og oftast nær opnar annað í staðinn einhverju síðar, jafnvel af sömu rekstraraðilum á nýrri kennitölu „the Icelandic way“.

Þetta eitt gerir þessa hugmynd strax arfavitlausa en það er hreinlega svo margt til viðbótar sem gerir þessa tillögu enn heimkulegri fyrir vikið.

Fyrir það fyrsta þá til að hugmyndin gengi upp í ljósi þess að Hildur talar um í grein sinni að starfsmenn beri ekki tjón af þessu þá þyrfti að færa hana inn í kjarasamningaviðræður. Fæðispeningur og mötuneytismatur telst nefnilega til starfskjara bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Veitingahúsamatur er yfirleitt líka mun dýrari heldur mötuneytismatur og þetta myndi því hafa aukinn kostnað í för með sér fyrir ríki og borg. Að auki þyrftu laun opinberra starsmanna að hækka talsvert ef ætlunin er að margir þeirra geti leyft sér að borða úti í hverju hádegi án þess að heimilisbuddan finndi fyrir því. Það er frekar hæpið að kjör þeirra yrðu bætt, sérstaklega í ljósi þess að það bólar lítið á því að laun og önnur kjör í opinbera geiranum verði jafngóð almenna markaðnum í framhaldi af jöfnun lífeyrisréttinda.

Það er líka vandséð hvernig veitingahús eiga að fara að því að hafa alltaf frátekin borð fyrir þessi mörg hundruð manns sem ætlað er að versla við þau á ákveðnum tíma. Það er nefnilega grunnskilyrði til að þetta gangi upp að nægilegt borðapláss sé til staðar fyrir fólk og ég held nú að flest veitingahús séu ekki tilbúinn til þess að binda upp á von og óvon að t.d. helmingur staðarins sé frátekin fyrir fólk mili 11:30 til 13:30 sem er ekkert víst að komi í mat til þeirra sem nota bene þarf að vera framreiddur mjög fljótt, vera fjölbreyttur og helst tilbún þegar fólk kemur svo örtröðin myndi nú hreyfast. Þess til viðbótar er ekki hægt að neyða fólk til þess að versla við veitingahús frekar en það vill né afhenda veitingahúsi áskrift að hluta tekna fólks á móti þeirra vilja.  Slíkt væri einnig ávísun á kurr og verri starfsanda til viðbótar við óvild gagnvart veitingastaðnum.

Svo er þetta nú heldur ekki beint framleiðniaukandi fyrir vinnustaðina að missa starfsfólkið út fyrir vinnuumhverfið dags daglega. Í grunninn þá lengir þetta alla matartíma þar sem fólk þarf aukinn tíma til að komast til og frá á staðinn, það þarf að bíða eftir sæti og mat, það þarf að gefa sér tíma til að borða hann og já, það tekur svo sinn tíma að komast í gírinn aftur þegar á vinnustaðinn er komið. Þetta tekur líka einnig í burt stóran hluta félagslegra og vinnutengdra samskipta sem eiga sér oft stað í mötuneytum um hina og þessa hluti á milli starfsmanna mismunandi deilda. Ef aftur á móti mótsvarið til að sporna við þessu er að hinir sérvöldu veitingastaðir eigi að koma með matinn eða hann sé sóttur til þeirra þá er þetta komið út í það einfaldlega að vera nokkuð óbreytt fyrirkomulag en með meiri tilkostnaði og óhagkvæmari nýtingu á peningum skattborgaranna.

Nokkuð sem Sjálfstæðismenn eru reyndar alltaf að væna núverandi meirihluta um að fara illa með.

Síðan er nú það eitt til viðbótar að fjölmargar opinberar stofnanir eru með mötuneyti sem utanaðkomandi aðili rekur. Oftast er um að ræða fyrirtæki sem sérhæfir sig í mötuneytis- og bakkamat. Með þessari hugmynd Hildar er verið að taka af þeim tekjur sem þarf að bæta þeim upp á einhvern hátt. Á kannski að neyða leikskóla og grunnskóla í úthverfum til að versla af þeim í staðinn? Eða eitthvað í svipuðum dúr til að redda þessum fyrirtækjum? Og hvernig er þá með veitingastaði og matsölur annars staðar í borginni? Á ekkert að gæta jafnræðis gagnvart þeim?

En svo er það nú einnig að þessi hugmynd er svo í mikilli andstöðu við þeirri dólgafrjálshyggju dauðans sem Sjálfstæðismenn aðhyllast. Þarna er verið að tala um að hið opinbera fari að stýra neyslu fólks inn á mjög virkum samkeppnismarkaði og í einhverskonar „byggðastefnu“ til útvalins hóps fyrirtækja meðan á öðrum vígstöðvum segja Sjálfstæðismenn að markaðurinn sé bestur í að leysa málin sjálfur. Þetta væri fyndið i fáránleika frjálshyggjunar ef þetta væri einhverskonar Yes, minister þáttur en í raunveruleikanum er þetta einfaldlega heimskuleg hugmynd og popúlískur pilsfaldakapítalismi í dulargervi sem á hvorki að neyða opinbera starfsmenn eða stofnanir til að fjármagna.

Nóg er nú þegar verið að borga fyrir allskonar önnur frjálshyggjuflipp Sjálfstæðisflokksins.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Fernur eiga ekki framhaldslíf en hvað með sambandið mitt?
Alma Mjöll Ólafsdóttir
Pistill

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Fern­ur eiga ekki fram­halds­líf en hvað með sam­band­ið mitt?

Í eld­hús­inu safn­ast upp haug­ur af fern­um sem þarf að skola, flokka og setja í end­ur­vinnslutunnu, sem er oft­ar en ekki yf­ir­full, svo fern­urn­ar halda áfram að hlað­ast upp.
Gjörningaveisla í afmæli Kling & Bang
GagnrýniKling & Bang gjörningaveisla

Gjörn­inga­veisla í af­mæli Kling & Bang

Lista­manna­rekna galle­rí­ið Kling & Bang fagn­aði tutt­ugu ára starfsaf­mæli seint í síð­asta mán­uði og list­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir fjall­ar hér um gjörn­inga­veislu í til­efni þess.
Skatturinn samþykktur: Eigandi Arnarlax mótmælir
FréttirLaxeldi

Skatt­ur­inn sam­þykkt­ur: Eig­andi Arn­ar­lax mót­mæl­ir

Norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Salm­ar er ósátt við aukna skatt­lagn­ingu á grein­ina í Nor­egi. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur sagt að skatt­lagn­ing­in dragi úr mögu­leik­um á fjár­fest­ing­um í Nor­egi en geti auk­ið þær á Ís­landi.
„Ekkert að því að laun þingmanna hækki eins og annarra“
Fréttir

„Ekk­ert að því að laun þing­manna hækki eins og annarra“

Þing­menn segja að þeir eigi líkt og aðr­ir rétt á launa­hækk­un­um, en hækk­an­ir fram und­an séu óþarf­lega há­ar.
Dæmi um að rithöfundar fái 11 krónur fyrir streymi
Greining

Dæmi um að rit­höf­und­ar fái 11 krón­ur fyr­ir streymi

Breytt­ar neyslu­venj­ur les­enda hafa áhrif á við­kvæmt vist­kerfi bóka­út­gáfu á Ís­landi. Inn­koma Stor­ytel á mark­að­inn fyr­ir fimm ár­um hef­ur haft sitt að segja en marg­ir rit­höf­und­ar gagn­rýna tekjumód­el fyr­ir­tæk­is­ins og segja það hlunn­fara höf­unda. Á sama tíma hafa end­ur­greiðsl­ur til út­gef­anda haft áhrif og formað­ur RSÍ tel­ur að hún mætti gagn­ast höf­und­um bet­ur.
Að selja stolin reiðhjól er uppgripavinna
Skýring

Að selja stol­in reið­hjól er upp­gripa­vinna

Á síð­asta ári var til­kynnt um tugi þús­unda stol­inna reið­hjóla í Dan­mörku. Lög­regl­an tel­ur að raun­veru­leg tala stol­inna hjóla sé þó marg­falt hærri. Þjóf­arn­ir sækj­ast í aukn­um mæli eft­ir dýr­ari hjól­um, sem auð­velt er að selja og hafa af því góð­ar tekj­ur.
Garðrækt í safni í súld
Gagnrýni

Garð­rækt í safni í súld

Doktor Gunni rýn­ir í tvær plöt­ur ís­lenskra tón­list­ar­kvenna: How To Start a Garden með Nönnu og Muse­um með JF­DR.
Beinadalur
Hlaðvarp

Beinadal­ur

Níu þátta hlað­varps­serí­an Bo­ne valley, eða Beinadal­ur, fer með hlust­end­ur í rann­sókn­ar­leið­ang­ur í gegn­um mýr­ar og dómsali Flórída­rík­is í leit að sann­leik­an­um og rétt­læti fyr­ir Leo Schofield, sem var rang­lega dæmd­ur í lífs­tíð­ar­fang­elsi fyr­ir að hafa átt að bana eig­in­konu sinni, Michelle, ár­ið 1987.
Kærir Gísla til héraðssaksóknara og lætur kyrrsetja eignir
Fréttir

Kær­ir Gísla til hér­aðssak­sókn­ara og læt­ur kyrr­setja eign­ir

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Gísla Hjálm­týs­son­ar, fjár­fest­is og pró­fess­ors, hef­ur kært hann fyr­ir að hafa hald­ið eft­ir pen­ing­um vegna sölu fast­eigna sem þau áttu sam­an. Sam­hliða hef­ur hún far­ið fram á kyrr­setn­ingu eigna hans vegna kröfu upp á 233 millj­ón­ir króna, sem með­al ann­ars er til­kom­in vegna við­skipt­anna sem hún kær­ir.
„Kannski er þetta grænþvottur“
RannsóknFernurnar brenna

„Kannski er þetta græn­þvott­ur“

Best væri að fern­um væri safn­að sam­an í sér­söfn­un, eins og gert er með til dæm­is bjór- og gos­dós­ir. Það er hins veg­ar ekki gert. Sorpa hef­ur, í kjöl­far fyr­ir­spurna Heim­ild­ar­inn­ar um mál­ið, ver­ið að reyna að átta sig á því í næst­um eitt ár hversu stórt hlut­fall af fern­um fer raun­veru­lega í end­ur­vinnslu. Eng­in skýr svör hafa borist.
Litlar breytingar á áratug: Karlar stýra enn peningum á Íslandi
Úttekt

Litl­ar breyt­ing­ar á ára­tug: Karl­ar stýra enn pen­ing­um á Ís­landi

Lög um kynja­kvóta í stjórn­um ís­lenskra fyr­ir­tækja tóku gildi fyr­ir tíu ár­um síð­an. Í út­tekt sem Heim­ild­in hef­ur gert ár­lega á þeim ára­tug sem lið­inn er frá þeim tíma­mót­um kem­ur fram að hlut­fall kvenna sem stýra fjár­magni á Ís­landi hef­ur far­ið úr því að vera sjö pró­sent í að vera 14,7 pró­sent. Af 115 störf­um sem út­tekt­in nær til gegna kon­ur 17 en karl­ar 98.
Sif Sigmarsdóttir
Sif Sigmarsdóttir
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Af­neit­un hinna far­sælu

Ef Ris­hi Sunak hefði ekki klæðst ákveðn­um sokk­um á G7-fundi hefði draum­ur sokka­sala um vel­gengni ekki ræst. Það þarf stund­um heppni og góð sam­fé­lög með öfl­ug skatt­kerfi til að njóta far­sæld­ar.