Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Betri hugmynd handa Óla Birni

Það er greinilega kominn einhver herferð af stað um að sannfæra landann um að selja þurfi bankanna  og veikja regluverkið í kringum þá líkt og sést í ritstjórnar- og markaðsgreinum Fréttablaðsins sem hefur tekið við hlutverki Morgunblaðsins í áróðursherferðum Sjálfstæðisflokksins.  Einnig hefur slíkt heyrst frá undirsátum Bjarna Ben hjá Bankasýslunni og að sjálfsögðu þingmennirnir hans.

Eitt nýjasta innleggið er gömul tugga framreidd sem ný hugmynd frá Óla Birni Kárasyni þar sem hann stingur upp á því að þjóðin verði gerð að kapitalistum með því að hún fái að eignast 20% í ríkisbönkunum tveimur sem hún á þegar að öllu í gegnum ríkið. Það er látið sem það sé einhver stórkostleg gjöf að þjóðin fái að eignast hlutabréf í bönkum sem þjóðin á nú þegar í gegnum ríkið og allir eigi að verða ríkir á því.

Það er nú það stuff frá Hruni að við ættum flest að muna hvernig fer fyrir hlutabréfum þar sem „kjölfestufjárfestar“ fá að eignast á hinum „frjálsa“ markaði þar sem og hverjir það eru sem tapa. Stóru aðilarnir sem er búið að makka um í bakherberbergjum að megi eignast hlut í bönkunum: Samherji, aðrir kvótagreifar, Engeyingar og álíka góðir Sjálfstæðismenn munu skipta bönkunum á milli sín og svo þynna þessi 20% út með einhverjum hætti þannig að þetta verður orðið rýrt í roðinu. Líklegast yrði „20% þjóðargjöfin“ svo keypt upp á gjafverði af þeim eigendum sem njóta velvildar flokksins og svo hækkað að nýju verði með vafningum  hins „frjálsa“ markaðar og svo einhverjir nýir Sjóðir 9 látnir kaupa bréfin aftur á uppsprengdu verði með sparnaði landans sem situr svo aftur eftir með sárt ennið þegar allt hrynur.

Eins og það sé ekki nægilega góð röksemd fyrir því af hverju við ættum ekki að selja bankanna þá hefur lítið verið gert til þess að taka á þeim þjóðinni til heilla, áhættufíkn bankabónusa er enn til staðar og ofurlaun hinna ábyrgðarlausu einnig, Fjármálaeftirlitið er enn veikt og veikist líklegast enn frekar þegar það fer undir Seðlabankann, bönkunum hefur ekki verið skipt upp í viðskiptabanka og fjárfestingabanka hvað þá að þeir hafi verið gerðir að samfélagsbönkum,  og margt fleira í þeim dúr.

Ef aftur á móti það ætti að selja eitthvað af bönkunum þá ætti að selja fjárfestingabankastarfsemina eingöngu út úr bönkunum og eftir að búið er að herða lög, viðurlög við brotum, koma í veg að leikendur Hrunsins allt frá Engeyingum til S-hópsins geti eignast hlut í bönkum og gera fjármálaeftirlit það sterkt að bankamenn sofa ekki á næturnar af ótta við að það finnist kusk á lyklaborðinu. Til viðbótar er algjör nauðsyn að vera búið verði stöðva fjárfestingar skálkaskjólsfyrirtækja sem eru staðsett t.d. á Tortóla, Kýpur, Lúxemborg og Panama sem notuð eru fyrir peningaþvætti, skattsvik og fleiri hefðbundna viðskiptahætti íslensks viðskiptalífs sem ásælist nú bankanna.

Engar af þessum nauðsynlegu aðgerðum er samt líklegt að verði að veruleika undir hægristjórn og því nokkuð ljóst að einkavinavæðing bankanna er biluð endurtekning sögunnar á því ferli sem leiddi til Hrunsins og með sömu leikmönnum sem munu haga sér alveg eins.

Sama og þegið, Sjálfstæðisflokkur.

Þjóðin hefur bara ekki efni á þeirri hugmynd að verða „kapitalistar“ sem þurfa svo að borga brúsann aftur eftir að flokksjöfrar ykkar hafa rænt bankanna að innan.

En aftur á móti ef þessi markaðsetningarhugmynd Óla Björns um að þjóðin fái beinan ráðstöfunarrétt yfir eigum sínum þykir hljóma vel þá er ég með miklu betri hugmynd um útfærslu heldur en að deila stóráhættusömum hlutabréfum niður á landsmenn

Það mætti gera þetta með kvótann.

Á hverju ári yrði öllum fiskveiðiheimildum skipt jafnt á mili landsmanna sem eiga allir saman fiskveiðiauðlindana og þeir mættu ráða því sjálfir hvort þeir nýttu hann sjálfir eða leigðu nýtingarréttinn áfram til sjávarútvegsfyrirtækja sem þyrftu að greiða þá markaðsverð fyrir þá leigu.

Það yrði allavega hið minnsta skárra fyrirkomulag heldur en það óheilbrigða ástand að stórkvótagreifarnir geti stórgrætt á því að framleigja úthlutuðum kvóta á okurverði til minni útgerða í stað þess að vera með kvóta fyrir eingöngu því sem þeir raunverulega veiða.

En einhvern veginn efast ég um að sama kapítalista-markaðshugmynd Óla Björns um kvótaúthlutun myndi fá hljómgrunn meðal flokksdrottnara hans sem myndu æfir stimpla þessa hugmynd sem argasta kommúnsima.

Þjóðin er nefnilega ekki „réttu kapitalistarnir“ þegar kemur að því að hagnast á fiskveiðiauðlindinni.

Aðeins hinir fáu flokksdrottnarar mega það.

Líkt og mun gerast með einkavinavæddu bankanna.

Fram að næsta frjálshyggjugerða Hruni.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Fernur eiga ekki framhaldslíf en hvað með sambandið mitt?
Alma Mjöll Ólafsdóttir
Pistill

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Fern­ur eiga ekki fram­halds­líf en hvað með sam­band­ið mitt?

Í eld­hús­inu safn­ast upp haug­ur af fern­um sem þarf að skola, flokka og setja í end­ur­vinnslutunnu, sem er oft­ar en ekki yf­ir­full, svo fern­urn­ar halda áfram að hlað­ast upp.
Gjörningaveisla í afmæli Kling & Bang
GagnrýniKling & Bang gjörningaveisla

Gjörn­inga­veisla í af­mæli Kling & Bang

Lista­manna­rekna galle­rí­ið Kling & Bang fagn­aði tutt­ugu ára starfsaf­mæli seint í síð­asta mán­uði og list­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir fjall­ar hér um gjörn­inga­veislu í til­efni þess.
Skatturinn samþykktur: Eigandi Arnarlax mótmælir
FréttirLaxeldi

Skatt­ur­inn sam­þykkt­ur: Eig­andi Arn­ar­lax mót­mæl­ir

Norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Salm­ar er ósátt við aukna skatt­lagn­ingu á grein­ina í Nor­egi. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur sagt að skatt­lagn­ing­in dragi úr mögu­leik­um á fjár­fest­ing­um í Nor­egi en geti auk­ið þær á Ís­landi.
„Ekkert að því að laun þingmanna hækki eins og annarra“
Fréttir

„Ekk­ert að því að laun þing­manna hækki eins og annarra“

Þing­menn segja að þeir eigi líkt og aðr­ir rétt á launa­hækk­un­um, en hækk­an­ir fram und­an séu óþarf­lega há­ar.
Dæmi um að rithöfundar fái 11 krónur fyrir streymi
Greining

Dæmi um að rit­höf­und­ar fái 11 krón­ur fyr­ir streymi

Breytt­ar neyslu­venj­ur les­enda hafa áhrif á við­kvæmt vist­kerfi bóka­út­gáfu á Ís­landi. Inn­koma Stor­ytel á mark­að­inn fyr­ir fimm ár­um hef­ur haft sitt að segja en marg­ir rit­höf­und­ar gagn­rýna tekjumód­el fyr­ir­tæk­is­ins og segja það hlunn­fara höf­unda. Á sama tíma hafa end­ur­greiðsl­ur til út­gef­anda haft áhrif og formað­ur RSÍ tel­ur að hún mætti gagn­ast höf­und­um bet­ur.
Að selja stolin reiðhjól er uppgripavinna
Skýring

Að selja stol­in reið­hjól er upp­gripa­vinna

Á síð­asta ári var til­kynnt um tugi þús­unda stol­inna reið­hjóla í Dan­mörku. Lög­regl­an tel­ur að raun­veru­leg tala stol­inna hjóla sé þó marg­falt hærri. Þjóf­arn­ir sækj­ast í aukn­um mæli eft­ir dýr­ari hjól­um, sem auð­velt er að selja og hafa af því góð­ar tekj­ur.
Garðrækt í safni í súld
Gagnrýni

Garð­rækt í safni í súld

Doktor Gunni rýn­ir í tvær plöt­ur ís­lenskra tón­list­ar­kvenna: How To Start a Garden með Nönnu og Muse­um með JF­DR.
Beinadalur
Hlaðvarp

Beinadal­ur

Níu þátta hlað­varps­serí­an Bo­ne valley, eða Beinadal­ur, fer með hlust­end­ur í rann­sókn­ar­leið­ang­ur í gegn­um mýr­ar og dómsali Flórída­rík­is í leit að sann­leik­an­um og rétt­læti fyr­ir Leo Schofield, sem var rang­lega dæmd­ur í lífs­tíð­ar­fang­elsi fyr­ir að hafa átt að bana eig­in­konu sinni, Michelle, ár­ið 1987.
Kærir Gísla til héraðssaksóknara og lætur kyrrsetja eignir
Fréttir

Kær­ir Gísla til hér­aðssak­sókn­ara og læt­ur kyrr­setja eign­ir

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Gísla Hjálm­týs­son­ar, fjár­fest­is og pró­fess­ors, hef­ur kært hann fyr­ir að hafa hald­ið eft­ir pen­ing­um vegna sölu fast­eigna sem þau áttu sam­an. Sam­hliða hef­ur hún far­ið fram á kyrr­setn­ingu eigna hans vegna kröfu upp á 233 millj­ón­ir króna, sem með­al ann­ars er til­kom­in vegna við­skipt­anna sem hún kær­ir.
„Kannski er þetta grænþvottur“
RannsóknFernurnar brenna

„Kannski er þetta græn­þvott­ur“

Best væri að fern­um væri safn­að sam­an í sér­söfn­un, eins og gert er með til dæm­is bjór- og gos­dós­ir. Það er hins veg­ar ekki gert. Sorpa hef­ur, í kjöl­far fyr­ir­spurna Heim­ild­ar­inn­ar um mál­ið, ver­ið að reyna að átta sig á því í næst­um eitt ár hversu stórt hlut­fall af fern­um fer raun­veru­lega í end­ur­vinnslu. Eng­in skýr svör hafa borist.
Litlar breytingar á áratug: Karlar stýra enn peningum á Íslandi
Úttekt

Litl­ar breyt­ing­ar á ára­tug: Karl­ar stýra enn pen­ing­um á Ís­landi

Lög um kynja­kvóta í stjórn­um ís­lenskra fyr­ir­tækja tóku gildi fyr­ir tíu ár­um síð­an. Í út­tekt sem Heim­ild­in hef­ur gert ár­lega á þeim ára­tug sem lið­inn er frá þeim tíma­mót­um kem­ur fram að hlut­fall kvenna sem stýra fjár­magni á Ís­landi hef­ur far­ið úr því að vera sjö pró­sent í að vera 14,7 pró­sent. Af 115 störf­um sem út­tekt­in nær til gegna kon­ur 17 en karl­ar 98.
Sif Sigmarsdóttir
Sif Sigmarsdóttir
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Af­neit­un hinna far­sælu

Ef Ris­hi Sunak hefði ekki klæðst ákveðn­um sokk­um á G7-fundi hefði draum­ur sokka­sala um vel­gengni ekki ræst. Það þarf stund­um heppni og góð sam­fé­lög með öfl­ug skatt­kerfi til að njóta far­sæld­ar.