1. Aðjúnkt við viðskiptafræðideild greinist með ólæknandi krabbamein um svipað leyti og ráðningarsamningur hans við Háskóla Íslands rennur út.
2. Sálfræðistofu er falið að annast vinnustaðagreiningu og útbúa skýrslu um samskiptavanda í deildinni. Aðjúnktinn grunar að fjallað sé sérstaklega um mál tengd honum í skýrslunni; að efni hennar staðfesti að hann hafi verið beittur órétti af stjórnendum deildarinnar, jafnvel þöggun og einelti vegna gagnrýni sem hann hafði uppi.
3. Aðjúnktinn leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Háskólinn þrætir fyrir að fjallað sé um hann í skýrslunni, en úrskurðarnefnd kemst að gagnstæðri niðurstöðu: vissulega sé fjallað um manninn og samkvæmt upplýsingalögum beri háskólanum skylda til að afhenda honum skýrsluna.
4. Háskólinn hlítir ekki úrskurðinum, útskýrir að slíkt „kæmi sér mjög illa fyrir deildina og háskólann í heild“ og krefst endurupptöku málsins hjá úrskurðarnefndinni. Þessu er hafnað en réttaráhrifum frestað með því skilyrði að málið sé borið undir dómstóla.
5. Háskólinn felur lögmannsstofu að stefna aðjúnktinum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til ógildingar á úrskurðinum. Þess er krafist að málskostnaðurinn lendi á honum. Veikum manni sem missti starfið sitt, leitaði réttar síns og gerði réttmætar kröfur að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál.
Athugasemdir