Margrét Marteinsdóttir

Fréttastjóri

Margrét hefur mikla reynslu af fjölmiðlum, vann á RÚV í 16 ár, meðal annars sem varafréttastjóri útvarps- og sjónvarps, yfirmaður íþróttadeildar og stýrði dægurmáladeild fréttastofu RÚV. Margrét var um tíma dagskrárstjóri Rásar 1 og Rásar 2. Margét var hluti af fjögurra manna teymi Stundarinnar sem hlaut blaðamannaverðlaun árið 2019 fyrir umfjöllun ársins um hamfarahlýnun.
Yfirmenn hjá lögreglu segja að mannekla bitni á þolendum ofbeldis
Fréttir

Yf­ir­menn hjá lög­reglu segja að mann­ekla bitni á þo­lend­um of­beld­is

Yf­ir­menn hjá Lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu segja að ef rann­saka eigi kyn­ferð­is- og heim­il­isof­beldi af mynd­ar­skap þurfi fleiri rann­sak­end­ur og ákær­end­ur. Fjöldi þeirra hafi stað­ið í stað þrátt fyr­ir gríð­ar­lega aukn­ingu til­kynn­inga um brot í kjöl­far Met­oo. Álag­ið sé kom­ið yf­ir þol­mörk. Þá séu dæmi um að rann­sókn­ir tefj­ist vegna álags á Land­spít­ala því áverka­vott­orð skili sér seint til lög­reglu. Yf­ir­völd hvetji fólk til að kæra of­beldi en láti ógert að styrkja inn­við­ina nægj­an­lega.
Stjórnendur SÁÁ bera ábyrgð á þjónustunni en ekki starfsfólkið segir forstjóri SÍ
Fréttir

Stjórn­end­ur SÁÁ bera ábyrgð á þjón­ust­unni en ekki starfs­fólk­ið seg­ir for­stjóri SÍ

María Heim­is­dótt­ir, for­stjóri Sjúkra­trygg­inga seg­ir að nið­ur­staða í máli SÁÁ sé feng­in eft­ir ít­ar­lega skoð­un og SÍ hafi ver­ið skylt að til­kynna mál­ið til hér­aðssak­sókn­ara. Ábyrgð á þjón­ust­unni sé al­far­ið stjórn­enda SÁÁ en ekki ein­stakra starfs­manna. Hún seg­ir af­ar ómak­legt að Ari Matth­ías­son, starfs­mað­ur Sjúkra­trygg­inga hafi ver­ið dreg­inn inn í um­ræð­una og sak­að­ur um ómál­efna­leg sjón­ar­mið.
Stjórn SÁÁ lýsir fullu trausti til framkvæmdastjórnar SÁÁ
Fréttir

Stjórn SÁÁ lýs­ir fullu trausti til fram­kvæmda­stjórn­ar SÁÁ

Auka­fundi stjórn­ar SÁÁ sem boð­að var til vegna nið­ur­stöðu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands lauk rétt í þessu. Á fund­in­um var lýst yf­ir fullu trausti á fram­kvæmda­stjórn SÁÁ, stjórn­end­ur og starfs­fólk sam­tak­anna. Í álykt­un sem sam­þykkt var seg­ir með­al ann­ars, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar, að að­gerð­ir SÍ gegn SÁÁ hafi ver­ið yf­ir­drifn­ar og rýri traust al­menn­ings á sam­tök­un­um.
Segja yfirlýsinguna ekki í nafni alls starfsfólks SÁÁ
Fréttir

Segja yf­ir­lýs­ing­una ekki í nafni alls starfs­fólks SÁÁ

Yf­ir­lýs­ing frá starfs­fólki SÁÁ var ekki bor­in und­ir allt starfs­fólk sam­tak­anna áð­ur en hún var send til fjöl­miðla í gær, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar. „Hún var skrif­uð fyr­ir okk­ar hönd án okk­ar vit­und­ar,“ seg­ir starfs­mað­ur sem Stund­in ræddi við. Fleira starfs­fólk sem rætt var við tók í sama streng en aðr­ir sögð­ust treysta stjórn SÁÁ til að tala fyr­ir hönd starfs­fólks enda sé það gert í góðri trú.
SÁÁ sendi gríðarlegt magn af „tilhæfulausum reikningum“
Fréttir

SÁÁ sendi gríð­ar­legt magn af „til­hæfu­laus­um reikn­ing­um“

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands segja að ekk­ert í svör­um SÁÁ breyti þeirri nið­ur­stöðu að sam­tök­in hafi sent gríð­ar­legt magn af til­hæfu­laus­um reikn­ing­um. SÍ hafi lengi ver­ið í „al­geru myrkri“ um til­urð þeirra og eðli og þeir því ver­ið greidd­ir í góðri trú. Þá sé með­ferð SÁÁ á sjúkra­skrám „aug­ljós brot á lög­um“.
Stjórn SÁÁ boðuð á aukafund vegna kröfu Sjúkratrygginga um 174 milljóna króna endurgreiðslu
Fréttir

Stjórn SÁÁ boð­uð á auka­fund vegna kröfu Sjúkra­trygg­inga um 174 millj­óna króna end­ur­greiðslu

Nokkr­ir í 48 manna að­al­stjórn SÁÁ gagn­rýna að hafa ekki feng­ið að sjá bréf eft­ir­lits­deild­ar Sjúkra­trygg­inga Ís­lands þar sem gerð­ar eru al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við þús­und­ir reikn­inga frá SÁÁ. Sam­tök­un­um er gert að end­ur­greiða Sjúkra­trygg­ing­um 174 millj­ón­ir króna. Ein­ar Her­manns­son, formað­ur SÁÁ, hef­ur boð­að stjórn sam­tak­anna á auka­fund í næstu viku vegna máls­ins.
Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um 174 milljónir í endurgreiðslu
Fréttir

Sjúkra­trygg­ing­ar krefja SÁÁ um 174 millj­ón­ir í end­ur­greiðslu

Eft­ir­lits­deild Sjúkra­trygg­inga Ís­lands ger­ir al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við þús­und­ir reikn­inga frá SÁÁ. Dæmi sé um að ráð­gjafi hafi hringt í skjól­stæð­ing til að til­kynna lok­un göngu­deilda en skráð sím­tal­ið sem ráð­gjafa­við­tal og rukk­að Sjúkra­trygg­ing­ar í sam­ræmi við það. Mál­ið er kom­ið inn á borð Land­lækn­is. Formað­ur SÁÁ seg­ir fram­kvæmda­stjórn­ina hafna nið­ur­stöðu Sjúkra­trygg­inga og kall­ar hana „til­efn­is­laus­ar ásak­an­ir“.
Rannsókn á um eitt þúsund heimilisofbeldismálum hætt síðustu tvö ár
Greining

Rann­sókn á um eitt þús­und heim­il­isof­beld­is­mál­um hætt síð­ustu tvö ár

Lög­regla hætti rann­sókn á rétt tæp­lega 700 af ríf­lega 1.100 heim­il­isof­beld­is­mál­um sem til­kynnt voru til lög­reglu um land allt ár­ið 2020 og fyrstu 10 mán­uði síð­asta árs hafði rann­sókn á tæp­lega 400 heim­il­isof­beld­is­mál­um ver­ið hætt. Þetta sýna gögn úr mála­skrá lög­reglu. Mik­il fjölg­un hef­ur orð­ið á til­kynn­ing­um um heim­il­isof­beldi und­an­far­in ár en lög­reglu­mönn­um ekki ver­ið fjölg­að í takt við það, seg­ir lög­regla.
Kæruferlið hjá lögreglu gerði ofbeldisupplifunina verri
Viðtal

Kæru­ferl­ið hjá lög­reglu gerði of­beld­is­upp­lif­un­ina verri

Kona sem kærði fyrr­ver­andi sam­býl­is­mann sinn fyr­ir að beita sig al­var­legu of­beldi á heim­ili þeirra seg­ir að kæru­ferl­ið hjá lög­regl­unni hafi gert of­beld­is­upp­lif­un­ina erf­ið­ari. Hún seg­ir vinnu­brögð lög­reglu hing­að til hafa ver­ið eitt alls­herj­ar klúð­ur; gögn hafi týnst, neyð­ar­hnapp­ar ekki virk­að og þeg­ar hún kærði hafi henni ver­ið sagt að rann­sókn lyki eft­ir þrjá mán­uði, síð­an sé lið­ið rúmt ár og mál­ið sé enn á borði lög­reglu.

Mest lesið undanfarið ár