Margrét Marteinsdóttir

Fréttastjóri

Margrét hefur mikla reynslu af fjölmiðlum, vann á RÚV í 16 ár, meðal annars sem varafréttastjóri útvarps- og sjónvarps, yfirmaður íþróttadeildar og stýrði dægurmáladeild fréttastofu RÚV. Margrét var um tíma dagskrárstjóri Rásar 1 og Rásar 2. Margét var hluti af fjögurra manna teymi Stundarinnar sem hlaut blaðamannaverðlaun árið 2019 fyrir umfjöllun ársins um hamfarahlýnun.
Segir íbúa Úkraínu fasta í martöð: „Við munum berjast til síðasta blóðdropa“
FréttirÚkraínustríðið

Seg­ir íbúa Úkraínu fasta í martöð: „Við mun­um berj­ast til síð­asta blóð­dropa“

Olga Di­brova, sendi­herra Úkraínu gagn­vart Ís­landi, seg­ir að íbú­ar Úkraínu séu fast­ir í mar­tröð og vilji vakna til veru­leika þar sem þeir hafi end­ur­heimt land­ið sitt. Hún seg­ir að her Úkraínu og íbú­ar lands­ins, kon­ur og karl­ar, muni ef til kem­ur berj­ast til síð­asta blóð­dropa þannig að ,,hið illa” muni ekki sigra. Eina ósk íbúa Úkraínu sé að lifa í frið­sömu landi.
Börnin óttuðust talíbana á Íslandi og þorðu ekki út í myrkrið
Viðtal

Börn­in ótt­uð­ust talíbana á Ís­landi og þorðu ekki út í myrkr­ið

Latifa Hamidi og fjöl­skylda henn­ar sem gerðu mis­heppn­aða til­raun til að flýja frá Kabúl um viku eft­ir að talíban­ar réð­ust inn í borg­ina eru kom­in í skjól á Ís­landi. Með í för var litli dreng­ur­inn sem varð eft­ir í Af­gan­ist­an þeg­ar for­eldr­arn­ir flúðu hing­að. Ást­vin­ir úti eru í lífs­hættu og börn­in ótt­uð­ust að fara út í ís­lenskra myrkr­ið því þau voru hrædd um að þar gætu leynst talíban­ar. Hung­urs­neyð vof­ir yf­ir í Af­gan­ist­an og hús­hit­un er af skorn­um skammti. „Fólk er svangt og því er kalt,“ seg­ir Latifa.
Ætlar ekki að fórna æru sinni og Kára og hættir við formannsframboð
Fréttir

Ætl­ar ekki að fórna æru sinni og Kára og hætt­ir við for­manns­fram­boð

Þóra Krist­ín Ás­geirs­dótt­ir hef­ur dreg­ið fram­boð sitt til for­manns SÁÁ til baka og sagt sig úr að­al­stjórn. Kári Stef­áns­son seg­ir sig einnig úr að­al­stjórn SÁÁ. Hún seg­ir að það ríki „hálf­gert stríðs­ástand“ í SÁÁ en nú séu fyrr­ver­andi stjórn­end­ur fé­lags­ins að „hlaða í bál­köst á sam­fé­lags­miðl­um fyr­ir Kára“.
Hættulegasta flóttaleið heims
Fréttir

Hættu­leg­asta flótta­leið heims

Rúm­lega 2.000 mann­eskj­ur létu líf­ið á leið­inni yf­ir Mið­jarð­ar­haf­ið í fyrra, þar af 75 börn. 900 börn, hið minnsta, hafa síð­ustu sjö ár horf­ið í Mið­jarð­ar­haf­ið. Yngsta barn­ið sem bjarg­að hef­ur ver­ið um borð í björg­un­ar­skip­ið Oce­an Vik­ing var 11 daga gam­alt og tók Brynja Dögg Frið­riks­dótt­ir, sendi­full­trúi Rauða kross­ins, þátt í björg­un­inni. Á sama tíma er and­úð al­menn­ings og stjórn­valda í Evr­ópu gagn­vart flótta­fólki að aukast, seg­ir Þór­ir Guð­munds­son sem starf­aði fyr­ir Rauða kross­inn um ára­bil, með­al ann­ars við að bjarga flótta­fólki á Mið­jarð­ar­hafi.
Hörður „gengst við því“ að vera sá sem misnotaði yfirburðarstöðu sína gagnvart Jódísi
Fréttir

Hörð­ur „gengst við því“ að vera sá sem mis­not­aði yf­ir­burð­ar­stöðu sína gagn­vart Jó­dísi

Hörð­ur J. Odd­fríð­ar­son, dag­skrár­stjóri göngu­deild­ar SÁÁ á Ak­ur­eyri, seg­ir í sam­tali við Stund­ina að hann gang­ist við því að vera mað­ur­inn sem mis­not­aði yf­ir­burð­ar­stöðu sína gagn­vart Jó­dísi Skúla­dótt­ur þing­konu Vinstri grænna. Hörð­ur er kom­inn í leyfi frá störf­um hjá SÁÁ og hef­ur í dag sagt sig frá ýms­um starfs­skyld­um, með­al ann­ars sem formað­ur full­trúa­ráðs Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þá hef­ur hann sagt sig úr stjórn Sund­sam­bands Ís­lands.
Yfirmenn hjá lögreglu segja að mannekla bitni á þolendum ofbeldis
Fréttir

Yf­ir­menn hjá lög­reglu segja að mann­ekla bitni á þo­lend­um of­beld­is

Yf­ir­menn hjá Lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu segja að ef rann­saka eigi kyn­ferð­is- og heim­il­isof­beldi af mynd­ar­skap þurfi fleiri rann­sak­end­ur og ákær­end­ur. Fjöldi þeirra hafi stað­ið í stað þrátt fyr­ir gríð­ar­lega aukn­ingu til­kynn­inga um brot í kjöl­far Met­oo. Álag­ið sé kom­ið yf­ir þol­mörk. Þá séu dæmi um að rann­sókn­ir tefj­ist vegna álags á Land­spít­ala því áverka­vott­orð skili sér seint til lög­reglu. Yf­ir­völd hvetji fólk til að kæra of­beldi en láti ógert að styrkja inn­við­ina nægj­an­lega.
Stjórnendur SÁÁ bera ábyrgð á þjónustunni en ekki starfsfólkið segir forstjóri SÍ
Fréttir

Stjórn­end­ur SÁÁ bera ábyrgð á þjón­ust­unni en ekki starfs­fólk­ið seg­ir for­stjóri SÍ

María Heim­is­dótt­ir, for­stjóri Sjúkra­trygg­inga seg­ir að nið­ur­staða í máli SÁÁ sé feng­in eft­ir ít­ar­lega skoð­un og SÍ hafi ver­ið skylt að til­kynna mál­ið til hér­aðssak­sókn­ara. Ábyrgð á þjón­ust­unni sé al­far­ið stjórn­enda SÁÁ en ekki ein­stakra starfs­manna. Hún seg­ir af­ar ómak­legt að Ari Matth­ías­son, starfs­mað­ur Sjúkra­trygg­inga hafi ver­ið dreg­inn inn í um­ræð­una og sak­að­ur um ómál­efna­leg sjón­ar­mið.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu