Margrét Marteinsdóttir

Fréttastjóri

Margrét hefur mikla reynslu af fjölmiðlum, vann á RÚV í 16 ár, meðal annars sem varafréttastjóri útvarps- og sjónvarps, yfirmaður íþróttadeildar og stýrði dægurmáladeild fréttastofu RÚV. Margrét var um tíma dagskrárstjóri Rásar 1 og Rásar 2. Margét var hluti af fjögurra manna teymi Stundarinnar sem hlaut blaðamannaverðlaun árið 2019 fyrir umfjöllun ársins um hamfarahlýnun.
„Sigurinn er barnabörnum mínum að þakka, þau reistu mig upp þegar ég bugaðist“
Fréttir

„Sig­ur­inn er barna­börn­um mín­um að þakka, þau reistu mig upp þeg­ar ég bug­að­ist“

„Barna­börn­in frels­uðu mig þeg­ar ég gafst upp eft­ir að end­urupp­töku­nefnd­in synj­aði því að mitt mál yrði tek­ið upp að nýju fyr­ir tæp­um fimm ár­um,“ seg­ir Erla Bolla­dótt­ir sem fagn­ar nú nið­ur­stöðu Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur frá því í morg­un þar sem ákvörð­un nefnd­ar­inn­ar um að hafna end­urupp­töku vegna dóms Erlu í Guð­mund­ar- og Geirfinns­mál­inu var felld úr gildi.
Alast upp í tveimur menningarheimum á Íslandi
Viðtal

Al­ast upp í tveim­ur menn­ing­ar­heim­um á Ís­landi

„Ég á auð­veld­ara með að tjá til­finn­ing­ar mín­ar á tákn­máli,“ seg­ir Aníta Arn­ars­dótt­ir, sex­tán ára mennta­skóla­nemi, sem á heyrn­ar­lausa for­eldra. Stund­in heim­sótti hana og fjöl­skyldu henn­ar á dög­un­um og spjall­aði við þau um radd­mál og tákn­mál, menn­ing­ar­heim­ana tvo sem Aníta og bræð­ur henn­ar hafa al­ist upp í en þau heyra öll. Tákn­mál er móð­ur­mál fjöl­skyld­unn­ar og hund­ur­inn á heim­il­inu skil­ur nokk­ur tákn.
Sorgardúett skáldkonu sem kom úr felum
Menning

Sorg­ar­dú­ett skáld­konu sem kom úr fel­um

Ragn­heið­ur Lár­us­dótt­ir hef­ur skrif­að ljóð frá því hún var lít­il stelpa en faldi öll sín verk í meira en hálfa öld. Fyr­ir rúmu ári sagði hún skil­ið við hik­ið og sendi frá sér sína fyrstu bók, fékk Bók­mennta­verð­laun Tóm­as­ar Guð­munds­son­ar og var til­nefnd til Maí­stjörn­unn­ar. Nýj­asta bók henn­ar, Glerflísaklið­ur, er af­ar per­sónu­leg en hún fjall­ar um tvær sorg­ir sem blönd­uð­ust sam­an og héldu henni fang­inni í sjö ár.
Hvert áfallið á fætur öðru hindraði útgáfu bókarinnar
Menning

Hvert áfall­ið á fæt­ur öðru hindr­aði út­gáfu bók­ar­inn­ar

Með­ganga Bók­ar­inn­ar um það sem for­eldr­ar gera þeg­ar börn eru sofn­uð var löng því að ýms­ar erf­ið­ar hindr­an­ir urðu á leið Lindu Loeskow sem myndskreytti sög­una. Hún glímdi við erf­ið veik­indi og stóð óvænt uppi ein og ólétt. Hún neydd­ist í kjöl­far­ið til að flytja frá Ís­landi til að geta séð sér og dótt­ur sinni far­borða. Heið­rún Ólafs­dótt­ir, skap­ari sög­unn­ar, seg­ir að hún sé marg­slung­in, dá­lít­ið drauga­leg og það örli á hræðslu­áróðri en líka skandi­nav­ísku raun­sæi.
„Þessir strákar höfðu allt valdið í höndum sér“
Fréttir

„Þess­ir strák­ar höfðu allt vald­ið í hönd­um sér“

Í skýrslu vegna kyn­ferð­isof­beld­is­mála sem tengst hafa leik­mönn­um í karla­lands­lið­um Ís­lands er birt bréf frá fyrr­ver­andi vin­konu tveggja lands­liðs­manna í fót­bolta, þar sem hún bið­ur konu af­sök­un­ar á að hafa ekki stað­ið með henni á sín­um tíma en þeg­ar frétt­ist að hún ætl­aði að kæra hafi vina­hóp­ur lands­liðs­mann­anna far­ið á fullt að reyna að koma í veg fyr­ir það til að verja mann­orð þeirra. Tengda­móð­ir brota­þola vinn­ur hjá KSÍ og sendi stjórn og starfs­fólki bréf­ið ásamt lýs­ingu tengda­dótt­ur sinn­ar á at­burð­in­um fyr­ir ell­efu ár­um.
Lögreglan skoðar hvort það þurfi fleiri skýrslutökur í máli Arons Einars og Eggerts Gunnþórs
Fréttir

Lög­regl­an skoð­ar hvort það þurfi fleiri skýrslu­tök­ur í máli Arons Ein­ars og Eggerts Gunn­þórs

Rann­sókn á máli Arons Ein­ars Gunn­ars­son­ar og Eggerts Gunn­þórs Jóns­son­ar, sem voru kærð­ir fyr­ir að hafa brot­ið á konu í Kaup­manna­höfn fyr­ir 11 ár­um, mið­ar vel að sögn yf­ir­manns kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar. Aron Ein­ar og Eggert Gunn­þór reikna með að mál­ið verði fellt nið­ur.
Heimatilbúin sprengja ekki talin tengjast sendiráði Bandaríkjanna
Fréttir

Heima­til­bú­in sprengja ekki tal­in tengj­ast sendi­ráði Banda­ríkj­anna

Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seg­ir að hlut­ur­inn sem fannst í gær í ruslagámi við Mána­tún hafi ver­ið heima­til­bú­in sprengja. Sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra var köll­uð til vegna máls­ins í gær og voru þrír hand­tekn­ir. Tveir þeirra eru komn­ir í afplán­un vegna fyrri refsi­dóma og þriðja mann­in­um hef­ur ver­ið sleppt.
Vinstri græn enn með varann á sér vegna samstarfsins
Fréttir

Vinstri græn enn með var­ann á sér vegna sam­starfs­ins

Á ann­an tug fé­laga í Vinstri græn­um sem voru á fundi flokks­ins þar sem greidd voru at­kvæði um stjórn­arsátt­mál­ann lýsa áhyggj­um af því að um­hverf­is­mál­in séu nú á for­ræði Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þau segja að mörg­um hafi brugð­ið illa á fund­in­um þeg­ar það var til­kynnt. „Ég ótt­ast mjög mik­ið að nú verði far­ið af stað með nýj­ar meng­andi virkj­an­ir,“ sagði ein. Nokk­ur segj­ast hafa sam­þykkt sátt­mál­ann með sem­ingi.
Verður daglega fyrir morðhótunum á netinu
Fréttir

Verð­ur dag­lega fyr­ir morð­hót­un­um á net­inu

Ung ís­lensk kona slapp naum­lega und­an manni sem réðst að henni á götu úti um há­bjart­an dag í Ist­an­búl fyr­ir nokkr­um vik­um. Mað­ur­inn var vopn­að­ur hnífi. Kon­an, sem er fædd í Sómal­íu, er sam­fé­lag­miðla­stjarna þar og birt­ir mynd­bönd og fyr­ir­lestra und­ir heit­inu MID SHOW. Hún verð­ur dag­lega fyr­ir morð­hót­un­um á sam­fé­lags­miðl­um vegna bar­áttu sinn­ar fyr­ir rétt­læti til handa stúlk­um og kon­um í fæð­ing­ar­landi henn­ar og víð­ar.
Börn þolendur í 61 prósent allra skráðra kynferðisbrota
Fréttir

Börn þo­lend­ur í 61 pró­sent allra skráðra kyn­ferð­is­brota

Lög­reglu á Ís­landi hafa aldrei borist fleiri til­kynn­ing­ar um barn­aníð en fyrstu 10 mán­uði þessa árs þeg­ar til­kynnt var um 36 mál sem flokk­ast und­ir barn­aníð. Þá fjölg­aði einnig til­kynn­ing­um til lög­reglu um kyn­ferð­is­brot gegn börn­um. Rann­sókn­ir hafa sýnt að til­kynn­ing­ar til lög­reglu um kyn­ferð­is­brot end­ur­spegli ekki raun­veru­leg­an fjölda brota, þau séu mun fleiri.
Auðna Tótu og Tomma í 20 þúsund daga og nætur
Viðtal

Auðna Tótu og Tomma í 20 þús­und daga og næt­ur

Þeg­ar fór að líða að gull­brúð­kaupi Tóm­as­ar Jóns­son­ar, ljós­mynd­ara og graf­ísks hönnuð­ar, og Þór­unn­ar Elísa­bet­ar lista­konu fór Tóm­as í gegn­um mynda­safn lífs þeirra og úr varð bók sem er mynd­ræn frá­sögn um sam­lífi sam­lyndra hjóna í hálfa öld en Tóm­as hef­ur mynd­að Þór­unni og lista­verk henn­ar í rúm 50 ár. Í spjalli á heim­ili þeirra þar sem boð­ið var upp á jurta­te með bragð­miklu blóð­bergi sögðu Tommi og Tóta ástar­sög­una sem er leidd áfram af vináttu og trausti, hlýju og húm­or, sköp­un­ar­krafti og mús­ík.
„Óeðlilegt“ að maður á fertugsaldri hafi kynferðislegan áhuga á 16 ára unglingi
Fréttir

„Óeðli­legt“ að mað­ur á fer­tugs­aldri hafi kyn­ferð­is­leg­an áhuga á 16 ára ung­lingi

Það er tals­vert al­gengt að kon­ur sem á unglings­ár­um áttu í kyn­ferð­is­legu sam­bandi við miklu eldri menn leiti til Stíga­móta því upp­lif­un þeirra er að þær hafi orð­ið fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi, seg­ir talskona sam­tak­anna. Um­boðs­mað­ur barna seg­ir að það auki hætt­una á ójafn­ræði í sam­bönd­um ef ann­ar að­il­inn hef­ur yf­ir­burði vegna ald­urs, þroska og lífs­reynslu.
„Viðtalið eins og hlandblaut tuska í andlit þolenda“
Fréttir

„Við­tal­ið eins og hland­blaut tuska í and­lit þo­lenda“

Ung kona, sem seg­ir að Þór­ir Sæ­munds­son leik­ari, hafi not­fært sér ung­an ald­ur henn­ar fyr­ir sjö ár­um, þeg­ar hún var 16 ára og hann 34 ára, seg­ir í sam­tali við Stund­ina að við­tal­ið við hann á RÚV í gær hafi ýtt und­ir gerenda­með­virkni í sam­fé­lag­inu og geri lít­ið úr þo­lend­um kyn­bund­ins of­beld­is. Sér­fræð­ing­ur í kyn­bundnu of­beldi seg­ir mik­il­vægt að gerend­ur við­ur­kenni brot sín og reyni að setja sig í spor þo­lenda til að reyna að sjá þann sárs­auka sem þeir hafa vald­ið.
Óvæntar gleðistundir: Þegar ég sá Debbie Harrie
Menning

Óvænt­ar gleði­stund­ir: Þeg­ar ég sá Debbie Harrie

Debbie Harry úr Blondie kom til Ís­lands á dög­un­um og var heið­urs­gest­ur RIFF – al­þjóð­legu kvik­mynda­há­tíð­ar­inn­ar í Reykja­vík. Debbie Harrie, sem stund­um hef­ur ver­ið líkt við Mari­lyn Mon­roe, sögð vera pönk­út­gáf­an af henni, spjall­aði við gesti í Há­skóla­bíói 2. októ­ber síð­ast­lið­inn en miði á við­burð­inn flögr­aði eins og lit­ríkt fiðr­ildi til Mar­grét­ar Marteins­dótt­ur klukku­tíma áð­ur en gest­um var hleypt inn í stóra sal­inn í bíó­inu.

Mest lesið undanfarið ár