Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Ritstjóri

Fann fyrir létti þegar  dóttirin fór í fangelsi
Fréttir

Fann fyr­ir létti þeg­ar dótt­ir­in fór í fang­elsi

End­ur­reisn geð­heil­brigðis­kerf­is­ins er lyk­ill­inn að því að fækka föng­um, seg­ir móð­ir konu á fer­tugs­aldri, sem afplán­ar núna dóm í fang­els­inu á Hólms­heiði. Dótt­ir henn­ar hefði þurft á að­stoð að halda þeg­ar hún var barn og ung­ling­ur en fékk ekki við­eig­andi að­stoð og leit­aði í fíkni­efni til að deyfa sárs­auk­ann sem hún sat uppi með.
Skapar af ótta við dauðann
Viðtal

Skap­ar af ótta við dauð­ann

Ragn­ar Braga­son ólst upp í litlu þorpi úti á landi, þar sem hann upp­lifði sig ut­an­veltu og öðru­vísi, eins og hann ætti ekki heima þar. Ímynd­un­ar­afl­ið var nán­ast tak­marka­laust og um tíma lædd­ist hann út á nótt­unni þar sem hann beið þess að verða sótt­ur af sínu fólki. Þeg­ar þorp­ið varð síð­an fyr­ir áfalli vann hann úr því með því að skrifa kvik­mynda­hand­rit um dreng sem gat bjarg­að því. Sorg­ar­við­brögð­in urðu einnig inn­blástur­inn að per­sónu­leg­ustu sögu hans til þessa, Málm­haus, sem fjall­ar í raun um hann sjálf­an.
Fangelsi án lausnar
Rannsókn

Fang­elsi án lausn­ar

Í fang­els­inu á Hólms­heiði eru kon­ur lok­að­ar inni vegna brota sem þær frömdu und­ir áhrif­um áfeng­is- og vímu­efna. Fá úr­ræði eru hins veg­ar til stað­ar inni í fang­els­inu til þess að mæta þess­um vanda, þar sem einn sál­fræð­ing­ur sinn­ir öll­um föng­um í fang­els­um og eng­inn með­ferð­ar­gang­ur er fyr­ir kon­ur. Það er ekki held­ur neitt sem tek­ur við þeim þeg­ar þær ljúka afplán­un, og þær lýsa því hvernig þær fara beint úr fang­elsi á göt­una og það­an aft­ur inn í fang­els­ið. Þetta er víta­hring­ur sem þú fest­ist í, segja þær.
Bjarni segir Íslendinga aldrei hafa haft það eins gott: „Ekkert efni í eitthvert rifrildi hér“
FréttirKjaramál

Bjarni seg­ir Ís­lend­inga aldrei hafa haft það eins gott: „Ekk­ert efni í eitt­hvert rifr­ildi hér“

Bjarni Bene­dikts­son, starf­andi fjár­mála­ráð­herra, var­aði Ís­lend­inga við þeg­ar hann kynnti nýtt fjár­laga­frum­varp í Kast­ljósi í gær. Hann ótt­ast kröf­ur fólks um kjara­bæt­ur og seg­ir hættu á að Ís­lend­ing­ar „kunni sér ekki hóf þeg­ar vel ár­ar“. Æðstu ráða­menn þjóð­ar­inn­ar fengu ný­lega mikla launa­hækk­un, kenn­ar­ar hætta vegna kjara­bar­áttu og börn í Breið­holti al­ast upp til var­an­legr­ar fá­tækt­ar.
Ætlaði aldrei að afsala  sér föðurhlutverkinu
ViðtalAð gefa barnið sitt

Ætl­aði aldrei að af­sala sér föð­ur­hlut­verk­inu

Hugi Ingi­bjarts­son stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu hvort hann ætti að fá for­ræði yf­ir dótt­ur sinni og ala hana upp sem ein­stæð­ur fað­ir eða gefa hana al­far­ið frá sér. Hann ákvað að gefa hana í trausti þess að hjá fóst­ur­for­eldr­um myndi hún eign­ast betra líf en hann gæti gef­ið henni. Hann var hins veg­ar ekki til­bú­inn til þess að af­sala sér föð­ur­hlut­verk­inu og stóð í þeirri trú að hann gæti hald­ið um­gengni við dótt­ur sína. Hann seg­ist hafa ver­ið svik­inn um það, þeg­ar hann fær að­eins að taka hana tvisvar í mán­uði, fimm tíma í senn. Nú vill hann fá hana aft­ur.
„Ég þekki aðeins að vera móðir í 300 daga“
ViðtalAð gefa barnið sitt

„Ég þekki að­eins að vera móð­ir í 300 daga“

Hug­rún Sig­ur­jóns­dótt­ir hafði ver­ið full­viss­uð af lækni að hún væri kom­in á ald­ur þeg­ar hún varð óvart ólétt 45 ára göm­ul. Hún ákvað að eign­ast barn­ið, en eft­ir erf­iða með­göngu, erf­iða fæð­ingu og stöð­ug­an grát­ur í marga mán­uði, gafst hún upp og gaf barn­ið frá sér til fólks sem hafði lengi þráð að eign­ast barn. Hún hef­ur aldrei séð eft­ir því.
Týndi heilu ári þegar hugurinn þoldi ekki meir
Viðtal

Týndi heilu ári þeg­ar hug­ur­inn þoldi ekki meir

Átta ára göm­ul var hún hætt að gráta og trúa á Guð. Þrett­ánda ald­ursár­ið er henni horf­ið. Það var þá sem fað­ir henn­ar lok­aði hana af niðri í kjall­ara og mis­þyrmdi í þrjá sól­ar­hringa. Ár­ið 2005 steig Thelma Ás­dís­ar­dótt­ir fram og sagði frá því hvernig fað­ir henn­ar gerði hana út í skipu­lögðu barna­vændi. Enn eru að birt­ast henni gaml­ar og áð­ur grafn­ar minn­ing­ar, sem hún seg­ir nú frá í fyrsta sinn.
Jólin erfiður tími fyrir Sveindísi sem upplifir sig foreldralausa: „Ég er reið, ég er pirruð og ég er sár“
Fréttir

Jól­in erf­ið­ur tími fyr­ir Svein­dísi sem upp­lif­ir sig for­eldra­lausa: „Ég er reið, ég er pirr­uð og ég er sár“

Svein­dís Guð­munds­dótt­ir fór að heim­an sex­tán ára göm­ul og leit aldrei um öxl. Fyr­ir jól­in hell­ist skamm­deg­ið yf­ir og hún fyll­ist öf­und gagn­vart fólki sem á eðli­legt sam­band við fjöl­skyld­una sína. Sjálf er hún hvorki í sam­bandi við föð­ur sinn né móð­ur, en seg­ist hafa lært af ár­un­um sem hún var ein með móð­ur sinni hvernig hún mun aldrei koma fram við börn­in sín.
„Ég læt ekki bjóða mér þetta“
Viðtal

„Ég læt ekki bjóða mér þetta“

Hann er einn af þeim sem hef­ur náð alla leið, er heims­þekkt­ur í sínu fagi, með gull, silf­ur og brons í fartesk­inu og orðu frá for­set­an­um. Hann er al­inn upp sem sig­ur­veg­ari og ger­ir allt til þess að ná ár­angri. Hann þekk­ir líka það slæma við að vera á toppn­um. „Að vera í þess­ari stöðu sem ég er í, það er mjög kalt þar, það blæs um þig og það er mjög ein­mana­legt.“ Guð­mund­ur Guð­munds­son seg­ir frá lær­dóm­um fer­ils­ins, hvað þarf til að ná ár­angri og mik­il­vægi þess að ástunda hrein­skipt­in sam­skipti, í heimi þar sem heið­ar­leiki virð­ist vera á und­an­haldi.
Flutti til Afríku til að láta æskudrauminn rætast
Viðtal

Flutti til Afr­íku til að láta æsku­draum­inn ræt­ast

Allt frá því að Anna Þóra Bald­urs­dótt­ir var sjálf barn að aldri og sá fá­tæk afr­ísk börn í sjón­varp­inu hef­ur hún átt sér draum um að fara til Afr­íku að sinna hjálp­ar­starfi. Hún lét þann draum ræt­ast þeg­ar hún var við nám í Há­skóla Ís­lands og það varð ekki aft­ur snú­ið. Hún flutti út þar sem hún hef­ur ver­ið und­an­far­ið ár að und­ir­búa stofn­un heim­il­is fyr­ir ólétt­ar ung­lings­stúlk­ur og börn­in þeirra.

Mest lesið undanfarið ár