Á þeim átta árum sem liðin eru frá því að Þórdís Elva Þorvaldsdóttir greindi fyrst frá því opinberlega að henni hefði verið nauðgað hefur umræðan um kynferðislegt ofbeldi gjörbreyst. Fjölmargir þolendur hafa stigið fram og skilað skömminni. Nú er hins vegar kominn tími til þess að færa fókusinn yfir á gerendurna, þá sem beita ofbeldinu. Með það að marki steig Þórdís Elva á svið með manninum sem nauðgaði henni og gaf út bókina Handan fyrirgefningar.
Hátt í þrjár milljónir manna hafa nú horft á Ted-fyrirlesturinn þar sem þau Tom Stranger segja frá leið þeirra í átt að frelsi frá ofbeldinu, sem hélt þeim báðum í fjötrum, löngu eftir að nauðgunin var framin. Í dag er Þórdís Elva á góðum stað í sínu bataferli og veit að sökin er ekki – og var aldrei – hennar. Bataferlinu verður þó aldrei lokið. „Ekki í þeim skilningi að ég geti látið eins og …
Athugasemdir