Árni Steingrímsson
Lengi að yfirstíga fordóma
Hvenær og hvernig áttaðir þú þig á því að þú þurftir á hjálp að halda?
Er ég veiktist á sínum tíma tók það mig langan tíma að viðurkenna fyrir sjálfum mér og öðrum að ég þyrfti á hjálp að halda vegna þeirra gífurlegu fordóma og neikvæðni sem ég mætti í mínu nærumhverfi gegn geðsjúkdómum. Þegar það loksins gerðist, árið 1986, var ég langt leiddur af kvíða og þunglyndi og fékk hjálp fyrst hjá heimilislækni, sem vísaði mér til viðtals hjá geðlækni, sem var ákaflega neikvæð upplifun og liðu margir mánuðir þar til ég fékkst til að mæta aftur til viðtals, og þá hjá öðrum geðlækni. Ég áttaði mig á því, á þessum tímapunkti, að ef ég leitaði ekki hjálpar þá, yrði stutt í sjálfsvíg.
„Fyrsta viðtalinu við geðlækni mun ég aldrei gleyma vegna þess hversu erfitt og ömurlegt það var.“
Hvernig …
Athugasemdir