Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Ritstjóri

Jólin erfiður tími fyrir Sveindísi sem upplifir sig foreldralausa: „Ég er reið, ég er pirruð og ég er sár“
Fréttir

Jól­in erf­ið­ur tími fyr­ir Svein­dísi sem upp­lif­ir sig for­eldra­lausa: „Ég er reið, ég er pirr­uð og ég er sár“

Svein­dís Guð­munds­dótt­ir fór að heim­an sex­tán ára göm­ul og leit aldrei um öxl. Fyr­ir jól­in hell­ist skamm­deg­ið yf­ir og hún fyll­ist öf­und gagn­vart fólki sem á eðli­legt sam­band við fjöl­skyld­una sína. Sjálf er hún hvorki í sam­bandi við föð­ur sinn né móð­ur, en seg­ist hafa lært af ár­un­um sem hún var ein með móð­ur sinni hvernig hún mun aldrei koma fram við börn­in sín.
„Ég læt ekki bjóða mér þetta“
Viðtal

„Ég læt ekki bjóða mér þetta“

Hann er einn af þeim sem hef­ur náð alla leið, er heims­þekkt­ur í sínu fagi, með gull, silf­ur og brons í fartesk­inu og orðu frá for­set­an­um. Hann er al­inn upp sem sig­ur­veg­ari og ger­ir allt til þess að ná ár­angri. Hann þekk­ir líka það slæma við að vera á toppn­um. „Að vera í þess­ari stöðu sem ég er í, það er mjög kalt þar, það blæs um þig og það er mjög ein­mana­legt.“ Guð­mund­ur Guð­munds­son seg­ir frá lær­dóm­um fer­ils­ins, hvað þarf til að ná ár­angri og mik­il­vægi þess að ástunda hrein­skipt­in sam­skipti, í heimi þar sem heið­ar­leiki virð­ist vera á und­an­haldi.
Flutti til Afríku til að láta æskudrauminn rætast
Viðtal

Flutti til Afr­íku til að láta æsku­draum­inn ræt­ast

Allt frá því að Anna Þóra Bald­urs­dótt­ir var sjálf barn að aldri og sá fá­tæk afr­ísk börn í sjón­varp­inu hef­ur hún átt sér draum um að fara til Afr­íku að sinna hjálp­ar­starfi. Hún lét þann draum ræt­ast þeg­ar hún var við nám í Há­skóla Ís­lands og það varð ekki aft­ur snú­ið. Hún flutti út þar sem hún hef­ur ver­ið und­an­far­ið ár að und­ir­búa stofn­un heim­il­is fyr­ir ólétt­ar ung­lings­stúlk­ur og börn­in þeirra.
Arfleifðin, ofbeldið og húmorinn
Viðtal

Arf­leifð­in, of­beld­ið og húm­or­inn

Lit­ríkt líf Sig­ríð­ar Hall­dórs­dótt­ur frá Gljúfra­steini hef­ur gert hana að þeirri konu sem hún er í dag, sterk, sjálf­stæð kona sem þarf ekki á neinni sam­búð að halda til að eiga í inni­legu ástar­sam­bandi og neit­ar að taka sér stöðu fórn­ar­lambs þeg­ar hún seg­ir frá heim­il­isof­beldi og bar­smíð­um. Sjálf hef­ur hún gert sín mis­tök og sér mest eft­ir því að hafa sleg­ið börn­in, í þreytu og basli þess tíma, ein­stæð móð­ir með fjög­ur börn sem þótti gott að fá sér í glas. Hún seg­ir hér sögu sína og frá því hvernig gjald­þrot­ið varð til þess að hún gat ris­ið upp á ný. Ef það er eitt­hvað sem hún hef­ur lært af líf­inu þá er það að geta glaðst yf­ir litlu og hleg­ið að sem flestu.
Glímdi við átröskun og gagnrýnir umræðu um fegurðarsamkeppni: Ég var mjó en ekki heilbrigð
Fólk

Glímdi við átrösk­un og gagn­rýn­ir um­ræðu um feg­urð­ar­sam­keppni: Ég var mjó en ekki heil­brigð

Gunn­löð Jóna Rún­ars­dótt­ir seg­ir feg­urð­ar­staðla sam­fé­lags­ins skað­lega unga stúlk­um. Sjálf var hún kom­in með nei­kvæða mynd af lík­am­an­um strax í æsku og með átrösk­un á unglings­ár­um. Sem mód­el þjáð­ist hún af rang­hug­mynd­um um lík­ama sinn og feg­urð og bend­ir á að heil­brigði hald­ist ekki í hend­ur við hold­arfar. Hún vinn­ur í að snúa eig­in við­horf­um með­al ann­ars í gegn­um ljós­mynd­ir af húðslit­um sín­um sem hún set­ur í sam­hengi við nátt­úr­una.
Flugfreyjur Icelandair skikkaðar í háa hæla
Úttekt

Flug­freyj­ur Icelanda­ir skikk­að­ar í háa hæla

Strang­ar regl­ur ríkja um út­lit og klæða­burð starfs­manna hjá Icelanda­ir en mis­mun­andi kröf­ur eru gerð­ar eft­ir því hvaða stöðu fólk gegn­ir. Flug­freyj­ur eiga að mæta til vinnu í há­um hæl­um og vera með varalit alla vakt­ina. Lækn­ir seg­ir of mikla notk­un á hæla­skóm geta ver­ið heilsu­spill­andi og flug­freyja seg­ist oft hafa ósk­að þess að hafa val um að klæð­ast lág­botna skóm eft­ir erf­iða vakt.
„Það er vegna þess að við getum ekki treyst ókunnugum“
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

„Það er vegna þess að við get­um ekki treyst ókunn­ug­um“

„Hlut­leysi styð­ur kúg­ar­ann, aldrei fórn­ar­lamb­ið,“ sagði Nó­bels­verð­launa­hafi sem lifði hel­för­ina af og helg­aði líf sitt minn­ingu þeirra sem lét­ust. Í sömu viku og hann féll frá voru hæl­is­leit­end­ur dregn­ir úr ís­lenskri kirkju og send­ir úr landi. Af­staða Út­lend­inga­stofn­un­ar er skýr, að vísa sem flest­um úr landi. Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dótt­ir fjall­ar um stofn­una, hræðslu­áróð­ur­inn og sinnu­leys­ið sem hæl­is­leit­end­um er sýnd þeg­ar þeir leita eft­ir að­stoð Ís­lend­inga.
Kennari fékk aðra áminningu fyrir að rassskella barn
Fréttir

Kenn­ari fékk aðra áminn­ingu fyr­ir að rass­skella barn

Kenn­ari í Aust­ur­bæj­ar­skóla var til­kynnt­ur til barna­vernd­ar fyr­ir að rass­skella níu ára nem­anda ár­ið 2014. For­eldr­ar drengs­ins segj­ast hugsi yf­ir refs­i­stefnu í grunn­skól­um en son­ur þeirra átti mjög erf­ið­an vet­ur í skól­an­um. Kenn­ar­inn var áminnt­ur fyr­ir brot­ið, en í vor fékk hann aðra áminn­gu fyr­ir sam­bæri­legt at­vik og seg­ist hafa kikn­að und­an álagi.

Mest lesið undanfarið ár