Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ingi Freyr Vilhjálmsson er fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu, DV, Fréttatímanum og Stundinni, fyrirrennara Heimildarinnar. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Alcoa á Íslandi  flutti 3,5 milljarða  skattlaust úr landi
Fréttir

Alcoa á Ís­landi flutti 3,5 millj­arða skatt­laust úr landi

Vaxta­greiðsl­ur Alcoa á Ís­landi ehf. til móð­ur­fé­lags síns í Lúx­em­borg nema nú tæp­lega 57 millj­örð­um króna frá bygg­ingu ál­vers­ins á Reyð­ar­firði. Á sama tíma hef­ur bók­fært tap num­ið rúm­lega 52 millj­örð­um króna. Fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri hef­ur sagt tap­ið vera til­bú­ið til að kom­ast hjá skatt­greiðsl­um en Alcoa rek­ur það til mik­ill­ar fjár­fest­ing­ar á Ís­landi.
Ósamræmi í skýringum Illuga og í gögnum um samstarf við Orku Energy
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ósam­ræmi í skýr­ing­um Ill­uga og í gögn­um um sam­starf við Orku Energy

Ill­ugi Gunn­ars­son svar­aði spurn­ing­um um Orku Energy mál­ið á Al­þingi í gær. Gerði lít­ið úr að­komu mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins að sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu sem hann und­ir­rit­aði við kín­verska rík­ið þar sem Orka Energy er hluti af sam­komu­lag­inu. Mennta­mála­ráðu­neyti Ill­uga ákvað að vilja­yf­ir­lýs­ing­in yrði gerð sem og að Orka Energy yrði fram­kvæmdarað­ili rík­is­ins í sam­vinn­unni við Kína. Ill­ugi sagði hins veg­ar að gerð vilja­yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar hefði ekki átt sér stað inn­an ráðu­neyt­is hans.
Engeyjarættin: Þræðir stjórnmála og einkahagsmuna
Úttekt

Eng­eyjarætt­in: Þræð­ir stjórn­mála og einka­hags­muna

Fjár­fest­arn­ir í Eng­eyj­ar­fjöl­skyld­unni, ná­in skyld­menni Bjarna Bene­dikts­son­ar, hafa gert hag­stæða við­skipta­samn­inga við ís­lenska rík­ið í rík­is­stjórn­ar­tíð Sjálf­stæð­is­flokks­ins á síð­ustu tveim­ur ár­um. Fað­ir Bjarna keypti SR-mjöl í um­deildri einka­væð­ingu fyr­ir rösk­um tutt­ugu ár­um. Nú stend­ur til að hefja stór­fellda einka­væð­ingu á rík­is­eign­um og lýsa ýms­ir yf­ir áhyggj­um af því að sölu­ferl­ið kunni að verða ógagn­sætt.
Samband sem í dag yrði kallað „glæpur gegn barni“
Menning

Sam­band sem í dag yrði kall­að „glæp­ur gegn barni“

Í sjálfsævi­sögu Árna Berg­mann er lýs­ing á sam­bandi Þórð­ar Sig­tryggs­son­ar org­an­ista og Kristjáns Helga­son­ar pí­anó­leik­ara. Árni seg­ir að þó að hann eigi erfitt með að segja það þá hafi ver­ið um að ræða barn­aníð. Frá­sögn Árna er lýs­andi dæmi um hversu mik­ið tabú um­ræða um kyn­ferð­is­brot var í sam­fé­lag­inu allt fram á okk­ar dag.
Engeyingarnir græddu rúmar 400 milljónir og tóku sér 50 milljóna arð
FréttirFerðaþjónusta

Eng­ey­ing­arn­ir græddu rúm­ar 400 millj­ón­ir og tóku sér 50 millj­óna arð

Rútu­fyr­ir­tæki Eng­ey­ing­anna hef­ur skil­að nærri 1.200 millj­óna króna hagn­aði á tveim­ur ár­um. Fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki Ein­ars og Bene­dikts Sveins­son­ar og barna þeirra. Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra er sá eini úr fjöl­skyld­unni sem ekki á hlut í fyr­ir­tæk­inu. Seldu 35 pró­senta hlut fyrr á ár­inu.
Orka Energy komst í „stjórnskipulega stöðu“ í Kína út af ákvörðun Illuga
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Orka Energy komst í „stjórn­skipu­lega stöðu“ í Kína út af ákvörð­un Ill­uga

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið rök­styð­ur ákvörð­un Ill­uga Gunn­ars­son­ar um að skipa Orku Energy sem fram­kvæmdarað­ila ís­lenska rík­is­ins í Kína. Ein­ung­is rík­is­fyr­ir­tæki með „stjórn­skipu­lega stöðu“ skip­uð sem fram­kvæmdarað­il­ar fyr­ir hönd rík­is­ins en á þessu var gerð breyt­ing í til­felli Orku Energy. Ráðu­neyt­ið get­ur ekki gef­ið eitt ann­að dæmi um til­felli þar sem einka­fyr­ir­tæki urðu fram­kvæmdarað­il­ar er­lend­is.
Komu að einu ólöglegu einkavæðingunni og hafa aldrei skilað ársreikningum
Fréttir

Komu að einu ólög­legu einka­væð­ing­unni og hafa aldrei skil­að árs­reikn­ing­um

Einka­væð­ing Ís­lenskra að­al­verk­taka var dæmd ólög­leg í Hæsta­rétti Ís­lands ár­ið 2008. Kaup­verð­ið á 40 pró­sent­um í fyr­ir­tæk­inu var tveir millj­arð­ar en á næstu tveim­ur ár­um þar á eft­ir voru 4,3 millj­arð­ar tekn­ir í arð úr fyr­ir­tæk­inu og ein af eign­un­um var seld á tæpa 12 millj­arða. Starfs­mað­ur Rík­is­skatt­stjóra seg­ir að unn­ið sé að því að setja ný lög með strang­ari við­ur­lög­um gegn því að skila ekki árs­reikn­ing­um.
Orku Energy veitt fordæma­laus staða
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Orku Energy veitt for­dæma­laus staða

Enn er á huldu hvernig sú ákvörð­un var tek­in inni í mennta­mála­ráðu­neyt­inu að einka­fyr­ir­tæk­ið Orka Energy yrði fram­kvæmdarað­ili ís­lenska rík­is­ins í orku­samn­ingn­um við Kína. Af­ar sjald­gæft að einka­fyr­ir­tæki séu full­trú­ar rík­is­ins er­lend­is. Þó er ljóst að mennta­mála­ráðu­neyti Ill­uga Gunn­ars­son­ar tók ákvörð­un­ina.
Ólafur Ragnar sagður hafa hótað  að loka á lán úr ríkisbankanum
FréttirForsetinn

Ólaf­ur Ragn­ar sagð­ur hafa hót­að að loka á lán úr rík­is­bank­an­um

Árni Berg­mann, blaða­mað­ur og rit­stjóri, seg­ir að Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, þá­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, hafi hót­að að láta rík­is­bank­ann Lands­bank­ann loka á lána­fyr­ir­greiðslu til Þjóð­vilj­ans ef blað­ið færi ekki að vilja hans í inn­an­flokksátök­um í Al­þýðu­banda­lag­inu. Deil­ur inn­an flokks­ins voru mikl­ar á þess­um ár­um milli stuðn­ings­manna Ól­afs Ragn­ars og Svavars Gests­son­arog vildu báð­ir hóp­ar stýra mál­gagni flokks­ins, Þjóð­vilj­an­um.
Illugi ákvað að Orka Energy yrði fulltrúi Íslands í samstarfi við Kína
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ill­ugi ákvað að Orka Energy yrði full­trúi Ís­lands í sam­starfi við Kína

Mennta­mála­ráðu­neyti Ill­uga Gunn­ars­son­ar af­hend­ir gögn um Kína­ferð ráð­herr­ans í mars. Kína­ferð­in hef­ur haft mikl­ar af­leið­ing­ar fyr­ir Ill­uga í ljósi þátt­töku fyrr­ver­andi vinnu­veit­anda hans, Orku Energy, í ferð­inni. Gögn­in sýna með­al ann­ars fram á að það var mennta­mála­ráðu­neyt­ið sem ákvað að Orka Energy yrði full­trúi ís­lenskra stjórn­valda í sam­starf­inu við kín­versk yf­ir­völd á sviði jarð­varma.
Mátturinn í þögninni um Guðberg Bergsson
Ingi Freyr Vilhjálmsson
Pistill

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Mátt­ur­inn í þögn­inni um Guð­berg Bergs­son

Hvernig er heppi­leg­ast að bregð­ast við því þeg­ar ein­hver seg­ir eitt­hvað bara til að sjokk­era eða kalla fram sterk við­brögð? Guð­berg­ur Bergs­son skrif­aði inni­haldsrýra grein í gær sem fel­ur í sér rétt­læt­ingu á gríni gegn fórn­ar­lömb­um kyn­ferð­isof­beld­is. Engu máli virt­ist skipta að Guð­berg­ur hef­ur í ára­tugi reynt að sjokk­era fólk í skrif­um sín­um og voru við­brögð­in sterk.

Mest lesið undanfarið ár