Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ingi Freyr Vilhjálmsson er fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu, DV, Fréttatímanum og Stundinni, fyrirrennara Heimildarinnar. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Ráðuneyti Kristján Þórs tekur einhliða ákvörðun um einkavæðingu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Ráðu­neyti Kristján Þórs tek­ur ein­hliða ákvörð­un um einka­væð­ingu

Heilsu­gæsla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins seg­ist ein­göngu hafa ver­ið ráð­gef­andi þeg­ar heil­brigð­is­ráðu­neyti Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar ákvað að opna þrjár nýj­ar einka­rekn­ar heilsu­gæslu­stöðv­ar. Fram­kvæmda­stjóri lækn­inga heilsu­gæsl­unn­ar hef­ur lengi tal­að fyr­ir auk­inni fjöl­breytni á rekstr­ar­form­um heil­brigð­is­þjón­ustu og stofn­aði sjálf­ur fyr­ir­tæki sem ætl­aði að sinna ferða­tengdri lækn­inga­þjón­ustu fyr­ir er­lenda að­ila. Nýju stöðv­arn­ar eru ekki fjár­magn­að­ar og munu 20 heilsu­gæslu­stöðv­ar - 15 rík­is­rekn­ar og 5 einka­rekn­ar - því þurfa að bít­ast um sama fjár­magn­ið.
Kjaradeilan í álverinu í Straumsvík: Rio Tinto vill lækka kostnað um 43 milljónir
FréttirÁlver

Kjara­deil­an í ál­ver­inu í Straums­vík: Rio Tinto vill lækka kostn­að um 43 millj­ón­ir

Samn­inga­mað­ur Rio Tinto sem kom frá Frakklandi á þriðju­dag gaf upp að fyr­ir­tæk­ið vilji skera nið­ur um 43 millj­ón­ir króna. Þess vegna er kjara­deila Rio Tinto og starfs­manna í hnút. Nið­ur­skurð­ur­inn nem­ur 0,06 pró­sent­um af tekj­um ál­vers­ins í Straums­vík. Eitt­hvað ann­að vak­ir fyr­ir Rio Tinto en bara þessi launanið­ur­skurð­ur.
Fléttan um Norðurflug: Árangurslaust fjárnám gert hjá kaupandanum
FréttirViðskiptafléttur

Flétt­an um Norð­ur­flug: Ár­ang­urs­laust fjár­nám gert hjá kaup­and­an­um

Skipta­stjóri Sunds fer fram á gjald­þrot fé­lags­ins sem keypti þyrlu­fyr­ir­tæk­ið Norð­ur­flug út úr Sundi ár­ið 2008. Eig­end­ur Norð­ur­flugs í dag eru þeir sömu og áttu Sund. Þeir héldu yf­ir­ráð­um yf­ir fé­lag­inu með því að selja það til fé­lags­ins sem nú hef­ur ver­ið ósk­að eft­ir að verði tek­ið til gjald­þrota­skipta.
Illugi gerir undirmenn sína samábyrga
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ill­ugi ger­ir und­ir­menn sína samá­byrga

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra gerði und­ir­menn sína í mennta­mála­ráðu­neyt­inu samá­byrga við skipu­lagn­ingu á op­in­berri heim­sókn til Kína þar sem Orka Energy var í við­skipta­sendi­nefnd hans. Starfs­menn ráðu­neyt­is­ins vissu ekki um við­skipti Ill­uga og stjórn­ar­for­manns Orku Energy. Einn af und­ir­mönn­um Ill­uga í ráðu­neyti er Ásta Magnús­dótt­ir sem kom að skipu­lagn­ingu ferð­ar­inn­ar til Kína en ómögu­legt hef­ur ver­ið að ná í hana til að spyrja hana spurn­inga um ferð­ina.
Rio Tinto vill lækka launakostnað eftir að hafa skilað 380 milljarða króna hagnaði
FréttirÁlver

Rio Tinto vill lækka launa­kostn­að eft­ir að hafa skil­að 380 millj­arða króna hagn­aði

Þrátt fyr­ir gríð­ar­leg­an hagn­að á heimsvísu hef­ur Rio Tinto sett sér markmið um auk­inn nið­ur­skurð í kostn­aði. Þrýst­ing­ur berst frá höf­uð­stöðv­um Rio Tinto til Ís­lands og veld­ur hörku í samn­ing­um við starfs­fólk ál­vers­ins í Straums­vík. Rio Tinto vill lík­lega ekki loka ál­ver­inu í Straums­vík en gæti vilj­að end­ur­semja við Lands­virkj­un um raf­orku­verð. Er­lend­ir grein­end­ur hæla rekstri Rio Tinto og segja að fyr­ir­tæk­inu hafi geng­ið vel að lækka kostn­að og mæla með hluta­bréf­um þess til kaups. Þá var hagn­að­ur þess meiri á fyrsta helm­ingi árs­ins en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir, en Rio Tinto setti sér meiri nið­ur­skurð­ar­kröf­ur en áð­ur.
Álverið í Straumsvík borgar milljarða til móðurfélagsins
FréttirÁlver

Ál­ver­ið í Straums­vík borg­ar millj­arða til móð­ur­fé­lags­ins

Ál­ver Rio Tinto Alcan í Straums­vík er í margs kon­ar við­skipt­um við móð­ur­fé­lag sitt í Sviss þar sem fjár­mun­ir renna frá Ís­landi og til þess. Auk­inn kostn­að­ur get­ur lækk­að skatt­greiðsl­ur. Hagn­að­ur Rio Tinto af sölu fyr­ir­tæk­is­ins á áli að frá­dregn­um kostn­aði var ein­ung­is um tveir þriðju hlut­ar af hagn­aði Alcan þeg­ar það fyr­ir­tæki átti ál­ver­ið í Straums­vík. Fram­legð Alcan á tíma­bil­inu 2002 til 2007 var rúm­lega 43 pró­sent en fram­legð Rio Tinto er rúm­lega 30 pró­sent.
„Þá eru þeir að nota þessa kjaradeilu til að loka verksmiðjunni“
FréttirÁlver

„Þá eru þeir að nota þessa kjara­deilu til að loka verk­smiðj­unni“

Gylfi Ingvars­son, tals­mað­ur starfs­manna Rio Tinto Alcan, seg­ir að lít­ið hafi þokast í við­ræð­um við Rio Tinto Alcan. Hef­ur áhyggj­ur af því að kjara­deil­an sé fyr­ir­slátt­ur. Óvíst að Rio Tinto noti verk­taka­heim­ild­ina ef um það semst. Rio TInto Alcan seg­ist ekki sitja við sama borð og önn­ur fyr­ir­tæki og seg­ir samn­inga­við­ræð­urn­ar vera rétt­læt­is­mál.
Bankarnir græddu  1,4 milljónir á hvern Íslending
Úttekt

Bank­arn­ir græddu 1,4 millj­ón­ir á hvern Ís­lend­ing

Hagn­að­ur ís­lensku við­skipta­bank­anna þriggja á hvern lands­mann er tals­vert meiri en hagn­að­ur stóru bank­anna á Norð­ur­lönd­un­um. Tveir þeirra græddu um 90 þús­und á hvern Ís­lend­ing hvor um sig. Sam­an­lagð­ur hagn­að­ur ís­lensku bank­anna var rúm 4 pró­sent af lands­fram­leiðslu í fyrra en 8 pró­sent í Banda­ríkj­un­um. Stund­in skoð­aði hagn­að bank­anna á liðn­um ár­um í nor­rænu sam­hengi og fékk full­trúa þeirra til að tjá sig um hagn­að­ar­töl­urn­ar.
Borguðu ekkert fyrir þyrlufyrirtæki sem skilar tugmilljóna hagnaði
Fréttir

Borg­uðu ekk­ert fyr­ir þyrlu­fyr­ir­tæki sem skil­ar tug­millj­óna hagn­aði

Eig­end­ur fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins Sunds seldu stærsta þyrlu­fyr­ir­tæki lands­ins út úr fé­lag­inu áð­ur en það varð gjald­þrota. 120 millj­óna króna lán frá Sundi er inni í nær gjald­þrota fé­lag­inu. Norð­ur­flug hef­ur hagn­ast um 160 millj­ón­ir á tveim­ur ár­um. Skipta­stjóri Sunds hef­ur feng­ið við­skipt­un­um rift.
Um ótta og tortryggni vegna hryðjuverkaógnar: Hvað er eiginlega í þessari tösku?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
Pistill

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Um ótta og tor­tryggni vegna hryðju­verka­ógn­ar: Hvað er eig­in­lega í þess­ari tösku?

Ég sat á kaffi­húsi í Stokk­hólmi á fimmtu­dags­morg­un og las frétt­ir í dag­blað­inu Dagens Nyheter um að við­bún­að­ar­stig vegna hugs­an­legr­ar hryðju­verka­árás­ar í land­inu væri nú 4 af 5 stig­um mögu­leg­um. Í for­síðu­frétt­inni var sagt frá því að leit­að væri að ætl­uð­um terr­orista í Sví­þjóð og að aukn­ar lík­ur væru á því að hryðju­verk yrðu fram­in í land­inu. Fram­an á Aft­on­bla­det...
Svona á að skrifa um lífið, svona á skrifa um dauðann
MenningJólabækur

Svona á að skrifa um líf­ið, svona á skrifa um dauð­ann

Árni Berg­mann var blaða­mað­ur á Þjóð­vilj­an­um í þrjá ára­tugi og rit­stjóri í fjór­tán ár. Hann hef­ur nú sent frá sér sjálfsævi­sögu sem er auð­vit­að líka viss ald­ar­speg­ill þar sem Árni fylgd­ist með stjórn­mál­um og hrær­ing­um í Evr­ópu á dög­um Kalda stríðs­ins. Bók Árna er vel skrif­uð yf­ir­veg­uð og í henni er til­finn­inga­leg­ur hápunkt­ur.
Þetta er það sem Illugi talar ekki um
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Þetta er það sem Ill­ugi tal­ar ekki um

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra ger­ir eins lít­ið og hann get­ur úr að­komu sinni og mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins að skipu­lagn­ingu Kína­ferð­ar­inn­ar sem Orka Energy var þátt­tak­andi í nú í mars. Af svari Ill­uga að dæma kom frum­kvæð­ið að heim­sókn­inni al­far­ið frá kín­versk­um stjórn­völd­um og ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið sá um nán­ast alla skipu­lagn­ingu. Sann­leik­ur­inn er hins veg­ar ekki al­veg svo ein­fald­ur eins og sést í gögn­um og upp­lýs­ing­um um heim­sókn­ina.

Mest lesið undanfarið ár