Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Rio Tinto vill lækka launakostnað eftir að hafa skilað 380 milljarða króna hagnaði

Þrátt fyr­ir gríð­ar­leg­an hagn­að á heimsvísu hef­ur Rio Tinto sett sér markmið um auk­inn nið­ur­skurð í kostn­aði. Þrýst­ing­ur berst frá höf­uð­stöðv­um Rio Tinto til Ís­lands og veld­ur hörku í samn­ing­um við starfs­fólk ál­vers­ins í Straums­vík. Rio Tinto vill lík­lega ekki loka ál­ver­inu í Straums­vík en gæti vilj­að end­ur­semja við Lands­virkj­un um raf­orku­verð. Er­lend­ir grein­end­ur hæla rekstri Rio Tinto og segja að fyr­ir­tæk­inu hafi geng­ið vel að lækka kostn­að og mæla með hluta­bréf­um þess til kaups. Þá var hagn­að­ur þess meiri á fyrsta helm­ingi árs­ins en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir, en Rio Tinto setti sér meiri nið­ur­skurð­ar­kröf­ur en áð­ur.

Rio Tinto Alcan gefur ekki upp ávinning fyrirtækisins af þeirri hagræðingu sem fyrirtækið telur felast í þeim breytingum á starfsmannahaldi álversins í Straumsvík sem leitt hefur til verkfalls í verksmiðjunni sem hófst miðvikudaginn 2. desember síðastliðinn. Verkfallið er afleiðing af því að Rio Tinto Alcan hefur viljað fá að semja um fá að notast í auknum mæli við verktaka í starfsemi sinni í stað fastráðinna starfsmanna til að lækka kostnað. 

Í svari við fyrirspurn Stundarinnar um hversu mikið Rio Tinto Alcan vilji ná niður launaskostnaði álversins út þeim rúmlega 34 milljónum dollara sem þessi kostnaður nam kemur fram að Rio Tinto hafi reiknað út þenann ávinning að hann sé ekki gefinn upp. „Við höfum áætlað ávinningin af þessum atriðum en gefum þær áætlanir ekki upp. Eðli málsins samkvæmt eru þær háðar einhverri óvissu en ljóst er að mögulegur ávinningur er mjög umtalsverður og svo sannarlega er nauðsynlegt fyrir fyrirtæki sem horfir fram á taprekstur að geta sótt slíkan ávinning, og það er líka mikið sanngirnismál í ljósi þess að ISAL er ein fyrirtækið á Íslandi sem býr við hömlur…“ segir í svarinu frá Ólafi Teiti Guðnasyni, upplýsingafulltrúa Rio Tinto Alcan á Íslandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Álver

Óskattlagðar vaxtagreiðslur Norðuráls úr landi tvöfalt hærri en hagnaður fyrirtækisins
FréttirÁlver

Óskatt­lagð­ar vaxta­greiðsl­ur Norð­ur­áls úr landi tvö­falt hærri en hagn­að­ur fyr­ir­tæk­is­ins

Laga­setn­ing­in til að sporna við skatta­hag­ræð­ingu ál­fyr­ir­tækj­anna á Ís­landi mun ekki hafa mik­il áhrif á Norð­ur­ál og Alcoa. Vaxta­greiðsl­ur Norð­ur­áls frá Ís­landi til eig­in fyr­ir­tæk­is í Banda­ríkj­un­um nema rúm­lega 84 millj­ón­um, hærri upp­hæð en sam­bæri­leg­ar greiðsl­ur hjá Alcoa.
Alcoa: Lagasetningin hefði ekki haft nein áhrif á 6,2 milljarða vaxtagreiðslur 2014 og 2015
FréttirÁlver

Alcoa: Laga­setn­ing­in hefði ekki haft nein áhrif á 6,2 millj­arða vaxta­greiðsl­ur 2014 og 2015

Vaxt­greiðsl­ur ál­fyr­ir­tæk­is­ins Alcoa hafa al­mennt ver­ið und­ir þeim við­mið­um sem kveð­ið er á um í nýj­um lög­um um tekju­skatt. Laga­breyt­ing­in sem á að koma í veg fyr­ir skattaund­an­skot slíkra fyr­ir­tækja virð­ist því ekki hafa mik­il áhrif. For­stjóri Alcoa seg­ir að fyr­ir­tæk­ið vinni að því að kanna áhrif laga­breyt­ing­ar­inn­ar á starf­semi ál­fyr­ir­tæk­is­ins.
Óskattlagðar vaxtagreiðslur Alcoa úr álverinu nema 67 milljörðum króna
FréttirÁlver

Óskatt­lagð­ar vaxta­greiðsl­ur Alcoa úr ál­ver­inu nema 67 millj­örð­um króna

Vaxta­greiðsl­ur ál­vers­ins á Reyð­ar­firði til fé­lags í eigu Alcoa í Lúx­em­borg eru rúm­lega tveim­ur millj­örð­um króna hærri en bók­fært tap ál­vers­ins á Ís­landi. Síð­asta rík­is­stjórn breytti lög­um um tekju­skatt til að koma í veg fyr­ir slíka skatta­snún­inga. Indriði Þor­láks­son seg­ir að laga­breyt­ing­arn­ar séu ekki nægi­lega rót­tæk­ar til að koma í veg fyr­ir skattaund­an­skot með lána­við­skipt­um á milli tengdra fé­laga.
Stjórnendur álveranna væru lögbrjótar í Noregi
FréttirÁlver

Stjórn­end­ur ál­ver­anna væru lög­brjót­ar í Nor­egi

Norsk meng­un­ar­lög­gjöf er með tals­vert öðru sniði en sú ís­lenska. Í henni eru heim­ild­ir fyr­ir því að refsa stjórn­end­um fyr­ir­tækja sér­stak­lega, fremji þau ít­rek­að það sem kall­að er „meng­un­ar­glæpi“. Reglu­legt eft­ir­lit fag­að­ila með vökt­un ál­vera og hegn­ing fyr­ir brot á meng­un­ar­lög­um, sem er við­tek­inn sið­ur í Nor­egi, þekk­ist ekki á ís­landi.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár