Rio Tinto Alcan gefur ekki upp ávinning fyrirtækisins af þeirri hagræðingu sem fyrirtækið telur felast í þeim breytingum á starfsmannahaldi álversins í Straumsvík sem leitt hefur til verkfalls í verksmiðjunni sem hófst miðvikudaginn 2. desember síðastliðinn. Verkfallið er afleiðing af því að Rio Tinto Alcan hefur viljað fá að semja um fá að notast í auknum mæli við verktaka í starfsemi sinni í stað fastráðinna starfsmanna til að lækka kostnað.
Í svari við fyrirspurn Stundarinnar um hversu mikið Rio Tinto Alcan vilji ná niður launaskostnaði álversins út þeim rúmlega 34 milljónum dollara sem þessi kostnaður nam kemur fram að Rio Tinto hafi reiknað út þenann ávinning að hann sé ekki gefinn upp. „Við höfum áætlað ávinningin af þessum atriðum en gefum þær áætlanir ekki upp. Eðli málsins samkvæmt eru þær háðar einhverri óvissu en ljóst er að mögulegur ávinningur er mjög umtalsverður og svo sannarlega er nauðsynlegt fyrir fyrirtæki sem horfir fram á taprekstur að geta sótt slíkan ávinning, og það er líka mikið sanngirnismál í ljósi þess að ISAL er ein fyrirtækið á Íslandi sem býr við hömlur…“ segir í svarinu frá Ólafi Teiti Guðnasyni, upplýsingafulltrúa Rio Tinto Alcan á Íslandi.
Athugasemdir