Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bankarnir græddu 1,4 milljónir á hvern Íslending

Hagn­að­ur ís­lensku við­skipta­bank­anna þriggja á hvern lands­mann er tals­vert meiri en hagn­að­ur stóru bank­anna á Norð­ur­lönd­un­um. Tveir þeirra græddu um 90 þús­und á hvern Ís­lend­ing hvor um sig. Sam­an­lagð­ur hagn­að­ur ís­lensku bank­anna var rúm 4 pró­sent af lands­fram­leiðslu í fyrra en 8 pró­sent í Banda­ríkj­un­um. Stund­in skoð­aði hagn­að bank­anna á liðn­um ár­um í nor­rænu sam­hengi og fékk full­trúa þeirra til að tjá sig um hagn­að­ar­töl­urn­ar.

Hagnaðartölur íslensku bank­anna hafa á liðnum árum vakið athygli og jafnvel sterk viðbrögð í íslensku samfélagi, sem verið hefur að ná sér aftur á strik eftir heimssögulegt fjármálahrun árið 2008. Hagnaður stóru bankanna þriggja frá hruni nemur nú 464 milljörðum króna en eftir fyrstu sex mánuði þessa árs var hann kominn upp í 440 milljarða frá hruni. Sé litið til hagnaðarins frá hruni og út fyrstu níu mánuði þessa árs nemur heildarhagnaðurinn per capita rúmlega 1,4 milljónum króna. Hluti þessa hagnaðar er þó ekki beinn rekstrarhagnaður – það er að segja til dæmis hagnaður af vöxtum af húsnæðislánum einstaklinga og fjölskyldna – heldur er um að ræða bætt endurmat á útlánasafni bankanna í kjölfar hrunsins og sölu á eignum sem tengjast hruninu. 

Eins og  Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri Seðlabanka Íslands, orðaði það í riti bankans um fjármálastöðugleika nú í október, er þessi hagnaður sumpart villandi þar sem hann er ekki byggður á hagnaði af grunnstarfsemi bankanna: „Hagnaður þeirra á undanförnum árum hefur að veru­legu leyti verið drifinn áfram af endur­heimtum umfram væntingar í kjölfar fjármálahrunsins. Ekki er að vænta umtalsverðs frekari bata úr þeirri átt til framtíðar. Sterkur grunnrekstur verður því í ríkari mæli en áður forsenda góðrar afkomu.“ 

Þegar litið er til þess hvernig hagnaður bankanna er að nokkru leyti tilkominn, vegna virðishækkunar á útlánum sem talið var að minna fengist fyrir út af hruninu árið 2008, þá sést að þetta eru ekki auknar tekjur af grunnrekstri þeirra. Arnór bendir á að bankarnir þurfi nú í auknum mæli að sækja tekjur og hagnað annað en til hruntengdra eigna til að skila hagstæðri afkomu og sést sú tilhneiging einnig í tölunum um hagnað bankanna: Hagnaðurinn af grunnrekstri er alltaf að verða meiri og meiri almennt séð.

En hversu mikill er þessi hagnað­ur með tilliti til hagnaðar stóru norr­ænu bankanna og að hversu miklu leyti hann afleiðing hrunsins árið 2008? Á umræðan um þennan hagnað rétt á sér eða er hún á villi­götum? Eins og auðvitað var við að búast þá svara talsmenn allra stóru bankanna þriggja spurningum Stundarinnar um hagnað bankanna þannig að hann sé ekki óhóflegur. 

Bankarnir „krabbamein“ og „blóðsugur“?

Tölurnar um hagnað bankanna hafa til dæmis leitt af sér umræðu eins og í grein Gunnars Smára Egilssonar blaðamanns í sumar þar sem hann sagði að íslensku bankarnir væru „krabbamein“ á Íslandi. Orðrétt sagði Gunnar Smári 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár