Hólmfríður Helga Sigurðardóttir

Seldu 50 tonn af graskerjum fyrir hrekkjarvökuna
Fréttir

Seldu 50 tonn af graskerj­um fyr­ir hrekkjar­vök­una

Við­skipta­vin­ir í Mela­búð­inni slóg­ust um grasker­in fyr­ir hrekkja­vök­una í ár. Þetta seg­ir Pét­ur Al­an Guð­munds­son, kaup­mað­ur í Mela­búð­inni, sem seg­ir hvert ein­asta grasker hafa selst og það tveim­ur dög­um fyr­ir hrekkja­vöku. Ban­an­ar ehf. seldu versl­un­um og veit­inga­stöð­um 50 tonn af graskerj­um fyr­ir hrekkja­vök­una, sem er fimm­föld­un frá ár­inu 2010.
Segir ekki óeðlilegt að senda barn heim eftir sjálfsvígstilraun
Fréttir

Seg­ir ekki óeðli­legt að senda barn heim eft­ir sjálfs­vígstilraun

Yf­ir­lækn­ir göngu­deild­ar BUGL seg­ir að það þurfi ekki að hafa ver­ið mis­tök að vísa ung­um hæl­is­leit­anda frá eft­ir til­raun til sjálfs­vígs. Hann hafi þá lík­lega ekki ver­ið met­inn í bráðri sjálfs­vígs­hættu en þurfi þó lík­lega á hjálp og stuðn­ingi að halda. Rúm­ur mán­uð­ur er lið­inn frá því dreng­ur­inn reyndi sjálfs­víg. Hann býr einn í fé­lags­skap ókunn­ugra karl­manna og hef­ur nær enga sál­ræna að­stoð feng­ið.
Gefum gömlu strákunum frí
Viðtal

Gef­um gömlu strák­un­um frí

Hún læt­ur sem hún viti ekki af því að hún hafi kom­ist á eft­ir­launa­ald­ur fyr­ir nokkr­um ár­um og gegn­ir enn þá tveim­ur störf­um, rétt eins og hún hef­ur gert alla ævi. Eva Joly – eða Gro eins og henn­ar nán­ustu kalla hana – berst gegn skattaund­an­skot­um auð­manna og stór­fyr­ir­tækja, bæði sem þing­mað­ur á Evr­ópu­þing­inu og lög­mað­ur. Hún seg­ir nauð­syn­legt að al­menn­ing­ur geri sér grein fyr­ir að hann eigi í stríði gegn spill­ingu.
Nýtir eigin reynslu til að bæta samskipti annarra
Fréttir

Nýt­ir eig­in reynslu til að bæta sam­skipti annarra

Höf­und­ur bók­ar­inn­ar Sam­skipta­boð­orð­anna, Að­al­björg Stef­an­ía Helga­dótt­ir, kaf­aði of­an í líf sitt og greindi sína eig­in erf­iða lífs­reynslu, á borð við einelti, kyn­ferð­is­legt of­beldi og hjóna­bands­örð­ug­leika, út frá sam­skipt­um sín­um við aðra. Afrakst­ur þeirr­ar sjálfs­skoð­un­ar er kom­in út á bók sem Að­al­björg von­ar að verði öðr­um inn­blást­ur að bætt­um sam­skipt­um.
Telur nauðsynlegt að koma á fót dýralögreglu
ViðtalDýraníð

Tel­ur nauð­syn­legt að koma á fót dýra­lög­reglu

Frest­ir til að fram­fylgja lög­um um vel­ferð dýra geta tak­mark­að virkni þeirra í fjölda ára eða jafn­vel ára­tugi. Þeir vinna gegn til­gangi lag­anna, oft með hrika­leg­um af­leið­ing­um fyr­ir dýr­in sem þeim er ætl­að að vernda. Þetta seg­ir Al­ex­andra Jó­hann­es­dótt­ir lög­fræð­ing­ur, sem skoð­að hef­ur lög­in og eft­ir­fylgni með þeim of­an í kjöl­inn.

Mest lesið undanfarið ár