Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fordæma aðferð sem íslensk yfirvöld nota

Út­lend­inga­stofn­un not­ar um­deilda tann­grein­ing­ar­að­ferð til að meta ald­ur flótta­barna. Sam­tök tann­lækna í Bretlandi for­dæma hug­mynd­ir um að taka að­ferð­ina upp þar í landi og kalla hana bæði sið­lausa og óvið­eig­andi. Þar­lend hjálp­ar­sam­tök sem vinna með flótta­mönn­um taka und­ir gagn­rýn­ina.

Fordæma aðferð sem íslensk yfirvöld nota
16 eða 18 ára? Í Bretlandi fara nú fram rökræður um það hvort réttlætanlegt sé að nota greiningu á tönnum til að meta aldur ungra flóttamanna. Íslensk yfirvöld reiða sig á aðferðina, þrátt fyrir að hafa verið gagnrýnd harðlega fyrir það. Mynd: Wikimedia Commons

Samtök breskra tannlækna (British Dental Association) fordæma hugmynd þingmanns breska íhaldsflokksins, David Davies, um að taka upp tanngreiningaraðferð þar í landi, til að meta aldur flóttabarna. Breska blaðið Independent fjallar um þetta á vef sínum. Segja samtökin aðferðina bæði óviðeigandi og siðlausa. Þar að auki sé ómögulegt að segja með vissu til um aldur einhvers, með því að nota tanngreiningaraðferðina.

Ummælin lét þingmaðurinn fjalla í kjölfar þess að hafa séð myndir af innflytjendabörnum á leið úr Calais-flóttamannabúðunum til Bretlands á mánudag. Sagði hann þau sum hver ekki líta út fyrir að vera börn. Frönsk yfirvöld ráðgera að loka flóttamannabúðunum í Calais á næstu vikum og hafa bresk yfirvöld skuldbundið sig til að taka á móti fleiri flóttabörnum vegna þess.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár