Samtök breskra tannlækna (British Dental Association) fordæma hugmynd þingmanns breska íhaldsflokksins, David Davies, um að taka upp tanngreiningaraðferð þar í landi, til að meta aldur flóttabarna. Breska blaðið Independent fjallar um þetta á vef sínum. Segja samtökin aðferðina bæði óviðeigandi og siðlausa. Þar að auki sé ómögulegt að segja með vissu til um aldur einhvers, með því að nota tanngreiningaraðferðina.
Ummælin lét þingmaðurinn fjalla í kjölfar þess að hafa séð myndir af innflytjendabörnum á leið úr Calais-flóttamannabúðunum til Bretlands á mánudag. Sagði hann þau sum hver ekki líta út fyrir að vera börn. Frönsk yfirvöld ráðgera að loka flóttamannabúðunum í Calais á næstu vikum og hafa bresk yfirvöld skuldbundið sig til að taka á móti fleiri flóttabörnum vegna þess.
Athugasemdir