1. Puttafiskur og smjör
Ég og yngri bróðir minn, Kalli, sátum oft upp á borði og mamma mataði okkur á köldum fisk með smjörklípu. Einfalt og gott, við elskuðum það víst. Kannski er það ástæðan fyrir því að ég hætti að borða kalt smjör fyrir tíu ára aldur og get ennþá ekki hugsað mér að borða það. Ég bara meika ekki kalda fitu, hvað þá smjör. Finnst það klígjukennt og mér verður óglatt bara við tilhugsunina. Bráðið smjör er hins vegar nauðsynlegt í flest sem gott er og magnað að fólk sé ennþá að kaupa smjörlíki sem kostar jafn mikið.
2. Spaghettí og lasagne
Þegar mamma og pabbi voru að alast upp var fiskur sex sinnum í viku og kjöt í hádeginu á sunnudögum. Á mínum æskuárum var hins vegar meira
Athugasemdir