Margir Bretar virðast allt annað en sáttir við að vera beðnir um að mæta á kjörstaði í miðju jólaamstri en kosið verður 12. desember næstkomandi. Sterk hefð er fyrir því að kjósa að vori til, þannig hafa ellefu af síðustu þrettán þingkosningum Bretlands verið að vori. Á samfélagsmiðlum, og í viðtölum fjölmiðla, kvartar almenningur meðal annars undan þeirri tilhugsun að kjósa í myrkri og sumir hafa áhyggjur af því að þetta umstang muni trufla jólastarf grunnskóla þar sem þeir eru víða notaðir sem kjörstaðir.
Nöldur af þessu tagi er auðvitað frægur og einkennandi hluti af af breskri samfélagsumræðu en það er aðeins angi af mun dýpri gremju um ástand mála í Bretlandi og þá sérstaklega það stóra klúður sem Brexit er orðið.
„Margir Bretar virðast allt annað en sáttir við að vera beðnir um að mæta á kjörstaði í miðju jólaamstri“
Alls 51,9 prósent kjósenda samþykktu upphaflega úrsögn úr Evrópusambandinu …
Athugasemdir