Örveruflóran okkar er okkur mjög mikilvæg. Með hverri rannsókninni sem framkvæmd er kemur betur í ljós hversu mikil áhrif hún hefur á líf okkar og heilsu. Það er í raun ótrúlega stutt síðan við litum á örveruflóruna sem saklaus sníkjudýr, þessar bakteríur lifðu með okkur og gerðu engan skaða en ekki mikið gagn heldur.
Það hefur þó heldur betur sannað sig að örveruflóran spilar stóra rullu í okkar daglega lífi og samsetning hennar getur haft heilmikil áhrif á heilsu okkar. Nýjustu rannsóknir benda jafnvel til þess að líkamsklukkan okkar sé stillt eftir takti örveruflórunnar.
Líkamsklukkan slær taktinn
Okkar innbyggða líkamsklukka stjórnar nær öllum okkar gjörðum. Hún er mikilvæg svo við vitum hvenær er tími til að fara að sofa, borða og allt annað. Þessi klukka er til staðar í öllum okkar frumum og stjórnar þannig þeirra starfsemi og þar af leiðandi starfsemi þeirra líffæra sem frumurnar byggja.
Þessi klukka hefur …
Athugasemdir