Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Albanska konan óttast um heilsu barns síns: „Ég er svo hrædd og svo þreytt“

Albanska kon­an sem send var úr landi í gær, kom­in 36 vik­ur á leið, fékk að fara heim af spít­ala fyr­ir skömmu en ótt­ast hafði ver­ið að fyr­ir­burafæð­ing myndi fara af stað fyrr í dag.

Albanska konan óttast um heilsu barns síns: „Ég er svo hrædd og svo þreytt“
Er skelfd, þreytt og aum Albanska konan sem flutt var úr landi gengin 36 vikur með barn sitt segir að hún sé með háan blóðþrýsting og sé mjög illt í baki og mjaðmagrind. Mynd: No Boders

„Ég er svo hrædd og svo þreytt, svo ofboðslega þreytt. Ég er svo stressuð yfir því að eitthvað komi fyrir barnið mitt,“ sagði albanska konan sem íslensk stjórnvöld fluttu úr landi í gær, þvert á ráðleggingar læknis á kvennadeild Landspítala. Konan ræddi stuttlega við Stundina en hún var þá að yfirgefa spítala eftir að hafa verið lögð þar inn tímabundið vegna sterkra samdrátta. Óttast var að fæðing myndi fara af stað og var starfsfólk sjúkrahússins tilbúið að takast á við fyrirburafæðingu. Afþví varð sem betur fer ekki.

Tveggja ára drengurinn skelfdur og hrekkur upp af svefni

Konan sagði að hún og fjölskyldan öll sé miður sín og dauðuppgefin eftir ferðalagið. Þannig sé tveggja ára sonur hennar skelfdur, hann sé þreyttur en eigi samt erfitt með að sofa og hrökkvi reglulega upp, augljóslega hræddur. Hann hafi lítið viljað nærast og hún hafi miklar áhyggjur af líðan hans en einnig hvernig brottflutningurinn og staða mála muni hafa áhrif á andlega hlið drengsins til lengri tíma.

Konan sagði að hún sjálf væri mjög aum, hún finndi mikið til, einkum í baki og mjaðmagrind en í vottorði læknis á kvennadeild Landspítala kom einmitt fram að konan væri „slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“. Þá væri hún mjög stressuð og að blóðþrýstingur hennar hefði mælst hár á spítalanum. „Við erum að fara til vinafólks þar sem við fáum að vera í nótt en við þurfum að fara á milli staða,“ sagði konan.

„Ég er svo stressuð yfir því að eitthvað komi fyrir barnið mitt“

Konan sagði að hún væri óttaslegin, fjölskyldan óttaðist um öryggi sitt í Albaníu og hún ætti þá von helsta í brjósti að þau fengju að snúa aftur til Íslands. Hún sagði að hún vissi ekki betur en að mál þeirra væri enn í vinnslu á Íslandi og hún skyldi því ekki ákvörðunina um að vísa þeim úr landi í gær, hún væri bæði sár og reið yfir því, sérstaklega í ljósi þess að hún væri komin 36 vikur á leið.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár