Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Albanska konan óttast um heilsu barns síns: „Ég er svo hrædd og svo þreytt“

Albanska kon­an sem send var úr landi í gær, kom­in 36 vik­ur á leið, fékk að fara heim af spít­ala fyr­ir skömmu en ótt­ast hafði ver­ið að fyr­ir­burafæð­ing myndi fara af stað fyrr í dag.

Albanska konan óttast um heilsu barns síns: „Ég er svo hrædd og svo þreytt“
Er skelfd, þreytt og aum Albanska konan sem flutt var úr landi gengin 36 vikur með barn sitt segir að hún sé með háan blóðþrýsting og sé mjög illt í baki og mjaðmagrind. Mynd: No Boders

„Ég er svo hrædd og svo þreytt, svo ofboðslega þreytt. Ég er svo stressuð yfir því að eitthvað komi fyrir barnið mitt,“ sagði albanska konan sem íslensk stjórnvöld fluttu úr landi í gær, þvert á ráðleggingar læknis á kvennadeild Landspítala. Konan ræddi stuttlega við Stundina en hún var þá að yfirgefa spítala eftir að hafa verið lögð þar inn tímabundið vegna sterkra samdrátta. Óttast var að fæðing myndi fara af stað og var starfsfólk sjúkrahússins tilbúið að takast á við fyrirburafæðingu. Afþví varð sem betur fer ekki.

Tveggja ára drengurinn skelfdur og hrekkur upp af svefni

Konan sagði að hún og fjölskyldan öll sé miður sín og dauðuppgefin eftir ferðalagið. Þannig sé tveggja ára sonur hennar skelfdur, hann sé þreyttur en eigi samt erfitt með að sofa og hrökkvi reglulega upp, augljóslega hræddur. Hann hafi lítið viljað nærast og hún hafi miklar áhyggjur af líðan hans en einnig hvernig brottflutningurinn og staða mála muni hafa áhrif á andlega hlið drengsins til lengri tíma.

Konan sagði að hún sjálf væri mjög aum, hún finndi mikið til, einkum í baki og mjaðmagrind en í vottorði læknis á kvennadeild Landspítala kom einmitt fram að konan væri „slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“. Þá væri hún mjög stressuð og að blóðþrýstingur hennar hefði mælst hár á spítalanum. „Við erum að fara til vinafólks þar sem við fáum að vera í nótt en við þurfum að fara á milli staða,“ sagði konan.

„Ég er svo stressuð yfir því að eitthvað komi fyrir barnið mitt“

Konan sagði að hún væri óttaslegin, fjölskyldan óttaðist um öryggi sitt í Albaníu og hún ætti þá von helsta í brjósti að þau fengju að snúa aftur til Íslands. Hún sagði að hún vissi ekki betur en að mál þeirra væri enn í vinnslu á Íslandi og hún skyldi því ekki ákvörðunina um að vísa þeim úr landi í gær, hún væri bæði sár og reið yfir því, sérstaklega í ljósi þess að hún væri komin 36 vikur á leið.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
3
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár