Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Albanska konan óttast um heilsu barns síns: „Ég er svo hrædd og svo þreytt“

Albanska kon­an sem send var úr landi í gær, kom­in 36 vik­ur á leið, fékk að fara heim af spít­ala fyr­ir skömmu en ótt­ast hafði ver­ið að fyr­ir­burafæð­ing myndi fara af stað fyrr í dag.

Albanska konan óttast um heilsu barns síns: „Ég er svo hrædd og svo þreytt“
Er skelfd, þreytt og aum Albanska konan sem flutt var úr landi gengin 36 vikur með barn sitt segir að hún sé með háan blóðþrýsting og sé mjög illt í baki og mjaðmagrind. Mynd: No Boders

„Ég er svo hrædd og svo þreytt, svo ofboðslega þreytt. Ég er svo stressuð yfir því að eitthvað komi fyrir barnið mitt,“ sagði albanska konan sem íslensk stjórnvöld fluttu úr landi í gær, þvert á ráðleggingar læknis á kvennadeild Landspítala. Konan ræddi stuttlega við Stundina en hún var þá að yfirgefa spítala eftir að hafa verið lögð þar inn tímabundið vegna sterkra samdrátta. Óttast var að fæðing myndi fara af stað og var starfsfólk sjúkrahússins tilbúið að takast á við fyrirburafæðingu. Afþví varð sem betur fer ekki.

Tveggja ára drengurinn skelfdur og hrekkur upp af svefni

Konan sagði að hún og fjölskyldan öll sé miður sín og dauðuppgefin eftir ferðalagið. Þannig sé tveggja ára sonur hennar skelfdur, hann sé þreyttur en eigi samt erfitt með að sofa og hrökkvi reglulega upp, augljóslega hræddur. Hann hafi lítið viljað nærast og hún hafi miklar áhyggjur af líðan hans en einnig hvernig brottflutningurinn og staða mála muni hafa áhrif á andlega hlið drengsins til lengri tíma.

Konan sagði að hún sjálf væri mjög aum, hún finndi mikið til, einkum í baki og mjaðmagrind en í vottorði læknis á kvennadeild Landspítala kom einmitt fram að konan væri „slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“. Þá væri hún mjög stressuð og að blóðþrýstingur hennar hefði mælst hár á spítalanum. „Við erum að fara til vinafólks þar sem við fáum að vera í nótt en við þurfum að fara á milli staða,“ sagði konan.

„Ég er svo stressuð yfir því að eitthvað komi fyrir barnið mitt“

Konan sagði að hún væri óttaslegin, fjölskyldan óttaðist um öryggi sitt í Albaníu og hún ætti þá von helsta í brjósti að þau fengju að snúa aftur til Íslands. Hún sagði að hún vissi ekki betur en að mál þeirra væri enn í vinnslu á Íslandi og hún skyldi því ekki ákvörðunina um að vísa þeim úr landi í gær, hún væri bæði sár og reið yfir því, sérstaklega í ljósi þess að hún væri komin 36 vikur á leið.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár