Frændur vorir Norðmenn eru þekktir fyrir að leita til Íslands þegar mikið liggur við, sem er reyndar ástæða þess að nokkur býr hér yfirhöfuð. Í seinni tíð hafa þeir reynt að eigna sér Leif Eiríksson, ráðið til sín Svíann Lars Lagerbäck beint úr íslenskum æfingabúðum og nú er röðin komin að Halldóri Guðmundssyni. Halldór var, eins og flestir vita, síðast framkvæmdastjóri Hörpu hérlendis, en sá einnig um að skipuleggja íslensku heimsóknina til Frankfurt árið 2011.
Ekki var að sjá á norska skálanum að hann bæri sérstök höfundareinkenni Halldórs. Að mörgu leyti er hann andstæða hins íslenska. Á meðan íslenski skálinn var hlýr og notalegur, þar sem gestum var boðið upp á að setjast niður með bók í sófa með náttúrumyndir sem bakgrunn, þá var norski skálinn skjannahvítur með speglum á veggjum og meira í ætt við það sem kalla má „Nordic Cool“.
Íslendingar og Norðmenn til bjargar flóttamönnum
„Við höfum …
Athugasemdir