Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Freyja Haraldsdóttir vann í Hæstarétti

Hæstirétt­ur Ís­lands stað­festi að Barna­vernd­ar­stofa hafi mis­mun­að Freyju vegna fötl­un­ar henn­ar þeg­ar henni var neit­að um mat á því hvort hún gæti gerst fóst­ur­for­eldri.

Freyja Haraldsdóttir vann í Hæstarétti
Freyja hafði betur Héraðsdómur staðfesti í morgun að Barnaverndarstofa hefði mismunað Freyju Haraldsdóttur vegna fötlunar. Mynd: Úr einkasafni

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar þess efnis að Barnaverndarstofa hafi mismunað Freyju Haraldsdóttur vegan fötlunar hennar. Barnaverndarstofa hafnaði árið 2015 umsókn Freyju um leyfi til til þess að taka barn í fóstur. Málið sem um ræðir snýr að því að Freyja taldi sig ekki hafa notið sömu málmeðferðar og aðrir við umsókn sína, sökum fötlunar. Henni var meðal annars neitað um að sækja námskeið sem verðandi fósturforeldrum er skylt að sækja.

Freyja stefndi Barnaverndarstofu af þessum sökum en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Barnaverndarstofu í júní á síðasta ári. Freyja vildi ekki una þeim málalokum og skaut málinu til Landsréttar sem sneri dómi héraðsdóms við og dæmdi Freyju í vil í mars á þessu ári. Í dómi Landsréttar kemur meðal annars fram að sé gengið út frá því að fatlaður einstaklingur sé almennt ekki við góða heilsu, án þess að nánara mat fari fram á heilsufari hans, aðstöðu hans til að ala upp barn og þeirri aðstoð sem hann nýtur, sé verið að mismuna hinum fatlaða einstaklingi í samanburði við ófatlaðan einstakling.

Sem fyrr segir staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu Landsréttar nú í morgun. Niðurstaða Hæstaréttar snýr eingöngu að rétti Freyju til að fara í gegnum venjubundið matsferli til að meta hæfi hennar sem hugsanlegs fósturforeldris, en snýr ekki að umsókn Freyju um að gerast fósturforeldri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár