Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Freyja Haraldsdóttir vann í Hæstarétti

Hæstirétt­ur Ís­lands stað­festi að Barna­vernd­ar­stofa hafi mis­mun­að Freyju vegna fötl­un­ar henn­ar þeg­ar henni var neit­að um mat á því hvort hún gæti gerst fóst­ur­for­eldri.

Freyja Haraldsdóttir vann í Hæstarétti
Freyja hafði betur Héraðsdómur staðfesti í morgun að Barnaverndarstofa hefði mismunað Freyju Haraldsdóttur vegna fötlunar. Mynd: Úr einkasafni

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar þess efnis að Barnaverndarstofa hafi mismunað Freyju Haraldsdóttur vegan fötlunar hennar. Barnaverndarstofa hafnaði árið 2015 umsókn Freyju um leyfi til til þess að taka barn í fóstur. Málið sem um ræðir snýr að því að Freyja taldi sig ekki hafa notið sömu málmeðferðar og aðrir við umsókn sína, sökum fötlunar. Henni var meðal annars neitað um að sækja námskeið sem verðandi fósturforeldrum er skylt að sækja.

Freyja stefndi Barnaverndarstofu af þessum sökum en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Barnaverndarstofu í júní á síðasta ári. Freyja vildi ekki una þeim málalokum og skaut málinu til Landsréttar sem sneri dómi héraðsdóms við og dæmdi Freyju í vil í mars á þessu ári. Í dómi Landsréttar kemur meðal annars fram að sé gengið út frá því að fatlaður einstaklingur sé almennt ekki við góða heilsu, án þess að nánara mat fari fram á heilsufari hans, aðstöðu hans til að ala upp barn og þeirri aðstoð sem hann nýtur, sé verið að mismuna hinum fatlaða einstaklingi í samanburði við ófatlaðan einstakling.

Sem fyrr segir staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu Landsréttar nú í morgun. Niðurstaða Hæstaréttar snýr eingöngu að rétti Freyju til að fara í gegnum venjubundið matsferli til að meta hæfi hennar sem hugsanlegs fósturforeldris, en snýr ekki að umsókn Freyju um að gerast fósturforeldri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár