Utan­ríkis­ráðu­neytið veit ekki hver kostnaður þess við öryggis­gæslu er

Ekki eru til upp­lýs­ing­ar, hvorki sund­ur­greind­ar né í heild, um kostn­að vegna ör­ygg­is­gæslu í sendi­ráð­um Ís­lands. Ráðu­neyt­ið tók sér 11 mán­uði í að svara úr­skurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál.

Utan­ríkis­ráðu­neytið veit ekki hver kostnaður þess við öryggis­gæslu er
Tók ár að svara Utanríkisráðuneytið tók sér 11 mánuði í að veita upplýsingar eftir að blaðamaður kærði synjun á aðgangi að upplýsingum. 13 mánuðir liðu frá því að upphafleg upplýsingabeiðni var lögð fram og þar til niðurstaða lá fyrir.

Ekki liggur fyrir í bókhaldi utanríkisráðuneytisins hvernig greiðslum vegna öryggisgæslu sendiskrifstofa Íslands erlendis er háttað. Kostnaðartölur vegna þess eru ekki sundurliðaðar og samkvæmt svörum ráðuneytisins er ekki unnt að taka saman og veita upplýsingar um heildarkostnað vegna umræddrar öryggisgæslu. Utanríkisráðuneytið synjaði blaðamanni Stundarinnar um upplýsingar þessa efnis og tók sér ellefu mánuði í að skila gögnum og umsögn til úrskurðarnefndar um upplýsingamál eftir að kæra vegna synjunarinnar var lögð fram. Úrskurðarnefndin staðfesti synjun ráðuneytisins 13 mánuðum eftir að upphaflega var farið fram á að fá umræddar upplýsingar.

Ljóst er, af svörum ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar, að ekki lá fyrir kostnaður vegna öryggisgæslu við sendiskrifstofur Íslands erlendis á þeim tíma er óskað var eftir upplýsingunum, hvorki sundurgreint né í heild. Sömuleiðis kemur í ljós að á þeim tíma sem liðinn er frá því að óskað var eftir þeim upplýsingum hefur ráðuneytinu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár