Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Utan­ríkis­ráðu­neytið veit ekki hver kostnaður þess við öryggis­gæslu er

Ekki eru til upp­lýs­ing­ar, hvorki sund­ur­greind­ar né í heild, um kostn­að vegna ör­ygg­is­gæslu í sendi­ráð­um Ís­lands. Ráðu­neyt­ið tók sér 11 mán­uði í að svara úr­skurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál.

Utan­ríkis­ráðu­neytið veit ekki hver kostnaður þess við öryggis­gæslu er
Tók ár að svara Utanríkisráðuneytið tók sér 11 mánuði í að veita upplýsingar eftir að blaðamaður kærði synjun á aðgangi að upplýsingum. 13 mánuðir liðu frá því að upphafleg upplýsingabeiðni var lögð fram og þar til niðurstaða lá fyrir.

Ekki liggur fyrir í bókhaldi utanríkisráðuneytisins hvernig greiðslum vegna öryggisgæslu sendiskrifstofa Íslands erlendis er háttað. Kostnaðartölur vegna þess eru ekki sundurliðaðar og samkvæmt svörum ráðuneytisins er ekki unnt að taka saman og veita upplýsingar um heildarkostnað vegna umræddrar öryggisgæslu. Utanríkisráðuneytið synjaði blaðamanni Stundarinnar um upplýsingar þessa efnis og tók sér ellefu mánuði í að skila gögnum og umsögn til úrskurðarnefndar um upplýsingamál eftir að kæra vegna synjunarinnar var lögð fram. Úrskurðarnefndin staðfesti synjun ráðuneytisins 13 mánuðum eftir að upphaflega var farið fram á að fá umræddar upplýsingar.

Ljóst er, af svörum ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar, að ekki lá fyrir kostnaður vegna öryggisgæslu við sendiskrifstofur Íslands erlendis á þeim tíma er óskað var eftir upplýsingunum, hvorki sundurgreint né í heild. Sömuleiðis kemur í ljós að á þeim tíma sem liðinn er frá því að óskað var eftir þeim upplýsingum hefur ráðuneytinu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu