Ekki liggur fyrir í bókhaldi utanríkisráðuneytisins hvernig greiðslum vegna öryggisgæslu sendiskrifstofa Íslands erlendis er háttað. Kostnaðartölur vegna þess eru ekki sundurliðaðar og samkvæmt svörum ráðuneytisins er ekki unnt að taka saman og veita upplýsingar um heildarkostnað vegna umræddrar öryggisgæslu. Utanríkisráðuneytið synjaði blaðamanni Stundarinnar um upplýsingar þessa efnis og tók sér ellefu mánuði í að skila gögnum og umsögn til úrskurðarnefndar um upplýsingamál eftir að kæra vegna synjunarinnar var lögð fram. Úrskurðarnefndin staðfesti synjun ráðuneytisins 13 mánuðum eftir að upphaflega var farið fram á að fá umræddar upplýsingar.
Ljóst er, af svörum ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar, að ekki lá fyrir kostnaður vegna öryggisgæslu við sendiskrifstofur Íslands erlendis á þeim tíma er óskað var eftir upplýsingunum, hvorki sundurgreint né í heild. Sömuleiðis kemur í ljós að á þeim tíma sem liðinn er frá því að óskað var eftir þeim upplýsingum hefur ráðuneytinu …
Athugasemdir