Bjarni og Sigmundur hafa áhyggjur af jafnréttisstefnu Íslandsbanka

Ís­lands­banki hyggst beina við­skipt­um sín­um til fyr­ir­tækja sem gæta að jöfnu kynja­hlut­falli starfs­manna. Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra, seg­ir að bank­inn þurfi að fylgja eig­enda­stefnu rík­is­ins. Sig­mund­ur Dav­íð spyr hvort þetta sé ekki „óhugn­an­leg þró­un“.

Bjarni og Sigmundur Hafa áhyggjur af því að Íslandsbanki hyggist beina viðskiptum sínum frá þeim fyrirtækjum þar sem mikill kynjahalli er í starfsmannahaldi.

„Maður veltir því fyrir sér ef bankinn vill leggja áherslu á jafnræði, jafnrétti og grænar lausnir í sinni starfsemi, hvar bankinn hyggst draga mörkin í því?“ spurði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í dag, vegna áforma Íslandsbanka að beina viðskiptum sínum til þjónustufyrirtækja sem gæta að kynjajöfnuði í starfsmannahaldi.

Edda HermannsdóttirSamskiptastjóri Íslandsbanka vill að bankinn beiti sér í þágu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, kynnti áformin í grein á dögunum undir þeim formerkjum að bankinn myndi starfa eftir samfélagslegri ábyrgð. „Við forðumst að kaupa þjónustu af fyrirtækjum sem fylla herbergið aðeins af karlmönnum,“ sagði Edda meðal annars.

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafa í dag lýst miklum áhyggjum af málinu. Bjarni vísaði í eigendastefnu ríkisins, sem Íslandsbanki ætti að starfa eftir, og sagði hana vera til endurskoðunar.

Bjarni sagði þetta koma sér spánskt fyrir sjónir og sagði tvískinnungs gæta. „Fjármálafyrirtæki í eigu hins opinbera ber að starfa í samræmi við eigendastefnu ríkisins. Varðandi áherslur bankans, þá verð ég að viðurkenna að þetta kemur mér nokkuð spánskt fyrir sjónir. Maður veltir því til dæmis fyrir sér ef bankinn vill leggja áherslu á jafnræði, jafnrétti og grænar lausnir í sinni starfsemi, hvar bankinn hyggist draga mörkin í því?“

Þá sagði hann að sér fynndist „ákveðinn tvískinnungsháttur í því að ætla að gera það eingöngu á útgjaldahlið bankans, en ekki á tekjuhliðinni“. Hann spurði hvort gengi upp að önnur flokkun ætti við þegar kæmi að tekjum bankans. „Ætlar bankinn, ef menn ætla að taka þessa stefnu og þróa hana eitthvað lengra, þessa hugmyndafræði, ætla menn að neita viðskiptum við þá sem starfa ekki samkvæmt þessari hugmyndafræði, þegar þeir ætla að koma og eiga viðskipti við bankann, þannig að bankinn hagnist á því.“

Sigmundi Davíð spurði Bjarna út í „viðhorf hans til starfsemi Íslandsbanka þessa dagana“, en honum þótti áformin „óhugnanleg“. „Nú hafa birst fréttir sem í fyrstu virtust vera einhvers konar markaðsbrella, eða aprílgabb í október, en það mun ekki vera.  Ríkisbankinn, Íslandsbanki, hyggst nú hlutast til um dagskrá fjölmiðla. Og mannaráðningar á fjölmiðlum. Og beita í því skyni fjármagni sínu, sem eðli máls samkvæmt er í raun ríkisfé og fjármagn viðskiptavina bankans. Er það eðlilegt að banki, ríkisbanki, nýti afl sitt í þvingunarskyni, fari í vegferð, eins og það er kallað af hálfu bankans og fleiri áhugamál bankans munu vera á sjóndeildarhringnum, þar sem meðal annars fjölmiðlar eiga á hættu, fylgi þeir ekki stefnu bankans, þá verði þeim refsað fjárhagslega.“

Edda hafnar því að bankinn muni hafa afskipti af ritstjórnarstefnu eða efnistökum fjölmiðla.

Íslandsbanki hefur skuldbundið sig til að fylgja ýmsum markmiðum um samfélagslega ábyrgð í starfi sínu, sem kynnt eru á vef bankans. Í grein sinni sagði Edda Hermannsdóttir að fyrirtæki þyrftu að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga og jafnréttismála, en ekki bara einstaklingar. 

„Við hjá Íslandsbanka þurftum að fara í gegnum þessa naflaskoðun líkt og öll önnur fyrirtæki og erum byrjuð á þeirri vegferð. En við sáum strax mótsögnina í því sem við vorum að tala um. Kolefnisjöfnum starfsemina en segjum ungum krökkum að setja peninginn sinn í þennan fína plastbauk sem við fljúgum alla leið til Íslands frá Kína. Tölum um jafnrétti af miklum eldmóð en auglýsum bankann hjá fjölmiðlum þar sem fáar sem engar konur fá tækifæri til að komast á dagskrá. Tölum um jafnt kynjahlutfall en kaupum þjónustu af fyrirtækjum eingöngu skipuðum karlmönnum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu