Fjöldi viðskiptavina netverslunarinnar Heimilisvara segja farir sínar ekki sléttar af viðskiptunum. Ein þeirra, kona sem keypti heyrnartól, beið í sex mánuði eftir því að fá vöruna afhenda.
Konan pantaði heyrnartól í júní síðastliðnum og greiddi fyrir þau 5.990 krónur, en fékk þau ekki í hendurnar fyrr en nú í desember. Auk þess þurfti hún, þrátt fyrir þennan langa drátt á afhendingu, að greiða 1.400 krónur aukalega í sendingarkostnað.
Þegar konan reyndi í byrjun október að hafa samband við Heimilisvörur í gegnum tölvupóstfang sem gefið var upp á heimasíðu netverslunarinnar og ýta á eftir afhendingu vörunnar fengust engin svör. Skömmu eftir að hún sendi póstinn var bæði vefsíðu og Facebook-síðu verslunarinnar lokað.
Heimilisvörur var rekin á vegum smásölufyrirtækisins Cadabra ehf., sem var stofnað undir lok árs 2017. Netverslun Heimilisvara var sett á laggirnar í byrjun árs 2018 og var lokað í byrjun október. Aðrar netverslanir á vegum sama fyrirtækis eru Frostvörur, …
Athugasemdir