Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segir tafir á framkvæmdum á Hverfisgötu hafa valdið milljónatapi

Eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Gráa katt­ar­ins seg­ir að rekst­ur stað­ar­ins sé í járn­um og upp­safn­að tap auk­ist með hverri viku sem verklok fram­kvæmda á Hverf­is­götu tefj­ist.

Segir tafir á framkvæmdum á Hverfisgötu hafa valdið milljónatapi
Erfitt aðgengi Ásmundur segir að illa hafi verið staðið að aðgengismálum að veitingastað hans, Gráa kettinum, á meðan að framkvæmdir hafa staðið yfir á Hverfisgötu. Mynd: Davíð Þór

Ásmundur Helgason, sem á og rekur veitingahúsið Gráa köttinn ásamt Elínu G. Ragnarsdóttur konu sinni, segir að lokanir vegna framkvæmda á Hverfisgötu og tafir á verklokum valdi því að rekstur staðarins sé í uppnámi og tap sé á honum viku hverja. Verkið hafi upphaflega átt að taka þrjá mánuði en útlit sé fyrir að verktími tvöfaldist og verði að minnsta kosti sex mánuðir. „. Hvernig hægt er að klúðra þessu verki svona ofboðslega er óskiljanlegt,“ segir Ásmundur í færslu á Facebook-síðu sinni.

Hverfisgötu var lokað fyrir umferð akandi í vor sem leið, á milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs, vegna framkvæmda við fráveitu og lagnir. Framkvæmdir hófust um miðjan maí og áttu að standa til ágústloka en enn er gatan lokuð og svo að sjá að talsvert vinna sé eftir. Á meðan hefur aðkoma gangandi fólks að þjónustufyrirtækjum á þessum hluta götunnar verið erfið og stundum illfær.

Ekkert stenst sem sagt er

Ásmundur segir að áhrifin á rekstur hans staðar, og annarra staða neðan til á Hverfisgötu, séu áþreifanleg. Fjórir veitingastaðir á því svæði hafi farið á hausinn og þó hann geti ekki fullyrt að lokun Hverfisgötunnar sé um að kenna sé hann þess fullviss að lokunin hafi í það minnsta haft áhrif. Hvað varði rekstur hans eigin staðar, Gráa kattarins, þá sé hann í járnum. „Við töpum peningum á hverri viku, í  hverjum mánuði. Við erum auðvitað alltaf að vonast til að verkið klárist en við þolum ekki langan tíma í viðbót að óbreyttu. Sem betur fer virðist nú samt ekki vera langur tími eftir af framkvæmdunum. Við myndum ekki lifa af veturinn í óbreyttu ástandi,“ segir Ásmundur í samtali við Stundina.

„Við erum búin að tapa milljónum vegna þessara framkvæmda frá því í sumar“

Ásmundur er jafnframt mjög ósáttur við samskiptin við borgina og bendir sérstaklega á formann skipulagsráðs í þeim efnum, Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur.  „Hún svarar aldrei, ég hef sent henni tölvupóst ítrekað og hún svarar honum aldrei. Sjálfur boðberi frjáls upplýsingaflæðis og opinnar stjórnsýslu, Píratinn sjálfur, svarar aldrei neinum tölvupóstum. Það er ekki einu sinni hægt að finna fullnægjandi upplýsingar um framkvæmdirnar inni á vef Reykjavíkurborgar, eftir allan þennan tíma. Það hefur ekkert staðist í verkáætlun og það stenst aldrei neitt af því sem sagt er. Það er alveg sama hvort það er af hálfu borgarinnar eða af hálfu verktakans sem er með verkið.“

Ásmundur segir að hann hafi farið fram á að borgin greiði fyrirtæki hans bætur vegna þessara miklu tafa sem orðið hafa á framkvæmdunum. Hann hafi engin svör fengið við þeim umleitunum. Næsta skref sé líklega að leita lögfræðiaðstoðar vegna þess. „Við erum búin að tapa milljónum vegna þessara framkvæmda frá því í sumar. Aðsóknin minnkar bara eftir því sem framkvæmdirnar standa lengur.“

Fyrirvari: Elín G. Ragnarsdóttir, annar eigandi Gráa kattarins, er stjórnarformaður Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár