Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stjórnarskrá – Breytingar eða blekkingarleikur?

Ein­ar A. Brynj­ólfs­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Pírata, minn­ir á að ís­lenska þjóð­in hef­ur þeg­ar smþykkt nýja stjórn­ar­skrá.

Stjórnarskrá – Breytingar eða blekkingarleikur?
Afmæli nýju stjórnarskrárinnar Sjö ár eru frá því að íslenska þjóðin kaus sér nýja stjórnarskrá. Mynd: Pressphotos

Fyrr á öldum réttlættu konungar stöðu sína með þeim rökum að þeir væru konungar fyrir náð guðs (lat. rex de gratia) og að þeir mættu fara með vald sitt samkvæmt því umboði. Eflaust hafa einhverjir þeirra trúað þessu sjálfir og væntanlega hefur fátækur almúgi sjaldnast haft forsendur til að efast um þessi sannindi, enda var annað fyrirkomulag lítt þekkt og lítil stemmning fyrir breytingum, að minnsta kosti meðal forréttindahópanna sem nutu góðs af því. Í sagnfræðinni er talað um „ancien régime“ eða „gamla stjórnarfarið“. Í krafti þessa kerfis var réttlætinu (og ranglætinu) útdeilt niður til almennings, í þeim skömmtum sem elítunni þótti hæfa.

Hvaðan kemur valdið?

Þegar fram liðu stundir kom fram sú hugmynd að valdið kæmi ekki að ofan, frá guði, heldur frá almenningi. Talað var um samfélagssáttmála milli almennings og þeirra sem færu með landsstjórnina og að ef þeir sem fengju völdin í hendur frá almenningi stæðu sig ekki í stykkinu eða gerðu eitthvað á hlut umbjóðenda sinna væri rétt að koma þeim frá, með góðu eða illu.

Í flestum löndum, þar á meðal Íslandi, er svona samfélagssáttmáli kallaður stjórnarskrá. Segja má að núgildandi samfélagssáttmáli Íslendinga hafi komið að ofan, þó ekki frá guði, heldur frá dönskum konungi og var öllum ljóst að hann átti að vera til bráðabirgða. Rúmlega 60 ár liðu þó þangað til ráðist var í gerð nýs samfélagssáttmála og kom það reyndar ekki til af góðu. Efnahagshrunið árið 2008 olli miklu umróti í íslensku þjóðlífi og gerðust þær raddir háværar sem kölluðu eftir nýjum samfélagssáttmála, nýrri stjórnaskrá, sem skyldi deila út valdinu neðan frá, frá almenningi til lýðræðislega kjörinna fulltrúa, stjórnarskrá sem setti undir ýmsa leka þeirrar sem fyrir var, og er.

Ný stjórnarskrá

Úr varð eitt merkilegasta plagg Íslandssögunnar, ný stjórnarskrá, samin af almennum borgurum sem höfðu fengið umboð til þess með lýðræðislegum hætti. Sérstaða  þessa nýja samfélagssáttmála er fólgin í aðferðinni við að semja hann og í efni hans, enda fór það svo að tveir þriðju hlutar kjósenda í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fór 20. október 2012, voru þeirrar skoðunar að hann skyldi liggja til grundvallar nýrri stjórnarskrá.

Um þessar mundir eru liðin sjö ár frá því að almennir kjósendur gáfu löggjafanum, það er Alþingi, þessi skýru fyrirmæli. Löggjafinn, sem er því miður að mestu leyti verkfæri framkvæmdarvaldsins, hefur ekki séð ástæðu til að virða þennan vilja kjósenda. Það er vont, enda má segja að með nýju stjórnarskránni séu gefin skýr skilaboð um að valdið komi frá þjóðinni, það er neðan frá.

„Aðkoma þjóðarinnar“

Katrín Jakobsdóttir, sem leiðir ríkisstjórn íhaldsflokkanna þriggja, VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, er í hópi þess stjórnmálafólks sem sér enga ástæðu til að virða vilja þjóðarinnar þegar á hólminn er komið. Í staðinn ætlar hún, „að halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi með aðkomu þjóðarinnar og nýta meðal annars til þess aðferðir almenningssamráðs“, eins og segir á vef stjórnarráðsins.

Vilji íhaldsflokkanna eða vilji þjóðarinnar?

Spurningar vakna: Af hverju má ekki virða vilja þjóðarinnar frá 20. október 2012? Hefur heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar með aðkomu þjóðarinnar ekki nú þegar farið fram? Tókst ekki nógu vel til? Er eitthvað í tillögum stjórnlagaráðs sem hentar ekki elítunni sem fer með völdin? Er ekki gott að almenningur setji sér sjálfur stjórnarskrá? Eiga þingmenn að „skammta“ þjóðinni stjórnarskrá? Getur hugsast að málið „tefjist“ þannig að ekki verði hægt að breyta neinu sem máli skiptir við næstu Alþingiskosningar? Hvaða líkur eru til þess að vilji þjóðarinnar verði virtur í þetta skiptið? Er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir náð guðs? Sækir hún ekki vald sitt til þjóðarinnar? Ætlar hún að færa þjóðinni stjórnarskrá, að ofan? Er þetta ekki bara einn stór blekkingarleikur?

Að lokum vil ég óska Íslendingum öllum til hamingju með afmælisbarnið, nýju stjórnarskrána. Hennar tími mun koma!

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.
Alls konar fólk sem þarf aðstoð: „Það getur eitthvað komið fyrir hjá öllum“
6
FréttirJólin

Alls kon­ar fólk sem þarf að­stoð: „Það get­ur eitt­hvað kom­ið fyr­ir hjá öll­um“

Fjöl­breytt­ur hóp­ur sæk­ir matarað­stoð fyr­ir jól­in en út­lit er fyr­ir að svip­að marg­ir þurfi á slíkri að­stoð að halda í ár og í fyrra, um 4.000 heim­ili ef lit­ið er til að­stoð­ar Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar og Mæðra­styrksnefnd­ar. Há leiga eða há­ar af­borg­an­ir eru að sliga marga sem þurfa að sækja sér að­stoð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár