Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stjórnarskrá – Breytingar eða blekkingarleikur?

Ein­ar A. Brynj­ólfs­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Pírata, minn­ir á að ís­lenska þjóð­in hef­ur þeg­ar smþykkt nýja stjórn­ar­skrá.

Stjórnarskrá – Breytingar eða blekkingarleikur?
Afmæli nýju stjórnarskrárinnar Sjö ár eru frá því að íslenska þjóðin kaus sér nýja stjórnarskrá. Mynd: Pressphotos

Fyrr á öldum réttlættu konungar stöðu sína með þeim rökum að þeir væru konungar fyrir náð guðs (lat. rex de gratia) og að þeir mættu fara með vald sitt samkvæmt því umboði. Eflaust hafa einhverjir þeirra trúað þessu sjálfir og væntanlega hefur fátækur almúgi sjaldnast haft forsendur til að efast um þessi sannindi, enda var annað fyrirkomulag lítt þekkt og lítil stemmning fyrir breytingum, að minnsta kosti meðal forréttindahópanna sem nutu góðs af því. Í sagnfræðinni er talað um „ancien régime“ eða „gamla stjórnarfarið“. Í krafti þessa kerfis var réttlætinu (og ranglætinu) útdeilt niður til almennings, í þeim skömmtum sem elítunni þótti hæfa.

Hvaðan kemur valdið?

Þegar fram liðu stundir kom fram sú hugmynd að valdið kæmi ekki að ofan, frá guði, heldur frá almenningi. Talað var um samfélagssáttmála milli almennings og þeirra sem færu með landsstjórnina og að ef þeir sem fengju völdin í hendur frá almenningi stæðu sig ekki í stykkinu eða gerðu eitthvað á hlut umbjóðenda sinna væri rétt að koma þeim frá, með góðu eða illu.

Í flestum löndum, þar á meðal Íslandi, er svona samfélagssáttmáli kallaður stjórnarskrá. Segja má að núgildandi samfélagssáttmáli Íslendinga hafi komið að ofan, þó ekki frá guði, heldur frá dönskum konungi og var öllum ljóst að hann átti að vera til bráðabirgða. Rúmlega 60 ár liðu þó þangað til ráðist var í gerð nýs samfélagssáttmála og kom það reyndar ekki til af góðu. Efnahagshrunið árið 2008 olli miklu umróti í íslensku þjóðlífi og gerðust þær raddir háværar sem kölluðu eftir nýjum samfélagssáttmála, nýrri stjórnaskrá, sem skyldi deila út valdinu neðan frá, frá almenningi til lýðræðislega kjörinna fulltrúa, stjórnarskrá sem setti undir ýmsa leka þeirrar sem fyrir var, og er.

Ný stjórnarskrá

Úr varð eitt merkilegasta plagg Íslandssögunnar, ný stjórnarskrá, samin af almennum borgurum sem höfðu fengið umboð til þess með lýðræðislegum hætti. Sérstaða  þessa nýja samfélagssáttmála er fólgin í aðferðinni við að semja hann og í efni hans, enda fór það svo að tveir þriðju hlutar kjósenda í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fór 20. október 2012, voru þeirrar skoðunar að hann skyldi liggja til grundvallar nýrri stjórnarskrá.

Um þessar mundir eru liðin sjö ár frá því að almennir kjósendur gáfu löggjafanum, það er Alþingi, þessi skýru fyrirmæli. Löggjafinn, sem er því miður að mestu leyti verkfæri framkvæmdarvaldsins, hefur ekki séð ástæðu til að virða þennan vilja kjósenda. Það er vont, enda má segja að með nýju stjórnarskránni séu gefin skýr skilaboð um að valdið komi frá þjóðinni, það er neðan frá.

„Aðkoma þjóðarinnar“

Katrín Jakobsdóttir, sem leiðir ríkisstjórn íhaldsflokkanna þriggja, VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, er í hópi þess stjórnmálafólks sem sér enga ástæðu til að virða vilja þjóðarinnar þegar á hólminn er komið. Í staðinn ætlar hún, „að halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi með aðkomu þjóðarinnar og nýta meðal annars til þess aðferðir almenningssamráðs“, eins og segir á vef stjórnarráðsins.

Vilji íhaldsflokkanna eða vilji þjóðarinnar?

Spurningar vakna: Af hverju má ekki virða vilja þjóðarinnar frá 20. október 2012? Hefur heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar með aðkomu þjóðarinnar ekki nú þegar farið fram? Tókst ekki nógu vel til? Er eitthvað í tillögum stjórnlagaráðs sem hentar ekki elítunni sem fer með völdin? Er ekki gott að almenningur setji sér sjálfur stjórnarskrá? Eiga þingmenn að „skammta“ þjóðinni stjórnarskrá? Getur hugsast að málið „tefjist“ þannig að ekki verði hægt að breyta neinu sem máli skiptir við næstu Alþingiskosningar? Hvaða líkur eru til þess að vilji þjóðarinnar verði virtur í þetta skiptið? Er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir náð guðs? Sækir hún ekki vald sitt til þjóðarinnar? Ætlar hún að færa þjóðinni stjórnarskrá, að ofan? Er þetta ekki bara einn stór blekkingarleikur?

Að lokum vil ég óska Íslendingum öllum til hamingju með afmælisbarnið, nýju stjórnarskrána. Hennar tími mun koma!

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár