Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stjórnarskrá – Breytingar eða blekkingarleikur?

Ein­ar A. Brynj­ólfs­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Pírata, minn­ir á að ís­lenska þjóð­in hef­ur þeg­ar smþykkt nýja stjórn­ar­skrá.

Stjórnarskrá – Breytingar eða blekkingarleikur?
Afmæli nýju stjórnarskrárinnar Sjö ár eru frá því að íslenska þjóðin kaus sér nýja stjórnarskrá. Mynd: Pressphotos

Fyrr á öldum réttlættu konungar stöðu sína með þeim rökum að þeir væru konungar fyrir náð guðs (lat. rex de gratia) og að þeir mættu fara með vald sitt samkvæmt því umboði. Eflaust hafa einhverjir þeirra trúað þessu sjálfir og væntanlega hefur fátækur almúgi sjaldnast haft forsendur til að efast um þessi sannindi, enda var annað fyrirkomulag lítt þekkt og lítil stemmning fyrir breytingum, að minnsta kosti meðal forréttindahópanna sem nutu góðs af því. Í sagnfræðinni er talað um „ancien régime“ eða „gamla stjórnarfarið“. Í krafti þessa kerfis var réttlætinu (og ranglætinu) útdeilt niður til almennings, í þeim skömmtum sem elítunni þótti hæfa.

Hvaðan kemur valdið?

Þegar fram liðu stundir kom fram sú hugmynd að valdið kæmi ekki að ofan, frá guði, heldur frá almenningi. Talað var um samfélagssáttmála milli almennings og þeirra sem færu með landsstjórnina og að ef þeir sem fengju völdin í hendur frá almenningi stæðu sig ekki í stykkinu eða gerðu eitthvað á hlut umbjóðenda sinna væri rétt að koma þeim frá, með góðu eða illu.

Í flestum löndum, þar á meðal Íslandi, er svona samfélagssáttmáli kallaður stjórnarskrá. Segja má að núgildandi samfélagssáttmáli Íslendinga hafi komið að ofan, þó ekki frá guði, heldur frá dönskum konungi og var öllum ljóst að hann átti að vera til bráðabirgða. Rúmlega 60 ár liðu þó þangað til ráðist var í gerð nýs samfélagssáttmála og kom það reyndar ekki til af góðu. Efnahagshrunið árið 2008 olli miklu umróti í íslensku þjóðlífi og gerðust þær raddir háværar sem kölluðu eftir nýjum samfélagssáttmála, nýrri stjórnaskrá, sem skyldi deila út valdinu neðan frá, frá almenningi til lýðræðislega kjörinna fulltrúa, stjórnarskrá sem setti undir ýmsa leka þeirrar sem fyrir var, og er.

Ný stjórnarskrá

Úr varð eitt merkilegasta plagg Íslandssögunnar, ný stjórnarskrá, samin af almennum borgurum sem höfðu fengið umboð til þess með lýðræðislegum hætti. Sérstaða  þessa nýja samfélagssáttmála er fólgin í aðferðinni við að semja hann og í efni hans, enda fór það svo að tveir þriðju hlutar kjósenda í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fór 20. október 2012, voru þeirrar skoðunar að hann skyldi liggja til grundvallar nýrri stjórnarskrá.

Um þessar mundir eru liðin sjö ár frá því að almennir kjósendur gáfu löggjafanum, það er Alþingi, þessi skýru fyrirmæli. Löggjafinn, sem er því miður að mestu leyti verkfæri framkvæmdarvaldsins, hefur ekki séð ástæðu til að virða þennan vilja kjósenda. Það er vont, enda má segja að með nýju stjórnarskránni séu gefin skýr skilaboð um að valdið komi frá þjóðinni, það er neðan frá.

„Aðkoma þjóðarinnar“

Katrín Jakobsdóttir, sem leiðir ríkisstjórn íhaldsflokkanna þriggja, VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, er í hópi þess stjórnmálafólks sem sér enga ástæðu til að virða vilja þjóðarinnar þegar á hólminn er komið. Í staðinn ætlar hún, „að halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi með aðkomu þjóðarinnar og nýta meðal annars til þess aðferðir almenningssamráðs“, eins og segir á vef stjórnarráðsins.

Vilji íhaldsflokkanna eða vilji þjóðarinnar?

Spurningar vakna: Af hverju má ekki virða vilja þjóðarinnar frá 20. október 2012? Hefur heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar með aðkomu þjóðarinnar ekki nú þegar farið fram? Tókst ekki nógu vel til? Er eitthvað í tillögum stjórnlagaráðs sem hentar ekki elítunni sem fer með völdin? Er ekki gott að almenningur setji sér sjálfur stjórnarskrá? Eiga þingmenn að „skammta“ þjóðinni stjórnarskrá? Getur hugsast að málið „tefjist“ þannig að ekki verði hægt að breyta neinu sem máli skiptir við næstu Alþingiskosningar? Hvaða líkur eru til þess að vilji þjóðarinnar verði virtur í þetta skiptið? Er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir náð guðs? Sækir hún ekki vald sitt til þjóðarinnar? Ætlar hún að færa þjóðinni stjórnarskrá, að ofan? Er þetta ekki bara einn stór blekkingarleikur?

Að lokum vil ég óska Íslendingum öllum til hamingju með afmælisbarnið, nýju stjórnarskrána. Hennar tími mun koma!

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár