„Hátíðin verður haldin í 12. sinn í ár og er að verða táningur,“ segir Dögg Mósesdóttir kvikmyndagerðarkona sem hefur frá byrjun skipulagt hátíðina. „Áherslan í ár er á norrænt samstarf og þá sérstaklega hvernig stóru þjóðirnar á Norðurlöndunum geta stutt þær smáu. Við verðum með stóra vinnustofu fyrir ungar kvikmyndagerðarkonur á Norðurlöndunum undir yfirskriftinni Norrænar stelpur skjóta. Það voru valdir 12 þátttakendur frá Noregi, Svíþjóð, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi og Noregi og þeim fylgja 5 leiðbeinendur frá hverju landi.“ Dögg segir hátíðina alltaf hafa verið vettvang fyrir samstarf meðal kvikmyndagerðarfólks til framtíðar og að hún vonist til að vinnustofan hafi þau áhrif.
Reyna að sporna við kynjahallanum
„Við höfum alltaf verið mjög meðvituð um kynjahallann í kvikmyndagerð og reynt að sporna við honum, meðal annars með því að nota kerfi til að benda á þær myndir sem er leikstýrt eða eru skrifaðar af konum og með því að varpa ljósi á …
Athugasemdir