Hvaða fjárfestar það eru sem eiga nærri 1.300 íbúðir í útleigu í gegnum Almenna leigufélag sjóðstýringarfyrirtækisins GAMMA liggur ekki og hefur aldrei legið fyrir. Hluthafalisti félagsins er ekki opinber þar sem sjóður í stýringu GAMMA, Almenna leigufélagið eignarhaldssjóður, þarf ekki að opinbera hluthafaupplýsingar um endanlega eigendur sjóðsins frekar en aðrir sambærilegir sjóðir.
Almenna leigufélagið skilaði tæplega 400 milljóna króna rekstrarhagnaði í fyrra en hagnaðurinn var tæplega 1.500 milljónir króna árið áður, 2017.
Hagnaður félagsins er tilkominn vegna bókfærðra hækkana á fasteignaverði og mismunarins á leigutekjum Almenna leigufélagsins og kostnaði félagsins við rekstur og fjármögnun sína. Fjármagnskostnaður Almenna leigufélagsins jókst um ríflega 250 milljónir króna á milli áranna 2017 og 2018 þegar hann var ríflega 2 milljarðar króna.
Niðurstaðan er því: Almenna leigufélagið hefur hagnast á hækkun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu sem og á leigugreiðslum þeirra um 1.300 aðila sem eiga í viðskiptum við það, þótt hagnaðurinn sé reyndar orðinn nokkuð rýr …
Athugasemdir