Fyrir rétt rúmu ári síðan tók fjölskylda Stefáns Eiríkssonar, borgarritara og fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, ákvörðun um að fækka um einn bíl á heimilinu. Fjölskyldan seldi þá stóran bensínbíl sinn og ákvað að láta einn rafmagnsbíl duga. Á sama tíma keypti Stefán sér rafmagnshjól í IKEA á hundrað þúsund krónur og hefur hann undanfarið ár notað það til að komast leiðar sinnar. Stefán segir þetta hafa verið mikið heillaspor, bæði fjárhagslega og út frá umhverfissjónarmiðum.
Stefán greindi frá því í færslu á Facebook-síðu sinni að nettósparnaðurinn hafi alls numið 1,3 milljónum króna á ársgrundvelli. Hann segir þar að útgjaldaliður heimilisins er nefnist einfaldlega „Bílar og samgöngur“ hafi hljóðað upp á ríflega 1,8 milljónir á síðasta ári. Eftir að ákveðið var að leggja öðrum bílnum og Stefán keypti sér rafmagnshjól hljóðar sami liður upp á tæplega hálfa milljón.
Stefán segist himinlifandi með farartækið. „Þessi tilraun hefur gengið vel upp, rafmagnshjólið dugað …
Athugasemdir