Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól

Fyr­ir rétt rúmu ári síð­an tók fjöl­skylda Stef­áns Ei­ríks­son­ar ákvörð­un um að fækka um einn bíl á heim­il­inu. Á sama tíma keypti Stefán sér raf­magns­hjól. Seg­ir hann það hafa ver­ið mik­ið heilla­spor, bæði fjár­hags­lega og út frá um­hverf­is­sjón­ar­mið­um.

Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól
Notar hjólið nær eingöngu Stefán ferðast um á hjólinu í öllum veðrum, það eina sem stoppar hann er fljúgandi hálka. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fyrir rétt rúmu ári síðan tók fjölskylda Stefáns Eiríkssonar, borgarritara og fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, ákvörðun um að fækka um einn bíl á heimilinu. Fjölskyldan seldi þá stóran bensínbíl sinn og ákvað að láta einn rafmagnsbíl duga. Á sama tíma keypti Stefán sér rafmagnshjól í IKEA á hundrað þúsund krónur og hefur hann undanfarið ár notað það til að komast leiðar sinnar. Stefán segir þetta hafa verið mikið heillaspor, bæði fjárhagslega og út frá umhverfissjónarmiðum.

Stefán greindi frá því í færslu á Facebook-síðu sinni að nettósparnaðurinn hafi alls numið 1,3 milljónum króna á ársgrundvelli. Hann segir þar að útgjaldaliður heimilisins er nefnist einfaldlega „Bílar og samgöngur“ hafi hljóðað upp á ríflega 1,8 milljónir á síðasta ári. Eftir að ákveðið var að leggja öðrum bílnum og Stefán keypti sér rafmagnshjól hljóðar sami liður upp á tæplega hálfa milljón.

Stefán segist himinlifandi með farartækið. „Þessi tilraun hefur gengið vel upp, rafmagnshjólið dugað …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu