Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól

Fyr­ir rétt rúmu ári síð­an tók fjöl­skylda Stef­áns Ei­ríks­son­ar ákvörð­un um að fækka um einn bíl á heim­il­inu. Á sama tíma keypti Stefán sér raf­magns­hjól. Seg­ir hann það hafa ver­ið mik­ið heilla­spor, bæði fjár­hags­lega og út frá um­hverf­is­sjón­ar­mið­um.

Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól
Notar hjólið nær eingöngu Stefán ferðast um á hjólinu í öllum veðrum, það eina sem stoppar hann er fljúgandi hálka. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fyrir rétt rúmu ári síðan tók fjölskylda Stefáns Eiríkssonar, borgarritara og fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, ákvörðun um að fækka um einn bíl á heimilinu. Fjölskyldan seldi þá stóran bensínbíl sinn og ákvað að láta einn rafmagnsbíl duga. Á sama tíma keypti Stefán sér rafmagnshjól í IKEA á hundrað þúsund krónur og hefur hann undanfarið ár notað það til að komast leiðar sinnar. Stefán segir þetta hafa verið mikið heillaspor, bæði fjárhagslega og út frá umhverfissjónarmiðum.

Stefán greindi frá því í færslu á Facebook-síðu sinni að nettósparnaðurinn hafi alls numið 1,3 milljónum króna á ársgrundvelli. Hann segir þar að útgjaldaliður heimilisins er nefnist einfaldlega „Bílar og samgöngur“ hafi hljóðað upp á ríflega 1,8 milljónir á síðasta ári. Eftir að ákveðið var að leggja öðrum bílnum og Stefán keypti sér rafmagnshjól hljóðar sami liður upp á tæplega hálfa milljón.

Stefán segist himinlifandi með farartækið. „Þessi tilraun hefur gengið vel upp, rafmagnshjólið dugað …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár