Tvær konur heilsa hlýlega. Sú yngri, Lena Ósk Sigurðardóttir, virðist halda á nýfæddu barni. Það er hins vegar dúkkan, eða dúkkubarnið, Amelía Ósk. Sú eldri, Lára Dan Daníelsdóttir, er móðursystir Lenu.
Lena heldur þétt utan um dúkkubarnið sitt nærri því allan tímann sem viðtalið stendur yfir og lítur reglulega á það eins og til að athuga hvort það sofi vært.
„Lena var mjög rólegt barn, hún dundaði sér mikið og var mikil dúkkustelpa. Svo liðu árin og hún sótti alltaf mikið í það að passa og passar meðal annars barnabörnin mín,“ segir Lára, sem er fjögurra barna móðir og á 14 barnabörn. „Þráin eftir því að eignast barn hefur aukist undanfarin ár og hún fór að gera sér grein fyrir því að hún gæti ekki sjálf átt börn og hún er ekki þannig kandítat að hún gæti fengið …
Athugasemdir