Ester Ósk Steinarsdóttir var um 10 ára gömul þegar hún las grein um stelpu á aldur við sig sem fór í sumarbústað með ömmu sinni og afa og veiktist þar og dó í kjölfarið úr heilahimnubólgu.
„Ég einhvern veginn greip þetta,“ segir Ester og lýsir því hvernig líf hennar breyttist. „Eftir að ég las þessa grein ímyndaði ég mér að það væri ýmislegt að mér; ég varð stundum stíf í öxlum og þoldi ekki sólarljós. Ég fór ekki út í heilt sumar því ég var í raun og veru bara veik. Það var farið með mig á milli lækna en aldrei fannst neitt að. Þetta var algjörlega hausinn sem bjó til öll einkenni,“ segir hún.
Ester átti erfitt með svefn, vegna þess að hún trúði því að hún myndi deyja í svefni.
„Þegar ég var 14 ára þurfti mamma að svæfa mig á hverju kvöldi af því að ég var …
Athugasemdir