Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sigraðist á stjórnlausum ótta við dauðann

Ester Ósk Stein­ars­dótt­ir hef­ur glímt við heilsu­kvíða frá því hún var barn og ótt­að­ist að vakna aldrei aft­ur ef hún færi að sofa. Eft­ir alla and­legu bar­átt­una varð hún fyr­ir áfalli þeg­ar hún reyndi að eign­ast barn.

Sigraðist á stjórnlausum ótta við dauðann
Ester Ósk Eftir að hafa barist við heilsukvíða frá barnsaldri endaði hún í þrautargöngu við að reyna að eignast barn. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ester Ósk Steinarsdóttir var um 10 ára gömul þegar hún las grein um stelpu á aldur við sig sem fór í sumarbústað með ömmu sinni og afa og veiktist þar og dó í kjölfarið úr heilahimnubólgu.

„Ég einhvern veginn greip þetta,“ segir Ester og lýsir því hvernig líf hennar breyttist. „Eftir að ég las þessa grein ímyndaði ég mér að það væri ýmislegt að mér; ég varð stundum stíf í öxlum og þoldi ekki sólarljós. Ég fór ekki út í heilt sumar því ég var í raun og veru bara veik. Það var farið með mig á milli lækna en aldrei fannst neitt að. Þetta var algjörlega hausinn sem bjó til öll einkenni,“ segir hún.

Ester átti erfitt með svefn, vegna þess að hún trúði því að hún myndi deyja í svefni.

„Þegar ég var 14 ára þurfti mamma að svæfa mig á hverju kvöldi af því að ég var …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár