Á árunum 2002 til 2015 voru 65 prósent nauðgunarmála á Íslandi felld niður af hálfu saksóknara og fóru aldrei fyrir dóm. Athygli var vakin á þessari staðreynd á #MeTooReykjavík-ráðstefnunni sem fram fór í vikunni. Fjöldi kvenna kom saman við embætti héraðssaksóknara við Skúlagötu á miðvikudag til að mótmæla niðurfellingu nauðgunarmála.
Mótmælendur benda á að ótalin mál hafi einnig verið lögð niður af hálfu lögreglu. „Sú staðreynd er ólíðandi,“ segir í tilkynningu. „Ákvörðun um hvort mál skuli felld niður er tekin af tveimur starfsmönnum héraðssaksóknara, sem er skylt að fella niður mál sem teljast „ólíkleg til sakfellis“.
Segja mótmælendurnir dómsvald hafa verið fært til embættisfólks með þessum hætti. „Okkur þykir óásættanlegt að tveimur af hverjum þremur brotaþolum sé neitað um tækifæri til að láta á mál sitt reyna fyrir dómstól. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna er á sama máli og hefur gagnrýnt þessa framkvæmd harðlega, auk þess sem Stígamót eru að undirbúa hópmálsókn …
Athugasemdir