Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Pítsasendill þjófkenndur og myndbirtur án nokkurra sannanna

Birt var mynd af pítsa­sendli Dom­ino‘s í hópn­um Vest­ur­bær­inn á Face­book og hann sagð­ur hegða sér grun­sam­lega í sam­hengi við hjóla­þjófn­að. Dom­ino‘s standa með starfs­manni sín­um og segja ekk­ert benda til sekt­ar hans.

Pítsasendill þjófkenndur og myndbirtur án nokkurra sannanna
Vændur um þjófnað Pítsasendill Domino's var myndbirtur og vændur um þjófnað í Facebook-hópnum Vesturbærinn í dag, án þess að nokkrar sannanir lægju þar að baki.

Fyrr í dag var birt mynd af starfsmanni Domino‘s pítsa í Facebook hópnum Vesturbærinn og hann vændur um grundamlega hegðun í samhengi við stuld á reiðhjólum. Sá sem birti myndina segir að það hafi hann gert að beiðni manns að nafni Bjartmars Leósonar, en sá var í morgun í viðtali í Fréttablaðinu þar sem fjallað var um sjálfskipaða baráttu hans við að finna stolin reiðhjól. Mikil umræða hefur orðið síðustu vikur um tíða reiðhjólaþjófnaði í Vesturbæ.

„2 tilfelli í Vesturbæ þar sem pizzasendill mætir og hagar sér grunsamlega. Sniglast kringum húsin og daginn eftir eru hjól horfin,“ segir við myndina og er þar um að ræða skilaboð frá Bjartmari þessum. Engar sannanir eru settar fram um að umræddur pítsasendill eigi hlut að máli varðandi hvarf hjólanna.

Berglind Jónsdóttir, markaðsfulltrúi Domino‘s hefur gert athugasemd við færsluna þar sem hún segir að ekkert bendi til að pítsasendillinn, sem sé traustur starfsmaður fyrirtækisins, tengist hjólastuldi á nokkurn hátt. Starfsmaðurinn sé nú að leit réttar síns vegna málsins.

„Við hjá Domino's skoðuðum málið strax enda lítum við það sérstaklega alvarlegum augum þegar birtar eru myndir af starfsfólki okkar og það sakað um þjófnað. 

Sendillinn sem um ræðir og sýndur er á myndinni er traustur starfsmaður okkar sem skiljanlega er ekki sama um að vera myndbirtur og sakaður um þjófnað. Hann er nú að leita réttar síns vegna málsins.

Við tökum svona ábendingum að sjálfsögðu alvarlega en í þessu tiltekna máli er ekkert sem bendir til þess að þessi sending og hjólastuldurinn tengist á nokkurn hátt,“ segir í athugasemd Berglindar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár