Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Pítsasendill þjófkenndur og myndbirtur án nokkurra sannanna

Birt var mynd af pítsa­sendli Dom­ino‘s í hópn­um Vest­ur­bær­inn á Face­book og hann sagð­ur hegða sér grun­sam­lega í sam­hengi við hjóla­þjófn­að. Dom­ino‘s standa með starfs­manni sín­um og segja ekk­ert benda til sekt­ar hans.

Pítsasendill þjófkenndur og myndbirtur án nokkurra sannanna
Vændur um þjófnað Pítsasendill Domino's var myndbirtur og vændur um þjófnað í Facebook-hópnum Vesturbærinn í dag, án þess að nokkrar sannanir lægju þar að baki.

Fyrr í dag var birt mynd af starfsmanni Domino‘s pítsa í Facebook hópnum Vesturbærinn og hann vændur um grundamlega hegðun í samhengi við stuld á reiðhjólum. Sá sem birti myndina segir að það hafi hann gert að beiðni manns að nafni Bjartmars Leósonar, en sá var í morgun í viðtali í Fréttablaðinu þar sem fjallað var um sjálfskipaða baráttu hans við að finna stolin reiðhjól. Mikil umræða hefur orðið síðustu vikur um tíða reiðhjólaþjófnaði í Vesturbæ.

„2 tilfelli í Vesturbæ þar sem pizzasendill mætir og hagar sér grunsamlega. Sniglast kringum húsin og daginn eftir eru hjól horfin,“ segir við myndina og er þar um að ræða skilaboð frá Bjartmari þessum. Engar sannanir eru settar fram um að umræddur pítsasendill eigi hlut að máli varðandi hvarf hjólanna.

Berglind Jónsdóttir, markaðsfulltrúi Domino‘s hefur gert athugasemd við færsluna þar sem hún segir að ekkert bendi til að pítsasendillinn, sem sé traustur starfsmaður fyrirtækisins, tengist hjólastuldi á nokkurn hátt. Starfsmaðurinn sé nú að leit réttar síns vegna málsins.

„Við hjá Domino's skoðuðum málið strax enda lítum við það sérstaklega alvarlegum augum þegar birtar eru myndir af starfsfólki okkar og það sakað um þjófnað. 

Sendillinn sem um ræðir og sýndur er á myndinni er traustur starfsmaður okkar sem skiljanlega er ekki sama um að vera myndbirtur og sakaður um þjófnað. Hann er nú að leita réttar síns vegna málsins.

Við tökum svona ábendingum að sjálfsögðu alvarlega en í þessu tiltekna máli er ekkert sem bendir til þess að þessi sending og hjólastuldurinn tengist á nokkurn hátt,“ segir í athugasemd Berglindar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár