Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Pítsasendill þjófkenndur og myndbirtur án nokkurra sannanna

Birt var mynd af pítsa­sendli Dom­ino‘s í hópn­um Vest­ur­bær­inn á Face­book og hann sagð­ur hegða sér grun­sam­lega í sam­hengi við hjóla­þjófn­að. Dom­ino‘s standa með starfs­manni sín­um og segja ekk­ert benda til sekt­ar hans.

Pítsasendill þjófkenndur og myndbirtur án nokkurra sannanna
Vændur um þjófnað Pítsasendill Domino's var myndbirtur og vændur um þjófnað í Facebook-hópnum Vesturbærinn í dag, án þess að nokkrar sannanir lægju þar að baki.

Fyrr í dag var birt mynd af starfsmanni Domino‘s pítsa í Facebook hópnum Vesturbærinn og hann vændur um grundamlega hegðun í samhengi við stuld á reiðhjólum. Sá sem birti myndina segir að það hafi hann gert að beiðni manns að nafni Bjartmars Leósonar, en sá var í morgun í viðtali í Fréttablaðinu þar sem fjallað var um sjálfskipaða baráttu hans við að finna stolin reiðhjól. Mikil umræða hefur orðið síðustu vikur um tíða reiðhjólaþjófnaði í Vesturbæ.

„2 tilfelli í Vesturbæ þar sem pizzasendill mætir og hagar sér grunsamlega. Sniglast kringum húsin og daginn eftir eru hjól horfin,“ segir við myndina og er þar um að ræða skilaboð frá Bjartmari þessum. Engar sannanir eru settar fram um að umræddur pítsasendill eigi hlut að máli varðandi hvarf hjólanna.

Berglind Jónsdóttir, markaðsfulltrúi Domino‘s hefur gert athugasemd við færsluna þar sem hún segir að ekkert bendi til að pítsasendillinn, sem sé traustur starfsmaður fyrirtækisins, tengist hjólastuldi á nokkurn hátt. Starfsmaðurinn sé nú að leit réttar síns vegna málsins.

„Við hjá Domino's skoðuðum málið strax enda lítum við það sérstaklega alvarlegum augum þegar birtar eru myndir af starfsfólki okkar og það sakað um þjófnað. 

Sendillinn sem um ræðir og sýndur er á myndinni er traustur starfsmaður okkar sem skiljanlega er ekki sama um að vera myndbirtur og sakaður um þjófnað. Hann er nú að leita réttar síns vegna málsins.

Við tökum svona ábendingum að sjálfsögðu alvarlega en í þessu tiltekna máli er ekkert sem bendir til þess að þessi sending og hjólastuldurinn tengist á nokkurn hátt,“ segir í athugasemd Berglindar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu