Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru í helmingseigu Vodafone

101 Sam­band­ið, mark­aðs­sett sem „síma­fé­lag fram­tíð­ar­inn­ar“, er kynnt af með­lim­um Út­varps 101 sem „nýtt fyr­ir­tæki“. Um er að ræða sam­starfs­verk­efni Family 101 sf og Voda­fo­ne, í helm­ingseigu beggja að­ila.

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru í helmingseigu Vodafone
101 Sambandið Þekktir listamenn standa bak við nýja vörumerkið.

Nýja símavörumerkið 101 Sambandið, sem markaðssett er með tónlistar- og leiklistarfólkinu sem stendur á bak við Útvarp 101 og hljómsveitir á borð við Sturla Atlas, verður rekið á kerfum Vodafone, sem er í eigu Sýnar. 101 Sambandið er ekki lögaðili, heldur eiga notendur viðskipti beint við Vodafone, þvert á orð þeirra sem kynna þjónustuna.

101 Sambandið var kynnt á blaðamannafundi í Hörpu í morgun. „Ég kynni til leiks sambandið, símafélag framtíðarinnar,“ sagði Unnsteinn Manuel Stefánsson söngvari við tækifærið. Hann er einn eigenda helmingshlutar á móti Sýn í 101 Productions, ásamt bróður sínum Loga Pedro, tónlistarmönnunum og bræðrunum Jóhanni Kristófer og Haraldi Ara Stefánssonum, Sigurbjarti Sturlu Atlasyni, Agli Ástráðssyni og Aroni Má Ólafssyni, einnig þekktum sem Aroni Mola.

Logi Pedro neitaði því aðspurður af notendum á Facebook og Twitter í dag að 101 Sambandið væri ný þjónustuleið Vodafone. „Þetta er ný farsímaþjónusta. Ekkert rebrand. Annað fyrirtæki.“

101 Productions, fyrirtækið sem rekur Útvarp 101, er hins vegar að hálfu leyti í eigu Sýnar, sem á Vodafone. Skilmálar á síðu 101 Sambandsins eru einnig skýrir um að Sambandið sé ekki lögaðili, heldur sé viðskiptasamband notenda við Sýn: „Sá lögaðili sem nefndur er Sambandið í skilmálum þessum er Vodafone / Sýn hf. Með samþykki eða staðfestingu þessara skilmála samþykkir áskrifandi jafnframt skilmála Vodafone fyrir fjarskiptaþjónustu eins og þeir eru hverju sinni, en skilmálar þeir eru aðgengilegir á vefsíðunni www.vodafone.is.“

Logi Pedro segir í athugasemd sem hann sendi Stundinni að alþekkt sé að fjarskiptafyrirtæki kaupi dreifingarþjónustu annars staðar frá. Svo sé í þessu tilfelli.

„101 Sambandið er samstarfsverkefni 101 Productions og Sýn hf. líkt og kemur skýrt fram á heimasíðu 101 Sambandsins.  

Allar vörur 101 Sambandsins eru þróaðar af 101 Productions, hinsvegar er tæknivinna og rekstur fjarskiptahluta í höndum Sýnar hf. Því liggur fyrir að Sýn er lögaðili á bakvið fjarskiptaþjónusta. 
Daglegur rekstur Sambandsins á sér stað í höfuðstöðvum 101 Productions, sem og er þjónustuver okkar rekið í höfuðstöðvum 101 Productions.
Ef ég hefði haft tækifæri á því að gera athugasemd við upprunalegu fréttina hefði ég sagt að við hjá 101 Productions erum afar stolt af samstarfi okkar við Sýn og af 101 Sambandinu. Tæknileg úrræði Sýnar gera okkur kleift að bjóða upp á frábæra vöru sem ætti að hrista vel uppi í íslenskum fjarskiptamarkaði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu