Dæmi eru um að ökumenn á bílaleigubílum hafi greitt 5.500 krónur fyrir staka ferð í gegnum Vaðlaheiðargöng. Bílaleigur hafa þá séð um greiðslu veggjaldsins og innheimt allt að 4.000 króna þjónustugjald fyrir vikið.
„Bílaleigurnar leggja þjónustugjald ofan á, alveg eins og þegar þær innheimta stöðumælasektir eða annað,“ segir Karl Ingimarsson hjá verkfræðistofunni Raftákn, sem var meðal þeirra sem hönnuðu gjaldtökukerfið. Hann segir allar upplýsingar um gjöldin vera á skiltum við inngang þeirra, en í þeim tilfellum þar sem bílaleigubíl er keyrt í gegn séu bílnúmer hans skönnuð og 1.500 króna greiðsla frá bílaleigunni berist samstundis, sé hún ein þeirra sem er með samning við göngin.
Veggjald fyrir staka fólksbifreið í Vaðlaheiðargöng er 1.500 krónur ef greitt er á vefnum Veggjald.is innan þriggja klukkutíma eða Tunnel.is þar sem upplýsingarnar eru á ensku. Gjaldið hækkar í 2.500 krónur ef greiðsluseðill er sendur í heimabanka umráðamanns ökutækisins, sem gerist sjálfkrafa að þremur klukkutímum …
Athugasemdir