Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bílaleigur smyrja margfalt ofan á veggjöld

Dæmi eru um að kostn­að­ur öku­manns við veggjald um Vaðla­heið­ar­göng nær fjór­fald­ist þeg­ar bíla­leig­ur sjá um inn­heimtu.

Bílaleigur smyrja margfalt ofan á veggjöld
Vaðlaheiðargöng Ökumenn bílaleigubíla gætu þurft að borga nær fjórfalt lægsta veggjald ef þeir fylgjast ekki með.

Dæmi eru um að ökumenn á bílaleigubílum hafi greitt 5.500 krónur fyrir staka ferð í gegnum Vaðlaheiðargöng. Bílaleigur hafa þá séð um greiðslu veggjaldsins og innheimt allt að 4.000 króna þjónustugjald fyrir vikið.

„Bílaleigurnar leggja þjónustugjald ofan á, alveg eins og þegar þær innheimta stöðumælasektir eða annað,“ segir Karl Ingimarsson hjá verkfræðistofunni Raftákn, sem var meðal þeirra sem hönnuðu gjaldtökukerfið. Hann segir allar upplýsingar um gjöldin vera á skiltum við inngang þeirra, en í þeim tilfellum þar sem bílaleigubíl er keyrt í gegn séu bílnúmer hans skönnuð og 1.500 króna greiðsla frá bílaleigunni berist samstundis, sé hún ein þeirra sem er með samning við göngin.

Veggjald fyrir staka fólksbifreið í Vaðlaheiðargöng er 1.500 krónur ef greitt er á vefnum Veggjald.is innan þriggja klukkutíma eða Tunnel.is þar sem upplýsingarnar eru á ensku. Gjaldið hækkar í 2.500 krónur ef greiðsluseðill er sendur í heimabanka umráðamanns ökutækisins, sem gerist sjálfkrafa að þremur klukkutímum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár