Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bílaleigur smyrja margfalt ofan á veggjöld

Dæmi eru um að kostn­að­ur öku­manns við veggjald um Vaðla­heið­ar­göng nær fjór­fald­ist þeg­ar bíla­leig­ur sjá um inn­heimtu.

Bílaleigur smyrja margfalt ofan á veggjöld
Vaðlaheiðargöng Ökumenn bílaleigubíla gætu þurft að borga nær fjórfalt lægsta veggjald ef þeir fylgjast ekki með.

Dæmi eru um að ökumenn á bílaleigubílum hafi greitt 5.500 krónur fyrir staka ferð í gegnum Vaðlaheiðargöng. Bílaleigur hafa þá séð um greiðslu veggjaldsins og innheimt allt að 4.000 króna þjónustugjald fyrir vikið.

„Bílaleigurnar leggja þjónustugjald ofan á, alveg eins og þegar þær innheimta stöðumælasektir eða annað,“ segir Karl Ingimarsson hjá verkfræðistofunni Raftákn, sem var meðal þeirra sem hönnuðu gjaldtökukerfið. Hann segir allar upplýsingar um gjöldin vera á skiltum við inngang þeirra, en í þeim tilfellum þar sem bílaleigubíl er keyrt í gegn séu bílnúmer hans skönnuð og 1.500 króna greiðsla frá bílaleigunni berist samstundis, sé hún ein þeirra sem er með samning við göngin.

Veggjald fyrir staka fólksbifreið í Vaðlaheiðargöng er 1.500 krónur ef greitt er á vefnum Veggjald.is innan þriggja klukkutíma eða Tunnel.is þar sem upplýsingarnar eru á ensku. Gjaldið hækkar í 2.500 krónur ef greiðsluseðill er sendur í heimabanka umráðamanns ökutækisins, sem gerist sjálfkrafa að þremur klukkutímum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár