Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Frumþörf að eiga til sultu í búrinu

Auð­ur Adams­dótt­ir er al­in upp við sultu­gerð og hef­ur þró­að ýms­ar að­ferð­ir, með­al ann­ars með að­al­blá­ber, rabarbara og rifs­ber.

Frumþörf að eiga til sultu í búrinu
Auður Adamsdóttir Leggur metnað í sultugerðina og ílátin. Mynd: Heiða Helgadóttir

Auður Adamsdóttir, kennari,matgæðingur og berjakona er lunkin við að búa til góðar sultur og býr sjálf til fallega miða á sultukrukkurnar sem hún föndrar við að mála á. Auður er alin upp við nokkra tilraunamennsku í sultugerð á sínu æskuheimili og fór fjölskyldan árlega til berja auk þess sem móðir hennar notaði bæði ber og gulrætur úr garðinum til að sulta úr. Sjálf byrjaði Auður að sulta á milli tvítugs og þrítugs og gerði þá fyrst rabarbarasultu, sem hún gerir enn, auk bláberjasultu úr aðalbláberjum, rifshlaup og rifsberjasultu.

AðalbláberjasultaAuður sækir bestu berin gjarnan á Snæfellsnesið eða Vestfirðina.

„Ég held ég hafi hringt í mömmu nokkrum sinnum á meðan til að spyrja ráða þegar ég gerði fyrst sultu. Það tekur langan tíma að gera góða sultu og mér fannst það þá taka ægilega langan tíma en ég er orðin mun þolinmóðari í dag. Síðan man ég var þegar sultan var komin ofan í glösin að þá var ég fúl yfir því að þetta var ekki réttur litur en liturinn hjá mömmu var mun dekkri. Ég fór í miklar pælingar og fór t.a.m. að halda að þetta væri potturinn því þegar mamma lagaði sultu notaði hún svona emileraðan pott sem ég átti ekki. En líklegast hafði ég bara ekki enst nógu lengi til að fá sultuna nógu dökka og góða,“ segir Auður í léttum dúr og bætir því við að móðir hennar hafi eingöngu sett sultu á stórar krukkur og svo hafi hún verið sett í skálar til að bera hana fram. (Hér otar Auður að blaðamanni kexi með hindberjasultu gerða úr frosnum hindberjum, sykri, sultuhleypi og hálfri sítrónu, sem hún á oft í ísskápnum og er bæði einföld og að sjálfsögðu mun betri en sú sem keypt er úti í búð.)

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu