Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Frumþörf að eiga til sultu í búrinu

Auð­ur Adams­dótt­ir er al­in upp við sultu­gerð og hef­ur þró­að ýms­ar að­ferð­ir, með­al ann­ars með að­al­blá­ber, rabarbara og rifs­ber.

Frumþörf að eiga til sultu í búrinu
Auður Adamsdóttir Leggur metnað í sultugerðina og ílátin. Mynd: Heiða Helgadóttir

Auður Adamsdóttir, kennari,matgæðingur og berjakona er lunkin við að búa til góðar sultur og býr sjálf til fallega miða á sultukrukkurnar sem hún föndrar við að mála á. Auður er alin upp við nokkra tilraunamennsku í sultugerð á sínu æskuheimili og fór fjölskyldan árlega til berja auk þess sem móðir hennar notaði bæði ber og gulrætur úr garðinum til að sulta úr. Sjálf byrjaði Auður að sulta á milli tvítugs og þrítugs og gerði þá fyrst rabarbarasultu, sem hún gerir enn, auk bláberjasultu úr aðalbláberjum, rifshlaup og rifsberjasultu.

AðalbláberjasultaAuður sækir bestu berin gjarnan á Snæfellsnesið eða Vestfirðina.

„Ég held ég hafi hringt í mömmu nokkrum sinnum á meðan til að spyrja ráða þegar ég gerði fyrst sultu. Það tekur langan tíma að gera góða sultu og mér fannst það þá taka ægilega langan tíma en ég er orðin mun þolinmóðari í dag. Síðan man ég var þegar sultan var komin ofan í glösin að þá var ég fúl yfir því að þetta var ekki réttur litur en liturinn hjá mömmu var mun dekkri. Ég fór í miklar pælingar og fór t.a.m. að halda að þetta væri potturinn því þegar mamma lagaði sultu notaði hún svona emileraðan pott sem ég átti ekki. En líklegast hafði ég bara ekki enst nógu lengi til að fá sultuna nógu dökka og góða,“ segir Auður í léttum dúr og bætir því við að móðir hennar hafi eingöngu sett sultu á stórar krukkur og svo hafi hún verið sett í skálar til að bera hana fram. (Hér otar Auður að blaðamanni kexi með hindberjasultu gerða úr frosnum hindberjum, sykri, sultuhleypi og hálfri sítrónu, sem hún á oft í ísskápnum og er bæði einföld og að sjálfsögðu mun betri en sú sem keypt er úti í búð.)

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
5
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár