Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Frumþörf að eiga til sultu í búrinu

Auð­ur Adams­dótt­ir er al­in upp við sultu­gerð og hef­ur þró­að ýms­ar að­ferð­ir, með­al ann­ars með að­al­blá­ber, rabarbara og rifs­ber.

Frumþörf að eiga til sultu í búrinu
Auður Adamsdóttir Leggur metnað í sultugerðina og ílátin. Mynd: Heiða Helgadóttir

Auður Adamsdóttir, kennari,matgæðingur og berjakona er lunkin við að búa til góðar sultur og býr sjálf til fallega miða á sultukrukkurnar sem hún föndrar við að mála á. Auður er alin upp við nokkra tilraunamennsku í sultugerð á sínu æskuheimili og fór fjölskyldan árlega til berja auk þess sem móðir hennar notaði bæði ber og gulrætur úr garðinum til að sulta úr. Sjálf byrjaði Auður að sulta á milli tvítugs og þrítugs og gerði þá fyrst rabarbarasultu, sem hún gerir enn, auk bláberjasultu úr aðalbláberjum, rifshlaup og rifsberjasultu.

AðalbláberjasultaAuður sækir bestu berin gjarnan á Snæfellsnesið eða Vestfirðina.

„Ég held ég hafi hringt í mömmu nokkrum sinnum á meðan til að spyrja ráða þegar ég gerði fyrst sultu. Það tekur langan tíma að gera góða sultu og mér fannst það þá taka ægilega langan tíma en ég er orðin mun þolinmóðari í dag. Síðan man ég var þegar sultan var komin ofan í glösin að þá var ég fúl yfir því að þetta var ekki réttur litur en liturinn hjá mömmu var mun dekkri. Ég fór í miklar pælingar og fór t.a.m. að halda að þetta væri potturinn því þegar mamma lagaði sultu notaði hún svona emileraðan pott sem ég átti ekki. En líklegast hafði ég bara ekki enst nógu lengi til að fá sultuna nógu dökka og góða,“ segir Auður í léttum dúr og bætir því við að móðir hennar hafi eingöngu sett sultu á stórar krukkur og svo hafi hún verið sett í skálar til að bera hana fram. (Hér otar Auður að blaðamanni kexi með hindberjasultu gerða úr frosnum hindberjum, sykri, sultuhleypi og hálfri sítrónu, sem hún á oft í ísskápnum og er bæði einföld og að sjálfsögðu mun betri en sú sem keypt er úti í búð.)

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár