Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Telur formann Samtakanna vilja „þagga niður í“ varaforseta Bandaríkjanna

Elliði Vign­is­son er ósam­mála nálg­un Sam­tak­anna '78 og seg­ist vitna í Voltaire.

Telur formann Samtakanna vilja „þagga niður í“ varaforseta Bandaríkjanna

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, gagnrýnir Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, formann Samtakanna 78, harðlega fyrir að mótmæla komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Telur Elliði að sjónarmið Þorbjargar snúist um að „þagga niður í þeim sem eru manni mest ósammála“.

Þorbjörg Þorvaldsdóttirformaður Samtakanna '78

Nýlega birti Þorbjörg pistil á Vísi.is þar sem hún rekur hvernig Mike Pence hefur beitt sér gegn og grafið undan réttindum hinseginfólks um árabil.

„Nú ætlar ríkisstjórn Íslands að taka á móti Mike Pence, ræða kurteisislega við hann um viðskiptasamráð og efla með því tengslin við Bandaríkin. Allar slíkar áætlanir eru hrein og klár vanvirðing við samfélag hinsegin fólks á Íslandi. Við munum ekki sitja undir því þegjandi að hann sé boðinn velkominn hingað til lands,“ skrifaði hún.

Elliði gerir málið að umtalsefni á Facebook-síðu sinni. „Þótt ég sé einlægur stuðningsmaður réttinda samkynhneigðra (og allra annarra einstaklinga) þá er ég hér mjög ósammála þessari ágætis konu. Maður getur ekki kallað eftir opinni umræðu og viljað samtímis þagga niður í þeim sem eru manni mest ósammála,“ skrifar hann.

Þá segist hann vitna í Voltaire og birtir setningu sem oft er ranglega eignuð franska hugsuðinum: “I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it”. Þessi fleygu orð eru frá Evelyn Beatrice Hall, ævisagnaritara Voltaires. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár