Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Niðurlægjandi nafngift á Þjóðhátíðarbæklingi

Bryn­dís Snæ­björns­dótt­ir, formað­ur Þroska­hjálp­ar, gagn­rýn­ir nafn­gift­ina „Þroska­hefti“ um rit sem gef­ið er út ár hvert fyr­ir Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um.

Niðurlægjandi nafngift á Þjóðhátíðarbæklingi
Sagt „gleðirit“ Forsvarsmenn heftisins segja það vera „gleðirit“

Í fimmtán ár hefur komið út hefti í Vestmannaeyjum, fyrir Þjóðhátíð, sem ber heitið Þroskahefti. Formaður Þroskahjálpar undrast nafngiftina og segir hana niðurlægjandi.

Bræðrafélagið Vinir Ketils bónda stendur fyrir útgáfu ritsins. Samkvæmt ritstjóranum, Helga Ólafssyni, er það „gleðirit“. Heftið er borið út vikuna fyrir Þjóðhátíð í öll heimahús í Vestmannaeyjum sem og í helstu verslanir og á veitingastaði.

Félagið virðist meðvitað um að nafngiftin stuði fólk. „Einhvern tíma, meðan fyrsta ritið veltist um í undarlegum hugarheimi áðurnefndra drengja, fæddist nafnið sem fylgt hefur því æ síðan. Nafn sem einhverjir hafa haft orð á að þeim þyki stuðandi en okkur hefur þótt hæfa ritinu vel,“ segir í leiðara ritstjóra.

„Þetta er mjög niðurlægjandi“

Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segist vera undrandi að slíkt skuli viðgangast. Hún segir fólk með þroskahömlun ekki vilja nota orðið og í gegnum tíðina hafi það verið notað í niðrandi tilgangi. „Þetta er mjög niðurlægjandi,“ segir hún. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár