Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Loftslagsráð undirmannað og ræður ekki við verkefni sín

Hall­dór Þor­geirs­son, formað­ur lofts­lags­ráðs, seg­ir ráð­ið ekki ná að miðla fræðslu til al­menn­ings með full­nægj­andi hætti vegna þess hve und­ir­mann­að það sé.

Loftslagsráð undirmannað og ræður ekki við verkefni sín
Funda ekki í sumar Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, segir að ráðið muni ekki funda í sumar þar eð „það er svo erfitt að ná fólki saman á þeim tíma.“

„Það er í rauninni mjög metnaðarfullt að að setja markið á 2040, því aðrar þjóðir eru að miða við árið 2050.“ 

Þetta segir Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs, í samtali við Stundina aðspurður hvort honum þyki markmið stjórnvalda um kolefnishlutleysi nægilega metnaðarfull. „Aðalatriðið er að stefna að kolefnishlutleysi. Dagsetningin sjálf er spurning um hraðann á þessu og Ísland stefnir á að gera þetta fyrr en aðrar þjóðir.“ 

Varað við veiku hlutverki 

Samkvæmt upplýsingum á vef stjórnarráðsins hefur loftslagsráð það meginhlutverk að veita stjórnvöldum aðhald með markvissri ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir sem tengjast loftslagsmálum á Íslandi. Á vef stjórnarráðsins segir meðal annars:„Helstu viðfangsefni ráðsins snúa að aðgerðum til að draga úr losun og auka bindingu gróðurhúsalofttegunda, eflingu viðnámsþols gagnvart afleiðingum veðurfarsbreytinga og að styrkja almenna vitund um loftslagsmál og aðgerðir til að sporna gegn þeim.“

Þegar frumvarp umhverfisráðherra til breytinga á lögum um loftslagsmál var til meðferðar á Alþingi í vor vöruðu Náttúruverndarsamtök Íslands við því að hlutverk loftslagsráðs yrði of takmarkað og ekki í takt við það veigamikla aðhaldshlutverk sem lagt var upp með í þingsályktun um stofnun þess árið 2016.

Hittast mánaðarlega en ekki í sumar

Halldór, formaður ráðsins, viðurkennir í samtali við Stundina að talsvert vanti upp á að ráðið geti sinnt fullnægjandi fræðslustörfum, enda sé starfsemi þess mjög undirmönnuð. „Við erum með hálfan starfsmann,“ segir hann. 

Ráðið hittist almennt einu sinni í mánuði og „hálfi starfsmaðurinn“ er ritari ráðsins. Ráðið hefur ekki fundað síðan 5. júní síðastliðinn og mun ekki hittast í júlí og ágúst. „Það er svo erfitt að ná fólki saman á þeim tíma,“ segir Halldór.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár