Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Loftslagsráð undirmannað og ræður ekki við verkefni sín

Hall­dór Þor­geirs­son, formað­ur lofts­lags­ráðs, seg­ir ráð­ið ekki ná að miðla fræðslu til al­menn­ings með full­nægj­andi hætti vegna þess hve und­ir­mann­að það sé.

Loftslagsráð undirmannað og ræður ekki við verkefni sín
Funda ekki í sumar Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, segir að ráðið muni ekki funda í sumar þar eð „það er svo erfitt að ná fólki saman á þeim tíma.“

„Það er í rauninni mjög metnaðarfullt að að setja markið á 2040, því aðrar þjóðir eru að miða við árið 2050.“ 

Þetta segir Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs, í samtali við Stundina aðspurður hvort honum þyki markmið stjórnvalda um kolefnishlutleysi nægilega metnaðarfull. „Aðalatriðið er að stefna að kolefnishlutleysi. Dagsetningin sjálf er spurning um hraðann á þessu og Ísland stefnir á að gera þetta fyrr en aðrar þjóðir.“ 

Varað við veiku hlutverki 

Samkvæmt upplýsingum á vef stjórnarráðsins hefur loftslagsráð það meginhlutverk að veita stjórnvöldum aðhald með markvissri ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir sem tengjast loftslagsmálum á Íslandi. Á vef stjórnarráðsins segir meðal annars:„Helstu viðfangsefni ráðsins snúa að aðgerðum til að draga úr losun og auka bindingu gróðurhúsalofttegunda, eflingu viðnámsþols gagnvart afleiðingum veðurfarsbreytinga og að styrkja almenna vitund um loftslagsmál og aðgerðir til að sporna gegn þeim.“

Þegar frumvarp umhverfisráðherra til breytinga á lögum um loftslagsmál var til meðferðar á Alþingi í vor vöruðu Náttúruverndarsamtök Íslands við því að hlutverk loftslagsráðs yrði of takmarkað og ekki í takt við það veigamikla aðhaldshlutverk sem lagt var upp með í þingsályktun um stofnun þess árið 2016.

Hittast mánaðarlega en ekki í sumar

Halldór, formaður ráðsins, viðurkennir í samtali við Stundina að talsvert vanti upp á að ráðið geti sinnt fullnægjandi fræðslustörfum, enda sé starfsemi þess mjög undirmönnuð. „Við erum með hálfan starfsmann,“ segir hann. 

Ráðið hittist almennt einu sinni í mánuði og „hálfi starfsmaðurinn“ er ritari ráðsins. Ráðið hefur ekki fundað síðan 5. júní síðastliðinn og mun ekki hittast í júlí og ágúst. „Það er svo erfitt að ná fólki saman á þeim tíma,“ segir Halldór.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár