Loftslagsráð undirmannað og ræður ekki við verkefni sín

Hall­dór Þor­geirs­son, formað­ur lofts­lags­ráðs, seg­ir ráð­ið ekki ná að miðla fræðslu til al­menn­ings með full­nægj­andi hætti vegna þess hve und­ir­mann­að það sé.

Loftslagsráð undirmannað og ræður ekki við verkefni sín
Funda ekki í sumar Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, segir að ráðið muni ekki funda í sumar þar eð „það er svo erfitt að ná fólki saman á þeim tíma.“

„Það er í rauninni mjög metnaðarfullt að að setja markið á 2040, því aðrar þjóðir eru að miða við árið 2050.“ 

Þetta segir Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs, í samtali við Stundina aðspurður hvort honum þyki markmið stjórnvalda um kolefnishlutleysi nægilega metnaðarfull. „Aðalatriðið er að stefna að kolefnishlutleysi. Dagsetningin sjálf er spurning um hraðann á þessu og Ísland stefnir á að gera þetta fyrr en aðrar þjóðir.“ 

Varað við veiku hlutverki 

Samkvæmt upplýsingum á vef stjórnarráðsins hefur loftslagsráð það meginhlutverk að veita stjórnvöldum aðhald með markvissri ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir sem tengjast loftslagsmálum á Íslandi. Á vef stjórnarráðsins segir meðal annars:„Helstu viðfangsefni ráðsins snúa að aðgerðum til að draga úr losun og auka bindingu gróðurhúsalofttegunda, eflingu viðnámsþols gagnvart afleiðingum veðurfarsbreytinga og að styrkja almenna vitund um loftslagsmál og aðgerðir til að sporna gegn þeim.“

Þegar frumvarp umhverfisráðherra til breytinga á lögum um loftslagsmál var til meðferðar á Alþingi í vor vöruðu Náttúruverndarsamtök Íslands við því að hlutverk loftslagsráðs yrði of takmarkað og ekki í takt við það veigamikla aðhaldshlutverk sem lagt var upp með í þingsályktun um stofnun þess árið 2016.

Hittast mánaðarlega en ekki í sumar

Halldór, formaður ráðsins, viðurkennir í samtali við Stundina að talsvert vanti upp á að ráðið geti sinnt fullnægjandi fræðslustörfum, enda sé starfsemi þess mjög undirmönnuð. „Við erum með hálfan starfsmann,“ segir hann. 

Ráðið hittist almennt einu sinni í mánuði og „hálfi starfsmaðurinn“ er ritari ráðsins. Ráðið hefur ekki fundað síðan 5. júní síðastliðinn og mun ekki hittast í júlí og ágúst. „Það er svo erfitt að ná fólki saman á þeim tíma,“ segir Halldór.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár