Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Aukalitningur á ekki að standa í vegi tækifæra

Leik­list­ar­nem­inn Berta Sig­ríð­ar­dótt­ir hef­ur haf­ið tök­ur á stutt­mynd­inni 3:21 sem fjall­ar um fóst­ur­syst­ur henn­ar og vin­konu, Gló­dísi Erlu Ólafs­dótt­ur, sem er með Downs-heil­kenni. Til­gang­ur mynd­ar­inn­ar er að benda á að ein­stak­ling­ar með Downs-heil­kenni eigi rétt á sömu tæki­fær­um og aðr­ir.

Aukalitningur á ekki að standa í vegi tækifæra
Takmörkuð tækifæri Við útskrift Glódísar af starfsbraut Fjölbrautarskólans í Breiðholti biðu hennar fá tækifæri, ólíkt því sem beið Bertu þegar hún útskrifaðist úr framhaldsskóla.

Berta Sigríðardóttir er önnum kafin þessa dagana við að vinna lokaverkefni sitt í leiklist við New York Film Academy, þaðan sem hún mun útskrifast með BA-gráðu næstkomandi vor. Lokaverkefnið er í formi stuttmyndar sem Berta leikur í, leikstýrir og er handritshöfundur að, allt í senn. Hugmyndina hefur Berta þróað frá því hún var í grunnskóla. Með stuttmyndinni vill Berta sýna fram á að fólk með Downs-heilkenni eigi rétt á sömu tækifærum til náms og lífsgæða og annað fólk.                

Einstakur vinskapur

Leiðir Bertu og Glódísar lágu saman þegar þær voru þriggja ára gamlar. Berta var einkabarn til þriggja ára aldurs og segir hún líf sitt hafa orðið ríkara þegar móðir hennar ákvað að gerast stuðningsmóðir Glódísar. Upp frá því þróaðist með þeim fallegur og djúpur vinskapur.

„Við urðum strax afskaplega nánar og þróaðist vináttan á þá leið að Glódís varð frá upphafi mín besta vinkona og hefur vinskapur okkar bara styrkst …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár