Berta Sigríðardóttir er önnum kafin þessa dagana við að vinna lokaverkefni sitt í leiklist við New York Film Academy, þaðan sem hún mun útskrifast með BA-gráðu næstkomandi vor. Lokaverkefnið er í formi stuttmyndar sem Berta leikur í, leikstýrir og er handritshöfundur að, allt í senn. Hugmyndina hefur Berta þróað frá því hún var í grunnskóla. Með stuttmyndinni vill Berta sýna fram á að fólk með Downs-heilkenni eigi rétt á sömu tækifærum til náms og lífsgæða og annað fólk.
Einstakur vinskapur
Leiðir Bertu og Glódísar lágu saman þegar þær voru þriggja ára gamlar. Berta var einkabarn til þriggja ára aldurs og segir hún líf sitt hafa orðið ríkara þegar móðir hennar ákvað að gerast stuðningsmóðir Glódísar. Upp frá því þróaðist með þeim fallegur og djúpur vinskapur.
„Við urðum strax afskaplega nánar og þróaðist vináttan á þá leið að Glódís varð frá upphafi mín besta vinkona og hefur vinskapur okkar bara styrkst …
Athugasemdir