NRA ber meiri ábyrgð en nokkur annar á þeim 30.000 dauðsföllum sem verða ár hvert í Bandaríkjunum vegna skotsára. Samtökin hafa undanfarin ár og áratugi barist fyrir nærri algerlega óheftu aðgengi borgaranna að skotvopnum og boðað sýn á alvopnvætt bandarískt samfélag þar sem vopnbúnir borgarar eru síðasta vígið í baráttu gegn harðstjórn ríkisvaldsins og samfélagsupplausn samfara innflytjendum og minnihlutahópum.
Við stofnun sína einbeittu samtökin sér hins vegar að þjálfun í skotvopnaöryggi og studdu skynsamlega löggjöf um skotvopnaeign. Umbreyting NRA á síðustu árautugum er merkilegt dæmi um radíkalíseringu bandaríska hægrisins í menningarstríðum síðustu 50 ára.
Stofnun NRA og annar viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna
The National Rifle Association var stofnað árið 1871 í New York af tveimur yfirmönnum úr her norðurríkjanna í borgarastríðinu sem hafði blöskrað hve lítið almennir hermenn …
Athugasemdir