Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur

„Hér er at­vinnu­laus ein­stak­ling­ur að berj­ast fyr­ir rétti sín­um gegn of­ur­efli.“

Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur

Vinir og frændur Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, hafa efnt til fjársöfnunar vegna málaferla Kristins gegn háskólanum. 

Kristni var sagt upp eftir að DV greindi frá ummælum sem hann hafði látið falla um konur á lokuðum Facebook-hóp. Orðrétt skrifaði Kristinn: Það á að aðgreina vinnustaði karla og kvenna. Vandinn er bara að konur reyna alltaf að troða sér þar sem karlmenn vinna, og um leið og þær eru komnar inn, þá byrja þær að eyðileggja hann, því allir kalmennirnir eiga þá að fara að tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti og ef sagður en neðanbeltisbrandari, svo ég nefni ekki klámbrandari, þá er það kynferðisofbeldi.

Kristinn hefur krafið Háskólann í Reykjavík um tæp­lega 57 millj­ónir króna vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar og 5 milljónir í miskabætur. 

„Hér er atvinnulaus einstaklingur að berjast fyrir rétti sínum gegn ofurefli, sem fær um 3 miljarða af skattgreiðslum ríkisins,“ skrifar Úlfar Nathanaelsson, vinur Kristins, á Facebook. Fram kemur að nú standi frændur Kristins fyrir fjársöfnun til að styðja hann í því að sækja rétt sinn. Í ljósi þess að Kristinn hefur barist gegn umgengnistálmunum hefur verið ákveðið að ef mismunur verði á fjárstuðningi til Kristins og nettó útgjalda muni afgangurinn renna til Félags um foreldrajafnrétti. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár