Internet á Íslandi (ISNIC), einkafyrirtæki sem er í einokunaraðstöðu við skráningu léna með endinguna .is, skilaði 90 milljóna hagnaði í fyrra og greiddi hluthöfum 90 milljóna arð vegna rekstrarársins. Samtals nema arðgreiðslur fyrirtækisins til hluthafa um 580 milljónum króna frá 2011, en þar af hafa um 130 milljónir runnið til Jens Péturs Jensen, framkvæmdastjóra ISNIC og stærsta hluthafans.
„Það verður að vera viðvarandi og góður hagnaður af svona rekstri ef við eigum að geta haldið í við þær kröfur sem gerðar eru til okkar,“ sagði Jens þegar Stundin ræddi við hann í fyrra. „Ef það væri ekki greiddur arður út úr hlutafélaginu væri þetta mjög lélegt hlutafélag.“
„Það verður að vera viðvarandi
og góður hagnaður af svona rekstri“
Eins og Póst- og fjarskiptastofnun hefur bent á er skráning landsléna víðast hvar á hendi opinberra stjórnvalda, háskóla eða sjálfseignarstofnana. ISNIC er hins vegar einkafyrirtæki, rekið í hagnaðarskyni í skjóli einokunar á …
Athugasemdir