Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn Vinstri grænna, sátu hjá þegar greidd voru atkvæði um tillögur meirihluta fjárlaganefndar að breyttum útgjaldaramma málefnasviða þegar fjármálaáætlun var afgreidd frá Alþingi í kvöld.
Ástæðan fyrir hjásetu þeirra er tillaga nefndarmeirihlutans, sem nú orðin að veruleika, um að 300 milljónir yrðu færðar frá alþjóðlegri þróunarsamvinnu og yfir til starfsemi NATO á Íslandi.
„Miklu frekar ætti að draga úr viðveru en að auka við fjárframlög til þessarar aðstöðu,“ sagði Andrés þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu. „Hins vegar liggur ekki fyrir breytingartillaga um þennan lið sérstaklega. Því sé ég mig nauðbeygðan, virðulegur forseti, að greiða ekki atkvæði með þeirri töflu sem hér um ræðir og þeirri sem við greiðum um í næstu atkvæðagreiðslu.“
Rósa Björk tók í sama streng. „Mér finnst þetta bagalegt, að við séum að lækka framlög til fátækustu bræður …
Athugasemdir